Húnavaka - 01.05.1981, Page 196
194
HÚNAVAKA
stjórnvöldum að leggja skatt á
innflutt kjarnfóður. Þetta hafði í
för með sér, að mjólkurkúm var
gefinn lítill fóðurbætir á síðasta
sumri. Þá er þess einnig að geta
að á síðasta ári var ákveðið sér-
stakt búmark eða framleiðslu-
magn fyrir hvern framleiðanda
búfjárafurða í landinu. Sú fram-
leiðsla sem verður umfram þetta
búmark skal einungis greidd með
fáanlegu útflutningsverði. Þetta
allt hafði í för með sér að töluvert
rnikið dró úr framleiðslu búfjár-
afurða, sérstaklega þó á mjólk. I
árslok var svo þannig komið að
skortur var orðinn á vissum
mjólkurafurðum á nokkrum stöð-
um á landinu. Þessi vöntun á
mjólkurvörum, eins og t.d. rjóma,
stafar þó meðal annars af því að
mesta mjólkurframleiðslan hefur
verið að sumrinu, en minnst um
miðjan veturinn.
Eins og að framan greinir varð
verulegur samdráttur í mjólkur-
framleiðslunni á liðnu ári. Inn-
lögð mjólk hjá M.H. 1980 varð
3.969.017 lítrar, en það er 16,3%
minnkun frá 1979. Þetta er mesti
samdráttur i mjólkurframleiðsl-
unni hjá einstöku samlagi á liðnu
ári. Tala mjólkurframleiðenda
var svipuð og árið áður. Minnkun
í mjólkurframleiðslu yfir landið í
heild varð 8,7%.
Þessi samdráttur hefur að
sjálfsögðu í för með sér verulega
og vaxandi erfiðleika í rekstri
samlagsins, sem meðal annars
hefur komið fram í því að nokkuð
hefur borið á skorti á valsaþurrk-
uðu dufti en M.H. er eini aðilinn
í landinu sem getur nú framleitt
það. Þá er einnig svo komið að
samlagið á Hvammstanga vantar
einnig mjólk til ostagerðarinnar,
við höfum ekki getað flutt nægi-
lega mikið þangað.
Á þessu ári er gert ráð fyrir að
kaupa í samlagið nýja skilvindu
og einnig hefur verið rætt um
kaup á nýrri og fullkomnari
mjólkurpökkunarvél.
Heildarlaunagreiðslur sam-
lagsins urðu 119 millj. kr. á árinu,
þar af til verktaka 34 millj.
Eftirtaldir bændur lögðu inn
80 þús. lítra mjólkur eða meira:
Holti Líndal, Lítrar
Holtastöðum........ 130.655
Jóhannes Torfason,
Torfalæk ........... 120.136
Páll Þórðarson,
Sauðanesi........... 114.067
Björn Magnússon,
Hólabaki ........... 106.169
Stefán Á. Jónsson,
Kagaðarhóli ........ 104.366
Valgarður Hilmarsson,
Fremstagili ......... 87.923
Bjarni Sigurðsson,
Eyvindarstöðum . . . 84.431
Sigurgeir Hannesson,
Stekkjardal ......... 83.664