Húnavaka - 01.05.1981, Page 197
HÚNAVAKA
195
Ingvar Þorleifsson,
Sólheimum ........ 82.126
Félagsbúið Holti,
Svínadal.......... 81.789
Á árinu 1979 lögðu 25 bændur
inn 70 þús. lítra eða meira, en á
árinu 1980 voru þeir aðeins 13.
Kaupfélag Húnvetninga.
Sala í verslunum félagsins var
um 3.600 millj. kr., en það er um
50% aukning.
Seld voru 2.175 tonn af fóður-
bæti, sem er u.þ.b. 32% sam-
dráttur frá 1979. Áburðarsala
varð svipuð og árið áður eða um
3.100 tonn.
Sýnilegt er að verulegs sam-
dráttar er farið að gæta í land-
búnaði héraðsins.
Vélsmiðja Húnvetninga.
Rekstur Vélsmiðju var með
svipuðu sniði og síðasta ár, heild-
arumsetning varð 382 millj. kr.
Arm S. Jóhannsson.
HEILBRIGÐISMÁL
ÍBÚÐIR ALDRAÐRA.
Þann 1. mars 1980 voru íbúðir
aldraðra hér á Blönduósi teknar í
notkun við hátíðlega athöfn, sem
fram fór í vistlegum húsakynnum
í kjallara hússins. Til þessarar
vígslu bauð byggingarnefndin
öllum þeim, sem að byggingunni
hafa staðið, sýslunefnd, þing-
mönnum kjördæmisins og fleiri
gestum. í baðstofu Héraðshælis-
ins þáðu gestir veitingar Kvenfé-
lagsins á Blönduósi og gátu á
þann hátt bæði rólfærir sjúkling-
ar og aðrir vistmenn Héraðshæl-
isins tekið þátt í hátíðahöldun-
um.
BYGGINGARSAGA.
Árið 1967 lét sýslunefnd Austur-
Húnavatnssýslu í samráði við
stjórn Héraðshælisins skipuleggja
lóðina í kring um Héraðshælið.
Samkvæmt því skipulagi skulu
rísa 3 læknabústaðir á bökkum
Blöndu, viðbygging við Héraðs-
hælið i átt að Svínvetningabraut
og síðan Dvalarheimili aldraðra
suður af Héraðshælinu. Þá var
gert ráð fyrir að á lóðinni rísi
einnig starfsmannahús fyrir aðra
en lækna, en frá þeirri hugmynd
hefur nú verið horfið. I stað þessa
hefur stofnunin eignast íbúðir
niðri í bænum. Þetta skipulag
gerði Arkitektastofan s.f. undir
stjórn þeirra Ormars Þórs Guð-
mundssonar og Örnólfs Hall, en
til þess fyrirtækis hefur jafnan
verið leitað um alla arkitekta-
þjónustu fram til þessa frá því
Héraðshælið var byggt.
Samkvæmt áður greindu
skipulagi var fyrsti læknisbústað-
urinn byggður á árunum 1968 til
1970 og nú 10 árum síðar tökum