Húnavaka - 01.05.1981, Page 223
HÚNAVAKA
221
HÉRAÐSFUNDUR
HÚNAVATNSPRÓFASTSDÆMIS.
Héraðsfundur Húnavatns-
prófastsdæmis var haldinn á
Hvammstanga sunnudaginn 14.
september að aflokinni messu-
gjörð. Predikun flutti sr. Andrés
Ólafsson á Hólmavík og fyrir alt-
ari þjónuðu sr. Árni Sigurðsson,
sr. Pálmi Matthíasson og sr.
Hjálmar Jónsson. Altarisganga
var í lok messu. Kirkjukór
Hvammstangakirkju söng við
organleik Helga Ólafssonar.
í messulok setti prófastur hér-
aðsfundinn og flu-ti yfirlitsræðu
sína um kirkjulega atburði og
minnisverð tíðindi í prófasts-
dæminu. Minntist hann í upp-
hafi máls síns þriggja manna er
látist höfðu á héraðsfundarárinu
og komið mjög við kirkjumál í
héraði, sr. Þorsteins B. Gíslasonar
prófasts, er þjónaði í 45 ár Stein-
nesprestakalli og var prófastur í
16 ár, Finns Árnasonar á Akr-
anesi eftirlitsmanns prestsetra og
kirkna, og Sigurðar Halldórsson-
ar bónda á Efri-Þverá í Vestur-
hópi, er sat lengi í sóknarnefnd og
var safnaðarfulltrúi.
Eitt prestakall er laust í
prófastsdæminu, Árnesbrauð í
Strandasýslu. Þá er í ráði að hefja
byggingu tveggja nýrra kirkna í
stað þeirra er nú standa: Hóla-
nesskirkju á Skagaströnd og
Blönduósskirkju. Þá mun ljúka á
þessu hausti endurbyggingu
Holtastaðakirkju.
Mikil viðgerð stendur nú yfir á
Staðarbakkakirkju í Miðfirði er
byggð var 1890. Var samþykkt á
safnaðarfundi 16. mars 1980 að
hefja viðgerðina á vordögum. Á
þessum fundi gáfu tveir bændur
sína milljónina hvor til þessara
verka. Hefur verkinu. skilað svo
vel áfram að aðeins er eftir að
mála húsið utan og innan.
Guðsþjónustur í prófastsdæm-
inu voru 325, sóttu þær 17.900
manns, altarisgestir voru 374,
skírnir 124 og hjónavígslur 15.
íbúatala Húnavatnsprófasts-
dæmis, Húnavatns- og Stranda-
sýslu er 5178 manns.
Fundinn sóttu auk fyrr-
greindra presta, sr. Yngvi Þ.
Árnason, sr. Róbert Jack og 17
safnaðarfulltrúar.
Eftir kaffiveitingar í boði
sóknarnefndar Hvammstanga-
kirkju flutti sr. Hjálmar Jónsson
erindi um messuform þjóðkirkj-
unnar er var hið fróðlegasta.
Hefur verið mjög á döfinni að
taka upp nýtt guðsþjónustuform
og var guðsþjónustan við upphaf
héraðsfundar að mestu sniðin
eftir því. Hafði sóknarpresturinn
látið fjölrita messuform handa
kirkjugestum. Urðu miklar um-
ræður um þetta mál. Það var mál
manna að það bæri að fara að