Húnavaka - 01.05.1981, Síða 235
HÚNAVAKA
233
húsið „Við borgum ekki, við
borgum ekki“ við húsfylli.
Kirkjulegar fréttir.
Þann 17. júlí 1980 var öldruðu
fólki á Skagaströnd boðið í
skemmtiferð til Skagafjarðar-
dala. Var ferðin farin á vegum
Hólaneskirkju fyrir forgöngu
Dómhildar Jónsdóttur. Var farið
í langferðabil. Ferðina kostuðu
Hólaneskirkja, Rækjuvinnslan
h.f., Hólanes h.f., Skagstrending-
ur h.f. og Saumastofan Viola.
Átján manns tóku þátt í ferðinni
og var fólk með nesti með sér. Var
haldið til Tungusveitar í Skaga-
firði og komið við á Reykjum og
skoðuð kirkjan þar. Síðan var
komið við í Laugarhvammi,
skoðuð gróðurhúsin og snætt
nesti. Var síðan haldið til Goð-
dala í Vesturdal, hins gamla
prestsseturs og kirkjustaðar. Hef
ég ekki séð betur girtan kirkju-
garð i hinum forna stíl. Þá var
haldið í Austurdal til Bústaða.
Á heimleiðinni var dvalið á
Mælifelli, prestssetrinu, og tók
fólkið sér matarbita í skjólrikum
garði prestshjónanna. Var prests-
frúin hin ræðnasta. Þá var skoðað
Glaumbæjarsafnið og haldið til
Sauðárkróks, og síðan heim til
Skagastrandar um Kolugafjall.
Veður var hið besta og þótti
fólki mikið til koma um Tungu-
sveit, er fæstir höfðu séð.
Kirkjuskóli Hólaneskirkju.
Kirkjuskólinn starfaði eins og að
undanförnu um aðra hverja
helgi. Sóttu hann að jafnaði um
50 börn. Störfuðu við hann
Dómhildur Jónsdóttir, Sigrún
Lárusdóttir og sr. Pétur Þ.
Ingjaldsson. Þann 17. maí fór
Kirkjuskólinn inn á Blönduós og
heimsótti Héraðshælið. Var hið
eldra fólk hælisins saman komið á
baðstofu. Börnin sungu, Dóm-
hildur Jónsdóttir las sögu og
sýndar voru litskuggamyndir. Að
lokum flutti sr. Pétur Þ. Ingjalds-
son hugleiðingu og bæn.
Hólaneskirkja.
Á sumri var tekinn grunnur að
hinni nýju Hólaneskirkju. Mold-
in var hreinsuð ofan af klöppinni
og sprengt fyrir sökkli kirkjunnar,
og er nú uppsláttartimbrið frá
Barnaskólabyggingunni, komið á
kirkjulóðina, en Höfðahreppur
lánar það til kirkjubyggingarinn-
ar. Umsjónarmaður með þessu
verki var Guðmundur Lárusson
trésmíðameistari.
Gjafir til hinnar nýju kirkju
voru miklar. Rækjubátarnir
Auðbjörg, Húni, Helga Björg og
Hringur gáfu eitt tonn af rækju
hver. Við aflann í landi unnu 32 í
4-8 klst. hver og gáfu vinnu sina.
Rækjuvinnslan h.f. léði hús og
aðra aðstöðu. Söluverðmæti afl-
ans var 2.470.000,- krónur. Vik