Húnavaka - 01.05.1981, Síða 203
HÚNAVAKA
201
kærri þökk til hennar fyrir mikið
og óeigingjarnt starf, sem vel er
metið bæði af stjórnendum húss-
ins svo og þeim, sem njóta
kennslunnar. Ætlunin er að fara
hægt af stað, en auka svo fjöl-
breytnina eftir því sem áhugi er
fyrir hendi. Þegar þetta er skrifað
í mars 1981 hefur leiðsögn í bók-
bandi farið fram frá áramótum,
undir stjórn Ragnars Jónssonar
hér á Blönduósi. Er þess að vænta
að sem flestir taki þátt í þessari
starfsemi, en reynt verður að hafa
hana sem fjölbreyttasta svo hver
geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Ekki er þessi aðstaða hér fyrir-
huguð fyrir vistfólkið eingöngu,
heldur geta einnig aðrir sýslubú-
ar, sem komnir eru á þennan
aldur komið hér og stytt sér
stundir við föndur, spil og góðan
félagsskap.
Þess skal svo getið að kven-
félagskonur frá Kvenfélagi Ból-
staðarhlíðarhrepps, svo og Jónína
Björnsdóttir, starfsstúlka við
Héraðshælið, hjálpuðu við að
sauma gluggatjöld í íbúðirnar, en
efni er keypt frá Gefjun á Akur-
eyri.
Á byggingarnefndarfundi í des.
sl. var ákveðið að gefa húsinu
nafn. Auglýst var eftir nöfnum á
húsið og bárust margar tillögur.
Niðurstöður urðu þær að bygg-
ingarnefndin kom sér saman um
að húsið skyldi heita Hnitbjörg.
Ingvi Þór Guðjónsson, málara-
meistari, málaði nafnið fyrir ofan
innganginn í húsið. Auk þess
hefur byggingarnefndin látið
gera fagran lykil, en hann er
smíðaður af Hólmari Tryggva-
syni, smið hér á Blönduósi. Á
þennan lykil hefur verið festur
fagur silfurskjöldur og þar
áletrað, Hnitbjörg 1. 3. 1980. Við
vígsluathöfnina afhenti formaður
byggingarnefndar, Jóni ísberg,
sýslumanni, lykilinn, sem tákn
þess að íbúðir aldraðra voru
orðnar að veruleika.
Sigursteinn Guðmundsson.
NÝR ÚTIBÚSSTJÓRl.
Heildarinnlán við lok 18. starfs-
árs útibúsins um síðustu áramót
námu 2912 milljónum króna, og
höfðu þau aukist um 1092
milljónir á árinu eða 60%. Aukn-
ing þessi er undir meðalinnláns-
aukningu bankans í heild, sem
reyndist vera um 67%.
Innlán skiptust þannig:
Millj. gkr.
Almenn innlán 1026
Bundið fé 78
Vaxtaaukainnlán 1376
Veltiinnlán 432
Bundið fé hjá Seðlabanka ís-
lands nam í árslok um 477
milljónum króna og hafði aukist
um 237 milljónir á árinu.
Heildarútlán í árslok námu