Húnavaka - 01.05.1981, Page 205
HÚNAVAKA
203
ávaxta peninga sína, þannig að
þeir haldi verðgildi sínu.
Hinn 1. febrúar 1980 urðu úti-
bússtjóraskipti. Guðmundur H.
Thoroddsen lét af starfi útibús-
stjóra, sem hann hafði gegnt frá
árinu 1965, en við tók Sigurður
Kristjánsson, áður skrifstofustjóri
útibúsins. Guðmundur H. Thor-
oddsen gegnir nú starfi útibús-
stjóra í Hveragerði.
Starfsmenn útibúsins í árslok
voru 9, þar af 3 í hálfu starfi.
Sigurður Kristjánsson.
HALLDÓRA 107 ÁRA.
Þann 14. október 1980 varð
Halldóra Bjarnadóttir 107 ára
gömul og þar með elsti íslend-
ingur í manna minnum. Þegar
hún varð 105 ára bauð Kvenfé-
lagið Vaka á Blönduósi nokkrum
velunnurum hennar og kunn-
ingjum í afmælishóf í baðstof-
unni á Héraðshælinu til að gleðja
hina háöldruðu konu, og var það
til ánægju þeim er það sóttu. En
er hún varð 106 ára var haldið
upp á afmælið i stofunni þar sem
hún liggur en ekki í baðstofunni,
og fannst henni það miður. Þótt-
ist fólk greina að hún vildi hafa
það í baðstofunni og var svo á 107
ára afmælinu er gladdi hana
mjög þó að elli sæki fast á hana.
Stóð hófið í röskan klukkutíma og
voru þar samankomnir um 20
manns auk heimamanna. Höfðu
veislugestir komið sér fyrir áður
en hófið hófst og meðal þeirra var
níræður öldungur, Lárus Björns-
son bóndi í Grímstungu.
Elísabet Sigurgeirsdóttir for-
maður Sambands A.-Hún-
vetnskra kvenna, setti hófið og
bauð fólkið velkomið, en sam-
bandið stóð fyrir þessum fagnaði.
Birtist nú afmælisbarnið í
salnum og brosti hlýtt til gest-
anna og drukku menn hennar
skál, þar á meðal Lárus í Gríms-
tungu er tók að fræða Halldóru á
að hann væri ungur í anda og
æskuþelið óbugað. Ræddi hann
unglingsárin í hinum rómaða
Vatnsdal er hann hélt í hönd
Halldóru og bað hana að finna
hvað sveinshönd sín væri mjúk og
hlý. Sigursteinn Guðmundsson
læknir tók kvikmynd af hinu há-
aldraða æskufólki. Var þetta
ógleymanleg stund fyrir veislu-
gesti. Halldóra á gott æfikvöld á
Héraðshælinu, við góða virðingu
allra. Stjórn SAHK og kvenfé-
lagið Vaka á Blönduósi hafa sýnt
henni mikla tryggð og vináttu.
Hún er því ekki einmana á æfi-
kvöldi með æskufjörið þrotið,
heldur umvafin ást og hlýju.
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson.