Húnavaka - 01.05.1981, Page 224
222
HÚNAVAKA
slíkum breytingum með gát, þó
breytinga væri þörf og æskilegt
væri að prentaður leiðarvísir um
þetta messuform væri til staðar í
kirkju til leiðbeiningar kirkju-
gestum.
Þá kom þessi tillaga er var
samþykkt:
Héraðsfundur beinir þeim til-
mælum til sóknarnefnda að nýta
til fulls heimild um sóknargjöld.
Einnig bendir fundurinn á að
æskilegast væri að sóknargjöld og
kirkjugarðsgjöld væru innheimt
með öðrum opinberum gjöldum,
eins og þegar er raunin í sumum
sóknum.
Að loknum fundi fóru fundar-
menn heim á prestsetrið, en þar
beið þeirra kvöldverður í boði
prestshjónanna sr. Pálma
Matthíassonar og Unnar Ólafs-
dóttur og sóknarnefndar
Hvammstangakirkju.
Um kvöldið sleit prófastur
héraðsfundinum með ritningar-
lestri og bænagjörð.
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson.
FRÁ SPARISJÓÐI
SKAGASTRANDAR.
Innlán voru í ársbyrjun 637
milljónir en 1.113 milljónir í árs-
lok, aukning 74,7%.
Innlánin skiptast þannig:
Millj.
401
Vaxtaaukareikningar ... 418
Verðtryggðir reikn.... 22
Hlaupareikningar...... 272
Útlán voru í ársbyrjun 622
milljónir en 968 milljónir í árslok,
aukning 55,5%.
Útlánin skiptast þannig:
Millj.
Vísitölubundin lán..... 133
Veðskuldalán ............. 3
Vaxtaaukalán............ 247
Víxillán ............... 151
Yfirdráttarlán........... 12
Bundið fé í Seðlabanka . 279
Innstæður í öðrum bönkum
........................... 143
Eiginfjárfesting Sparisjóðsins á
árinu 1980 var 90 millj. er skiptist
þannisr:
Millj.
Húseignin Höfði, endurb. 81
Húsmunir, vélar og áhöld. 9
Árið 1980, sem er 20. starfsár
sparisjóðsins, var gert upp með
rekstrarhalla er nam 3,3 milljón-
um króna. Þetta er eina árið með
hallarekstri.
Varasjóður var í árslok 32,1
milljón.
Bókfært verð fasteigna 129,2
milljónir.
Brunabótamatsverð fasteigna
er um 200 milljónir.
Um sl. áramót flutti Sparisjóð-
ur Skagastrandar úr húsnæði því
sem hann hefur haft til afnota frá
upphafi, eða rúm 20 ár, í hús-
eignina Höfða, sem hann hafði
Sparifjárreikningar