Húnavaka - 01.05.1981, Page 199
HÚNAVAKA
197
tekta um teikningu hússins og
fyrirkomulag. Loks var svo langt
komið að af framkvæmdum gæti
orðið og kaus þá sýslunefndin
sérstaka byggingarnefnd. Var
haft svipað fyrirkomulag á þeirri
nefnd og var er Héraðshælið var
byggt á sínum tíma. Sýslunefnd-
in sjálf kaus 3 menn í nefndina,
þá Jón ísberg, sýslumann,
Guðmund Thoroddsen, útibús-
stjóra Búnaðarbankans og Sigur-
stein Guðmundsson, yfirlækni,
sem var kjörinn formaður nefnd-
arinnar. Einn var tilnefndur af
Sambandi Austur-Húnvetnskra
kvenna og var það frú Valgerður
Ágústsdóttir frá Geitaskarði, en
varamaður hennar var Elín Sig-
urðardóttir, Torfalæk, og sat hún
marga fundi nefndarinnar í fjar-
veru Valgerðar. Loks var einn
valinn frá Ungmennasambandi
Austur-Húnavatnssýslu og var
það Valgarður Hilmarsson, bóndi
á Fremstagili. I byggingarnefnd-
inni hafa þannig átt sæti 5 menn.
í ágúst 1977 sagði Guðmundur
Thoroddsen sig úr nefndinni
vegna anna, en í hans stað kom
Grímur Gíslason, fulltrúi. Alls
hélt nefndin 21 fund á bygging-
artimabilinu, þann fyrsta 11. júlí
1975, en þann síðasta 19. febrúar
1980.
í upphafi átti hér að rísa bygg-
ing með 5 íbúðum. Grunnurinn
undir húsið var óviss og því ekki
talið hagstætt að bjóða verkið út.
Byggingarnefndin tók því þá
ákvörðun á fyrsta fundi sínum að
semja við ákveðna byggingarað-
ila hér á Blönduósi um að grafa
fyrir húsinu, steypa sökkla og
botnplötu, en að bjóða verkið út
að öðru leyti. Samið var við
Byggingu s.f., en því fyrirtæki
stjórnuðu þeir Hlynur Tryggva-
son og Sigurjón Ólafsson, bygg-
ingameistarar. Hófust fram-
kvæmdir í ágúst 1975. Mjögerfitt
reyndist að vinna grunninn, bæði
fyrir það að djúpt var niður á fast,
einkanlega vestast og mikið vatn
safnaðist í grunninn. Af þessum
sökum var húsið fært nokkru
austar, eða nær Blöndubökkum,
en í upphafi var gert ráð fyrir.
Samt sem áður lentu undirstöður
vestasta hluta hússins á um 7
metra dýpi og var sá hluti
steyptur á stöplum. Á fundi í
byggingarnefndinni þann 21.
janúar 1976 kom fram sú hug-
mynd að bæta einni hæð ofan á
og auka þar með íbúðafjöldann
um helming. Ástæðan var aðal-
lega sú að okkur fannst grunnur-
inn orðinn nokkuð dýr og með
því að setja eina hæð ofan á og
auka þannig íbúðafjöldann kæmi
hver íbúð til með að verða til-
tölulega ódýrari en ella. Um ára-
mótin 1975-6 var byggingar-
kostnaður kominn í tæpar 6
milljónir. Þar af voru að vísu