Húnavaka - 01.05.1981, Page 207
HÚNAVAKA
205
yrði bólusetning á þeirra svæði
(þ.e. milli Blöndu og Miðfjarðar-
girðingar). Forráðamenn sauð-
fjárveikivarna stóðu gegn því, á
þeirri forsendu, að bólusetning
myndi slæva varkárni manna og
jafnvel flýta fyrir því að veikin
bærist á svæðið. Árið 1974 var
veikin fyrst staðfest fyrir vestan
Blöndu, og var þá ekki lengur
beðið með að hefja bólusetningu.
I dag er staðan þannig, að
austan Blöndu hefur veikin verið
staðfest á 11 bæjum (á einum
bænum í kú). Vestan Blöndu
hefur veikin verið staðfest á 7
bæjum, þar af í kúm á 3 bæjum.
Siguröur H. Pétursson,
dýralœknir, Merkjalœk.
FÁ ÚTKÖLL.
Á árinu 1980 voru 34 á aðalskrá
hjálparsveitarinnar og 31 styrkt-
arfélagi eða á aukaskrá. Eins og
árin á undan er það frekar fá-
mennur hópur félaga sem mest
mæðir á, og á það einkum við um
uppbyggingu hússins. Lítið hefur
reynt á félagana í sambandi við
útköll sem hafa verið í lágmarki,
en það kemur sér vel meðan verið
er að byggja upp.
Æfingar á árinu 1980 hafa
verið frekar slakar og því að
kenna að mestur krafturinn hefur
farið í að innrétta björgunarstöð-
ina. Þrjár gönguæfingar hafa
verið á árinu og er það alveg í
lágmarki, en strax og húsbygg-
ingin er frá rætist vonandi úr.
Eitt námskeið hefur verið á árinu
í hjálp í viðlögum hjá Ingva Þór
Guðjónssyni.
Tvisvar sinnum hefur komið
beiðni frá almannavörnum um
að vera í viðbragðsstöðu vegna
Kröfluelda. I fyrra skiptið var
það í janúar 1980 og síðan í nóv-
ember 1980. í bæði skiptin var
um að ræða björgun á verðmæt-
um í Kísiliðjunni. Einnig voru
menn H.S.S.B. að störfum við
hjálparstörf 16. og 17. febrúar
1981, en þá gekk ofsaveður yfir
landið með mikilli eyðileggingu.
Einnig var um smá aðstoð að
ræða á Hjaltabakka vegna þaks á
íbúðarhúsi. Þangað fóru 5 menn.
Á síðasta ári voru haldnir 9
stjórnarfundir, en mætingar voru
heldur í lakari lagi. Einn sveitar-
fundur var haldinn, þar mætti
um helmingur félaga. Engir
fundir voru sóttir út fyrir staðinn,
þar sem tímasetning þeirra hent-
aði okkur frekar illa.
Fjáröflun gekk allvel,
þar ber hæst flugeldasölu sem
tókst vonum framar. Farið var
heim á alla bæi í kring, einnig var
opinn markaður hér á staðnum í
þrjá daga. Brauðsala gekk sæmi-
lega fyrripart árs, mest var selt
um Húnavöku. Heldur dró úr
sölunni seinnipart árs vegna