Húnavaka - 01.05.1981, Page 231
HÚNAVAKA
229
sen, og Skeljungur á Bogabraut,
afgreiðslumaður lengi Ástmar
Ingvarsson, en á seinni árum
Jökulrós Grímsdóttir.
Er hið nýja hús hið vistlegasta
og stílhreint að allri gerð. Húsið
er ein hæð á steyptum grunni. Því
fylgir mikil lóð, sem vel hefur
verið jöfnuð og steypt múrbrún í
kring um hana. Á þessu svæði er
þvotta- og þurrkaðstaða fyrir bíl-
ana.
Bætir þessi nýja aðstaða úr
brýnni þörf bílaeigenda og við-
skiptamanna, er skulu njóta fyr-
irgreiðslu seljenda þessara kraft-
vökva, sem allar vélar ganga fyr-
ir, á sjó og landi. Trésmiðja
Guðmundar Lárussonar sá um
t>ygginguna-
Leiguíbúðir.
Leiguíbúðir í Höfðakaupstað, á
vegum Höfðahrepps, hafa verið í
byggingu undanfarið, en nú er að
fullu búið að ganga frá þeim, og
komnar í notkun. Þetta eru fjórar
íbúðir á Túnbraut 4 og er húsið
hið reisulegasta og íbúðir þægi-
legar.
Nú eru í smíðum á Túnbraut
11 fjórar íbúðir. Verktaki þar er
Sigurjón Ólafsson trésmiðameist-
ari á Blönduósi.
Ibúðir aldraðra.
Þann 4. nóvember 1980 voru
teknar í notkun fjórar íbúðir fyrir
aldrað fólk byggðar á vegum
Sýslusjóðs. Hver íbúð nægir
handa hjónum og er 65 m2.
íbúðirnar eru stór stofa, svefn-
herbergi, eldunarpláss og bað og
snyrting ásamt þvottahúsaðstöðu
og anddyri. Sérinngangur er fyrir
hverja íbúð. Er öllu komið þar
fyrir á hinn besta máta. Rafhitun
er í hverri íbúð.
Á því svæði sem húsið stendur
á, hefur verið gert skipulag fyrir
fleiri hús af þessu tagi, og vona
menn að Sýslusjóður muni halda
áfram með byggingu þeirra. Eð-
varð Hallgrímsson trésmíða-
meistari sá um byggingu íbúð-
anna.
Barnaskólinn.
Lokið var við efri hæð á viðbygg-
ingu við Höfðaskóla og hún tekin
í notkun í haust. Þar eru þrjár
kennslustofur, kennaraherbergi
og eitt herbergi handa skóla-
stjóra. Er þetta mikið hús og hef-
ur verið 3 ár í smíðum. Þegar allt
húsnæðið hefur verið tekið í
notkun eykst kennslurými skól-
ans um 100% og er það kennurum
og nemendum til mikils hagræð-
is. Er ætlast til að þetta hús verði
full frágengið á hausti komanda.
Húsið er teiknað á teiknistofu
Ormars Þór og Örnólfs Hall í
Reykjavík, en Fjarhitun innti af
hendi verkfræðiþjónustu.
Trésmíðaverkstæði Guðmund-