Húnavaka - 01.05.1981, Side 191
HÚNAVAKA
189
um til annarra fyrirtækja til þess
að hægt sé að anna eftirspurn.
í áætlun er að þreifa fyrir sér
með eigin útflutning á þessu ári
og með því gera hlut Pólarprjón
h.f. tryggari í heildar framleiðslu-
og útflutningskeðjunni.
BATNANDI VEGIR.
Þegar við erum á ferðalögum,
sem nú orðið er oftast í bílum,
verður okkur oft til þess hugsað
hvað við séum nú á vondum vegi.
Þetta er ekki að ástæðulausu, því
að oft eru vegirnir holóttir og
grófir, jafnframt því sem að all-
viða sest snjór á þá á vetrum.
Hins vegar ef við lítum dálítið um
öxl, getum við borið saman veg-
ina í dag og vegina fyrir nokkrum
árum. Við þann samanburð
verður ljóst að mjög miklar end-
urbætur hafa verið gerðar á veg-
um í sýslunni og vegirnir batnað
ár frá ári. Víða er búið að hækka
vegina verulega þannig að á þá
sest mun minni snjór en fyrr.
Einnig hefur verið ekið mikilli
möl í þá svo að drulluslörkin
margfrægu sem hrelldu okkur
langtímum saman, mest á vorin,
eru orðin fátíðari en áður, þótt
þau geri enn töluvert vart við
sig, einkanlega á fáfarnari veg-
um. Svona þróast hlutirnir smátt
og smátt þótt okkur finnist
stundum að heldur hægt gangi.
En nú erum við orðin langeyg
eftir bundnu slitlagi á vegina til
þess að þeir verði sléttari og mýkri
og við séum ekki í eilífu rykkófi ef
við ferðumst eitthvað í þurrkatíð
á sumrin. En nú er þó svo komið
að byrjað er á að leggja bundið
slitlag.
Á síðasta sumri var bundna
slitlagið tvöfaldað á Norður-
landsvegi frá Reykjabraut um
Blönduós að Skagastrandarvega-
mótum, en lagt einfalt slitlag
þaðan að Glaumbæ. Er tvöfalda
lagið 14 km. langt, en það ein-
falda er sex km.
Nokkuð var unnið í nýbygg-
ingum á árinu. Lokið var við
kafla í Langadal sem byrjað var á
á síðasta ári, og þá var þar einnig
tekinn fyrir kafli frá Gunnsteins-
stöðum fram í Gunnsteinsstaða-
hóla. Kostnaður var 105 millj.
króna.
Svínvetningabraut var endur-
byggð milli Sauðaness og Köldu-
kinnarafleggjara, kostnaður 41
millj.
I Vatnsdal var lagður nýr 900
metra langur kafli milli Áss og
Ásbrekku, kostnaður 9,7 millj. Þá
var Auðkúluvegur hækkaður á
1100 metra kafla milli Sléttár og
Svínvetningabrautar, kostnaður
11 millj. Einnig var nokkuð unnið
í Mýravegi, og eytt þar 8,4 millj.
króna.
Tekjur sýsluvegasjóðs námu 49