Húnavaka - 01.05.1981, Page 229
HÚNAVAKA
227
nefndan blautís og getur hún
framleitt 8 tonn á sólarhring.
Skipasmíðar o. fl.
Trésmíða- og skipasmíðastöð
Guðmundar Lárussonar h.f.
byggði á árinu sundlaugar og
hitapotta úr trefjaplasti. Eru
hitapottarnir í tengslum við
sundlaugarnar. Situr fólk gjarn-
an í þessum hitapottum og lætur
sér líða vel. Fyrsta sundlaugin
sem smíðuð var á verkstæðinu fór
til Steinsstaðaskóla í Lýtings-
staðahreppi í Skagafirði, ásamt
hitapotti. Mál sundlaugarinnar
var 8 m x 16,68 m og dýpt frá 0,90
m niður í 1,35 m. Hafa þessar
sundlaugar gefist vel og nú er
verið að framleiða á staðnum
fleiri slíkar fyrir skóla í Sandgerði
og Garðinum suður með sjó og
verða einnig hitapottar með
þeim. Verið er að undirbúa
sundlaugar fyrir fleiri staði og
skóla. Tíu trillubátar hafa verið
smíðaðir úr trefjaplasti í skipa-
smíðastöðinni. Ennfremur hafa
verið klæddir vatnsgeymar með
trefjaplasti og trefjaplast verið
lagt á tanka og húsþök. Þá hefur
trésmiðjan haft á hendi viðgerð á
húsum, og byggingu húsa á
staðnum, svo og annað þjónustu-
starf viðkomandi byggingum.
Sjómannadagurinn.
Sjómannadagurinn var haldinn
hátíðlegur sunnudaginn 1. júní,
sá fertugasti í röðinni. Hófst hann
með messugjörð í Hólaneskirkju
kl. 10.30 árdegis. Sjómenn gengu
þá frá bryggju í skrúðgöngu til
guðshússins. Sr. Pétur Þ.
Ingjaldsson söng messu og
predikaði.
Eftir messu staðnæmdust
kirkjugestir fyrir utan Hólanes-
kirkju við minnisvarða drukkn-
aðra sjómanna, en hann hafði
verið færður frá því að vera suð-
vestan við kirkjuhúsið, er nú
norðan við turn kirkjunnar. Var
það gert vegna hinnar fyrirhug-
uðu nýju Hólaneskirkju er rísa
skal fyrir neðan og sunnan gömlu
kirkjuna. Flutti sóknarprestur
ræðu og bæn, og Drífa Kristjáns-
dóttir lagði blómsveig á minnis-
varðann.
Eftir hádegi kl. 2 hófst almenn
samkoma hjá Hafnarhúsinu.
Stjórnaði henni Lárus Ægir
Guðmundsson, sveitarstjóri.
Ræðumaður sjómannadagsins
var Stefán Guðmundsson, al-
þingismaður á Sauðárkróki;
mæltist honum ágætlega. Einn
sjómaður var heiðraður með
merki sjómannadagsins, en það
var Kristinn Guðmundsson. Að
vanda fór fram kappróður í
Skagastrandarhöfn, en af bryggju
og skúffugarði er ágætt fyrir