Morgunblaðið - 08.05.2015, Page 9

Morgunblaðið - 08.05.2015, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Gallabuxur 36–46/48 Str: 13.900 kr. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16 Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur selur að þessu sinni lyklakippur frá Tulipop í árlegu fjáröflunarátaki sínu. Átakið hófst í gær þegar Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, keypti fyrstu lyklakippuna, en sjóðurinn sem stofnaður var árið 2012 styrkir konur á öllum aldri til náms. „Sú yngsta sem nú þiggur styrk er fædd árið 1996 en sú elsta 1961 en styrkþegar koma frá öllu landinu,“ segir Anna H. Pétursdóttir, gjaldkeri sjóðsins. Mæðrastyrksnefnd átti hugmyndina að stofnun þessa sjóðs sem gjarnan er kallaður menntunar- sjóður kvenna. Anna vonast til þess að 2,5 milljónir náist með átakinu en hönnuðir Tulipop gefa hönnun sína og Blómaval mun styrkja söfnunina með hverj- um seldum mæðradagsblómvendi. Ásgerður Breiðfjörð Ólafsdóttir, styrkþegi, sem útskrifast nú í vor úr tómstunda- og félagsmála- fræðum, segir styrkinn hafa breytt lífi sínu og eflt sjálfstraust mikið. „Þetta hefur breytt lífi mínu, að vera láglaunamanneskja með litlar tekjur og geta menntað sig á þessu sviði sem ég vildi, eiga mögu- leika á betri launum og bara víkka sjóndeildarhring- inn. Menntun hjálpar manni,“ segir Ásgerður. „Ég var í endurhæfingu vegna áfallastreituröskunar þessi þrjú ár meðan á námi stóð og námið hjálpaði mér gríðarlega við að ná bata.“ Lítið brottfall Anna gleðst yfir því að brottfall styrkþega úr skóla er lítið en áhrif styrkjanna mikil. Hún segir ekki hafa þurft að hafna mörgum umsóknum en 69 styrkir hafi verið veittir frá stofnun sjóðsins og hafa þeir verið veittir til 52 kvenna. Greidd eru skólagjöld að hámarki hundrað þúsund krónur á ári og styrkur til bókakaupa sem nemur að hámarki 30.000 krónum á önn. Lyklakippan kostar 2.500 krónur og er til sölu víða, m.a. í Lyfju og Epal. brynjadogg@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Styrkur Í ár fá 27 konur styrk til náms. Guðríður Sigurðardóttir, formaður menntunarsjóðsins, Kristín Ing- ólfsdóttir, rektor HÍ, Signý Kolbeinsdóttir, hönnuður Mæðrablómsins og María Björg Sigurðardóttir. Styrkir til kvenna  Menntunarsjóður kvenna selur lyklakippur Rektor fyrsti kaupandinn  Lítið brottfall styrkþega úr námi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eftir að Hótel Saga var opnuð um miðjan sjöunda áratug liðinnar aldar var Súlnasalurinn helsti skemmti- staður landsins. Ragnar Bjarnason söng þar í 19 ár og kl. 22-01 annað kvöld verður ballstemningin þar end- urvakin. Ragnar Bjarnason og Þur- íður Sigurðardóttir syngja með Grét- ari Örvarssyni, hljómborðsleikara og söngvara, og Hans Jensen saxófón- leikara, en þeir kalla sig einfaldlega Hans og Grétar. Grétar Örvarsson segir að for- svarsmenn Hótels Sögu (Radisson BLU Hótel Saga) við Hagatorg hafi fengið margar óskir um að halda dansleiki eins og á árum áður og hann hafi verið beðinn um að hóa saman bandi. Það hafi verið auðvelt og dansinn eigi eftir að njóta sín í Súlnasalnum sem fyrr. Eftir að hótelið var opnað söng Ragnar Bjarnason þar fyrstu 19 vet- urna en var á ferð um landið á sumr- in, bæði með hljómsveit Svavars Gests og Sumargleðinni. Hann segist samt aldrei hafa farið langt frá Sögu, verið eins og grár köttur og skemmt þar reglulega. „Þetta er mitt annað heimili,“ segir hann. „Ég er oft þarna. Ég læt klippa mig þarna, fer í bankann þarna og syng þarna tölu- vert á einkaskemmtunum og svona.“ Súlnasalurinn er staðurinn Raggi hefur bundist Súlnasalnum sterkum böndum. „Á sínum tíma var Súlnasalurinn staðurinn, the place. Það yndislegasta við hann var það að ef eitthvað gerðist í Reykjavík þá var það í Súlnasalnum. Pressuböllin voru til dæmis stór og mikil, ég söng þar líka fyrir þjóðhöfðingja, nýárskvöldið var óborganlegt og þar voru allar stærri árshátíðir og aðrir mannfagn- aðir.“ Margir sem komnir eru yfir miðj- an aldur sakna þessara gömlu, góðu balla, þar sem gestir dönsuðu til dæmis valsa, tangó, polka og rokk og ról allt kvöldið. Raggi segir að fólk dansi enn, þó það hafi ekki verið í boði á opinberum böllum, en nú gef- ist tækifærið og það verði bara gam- an. Síðastliðið haust hélt Raggi af- mælistónleika í Hörpu í tilefni 80 ára afmælis síns og hann hefur ekki sleg- ið slöku við síðan. Hann segist ekki oft leiða hugann að því hvað hann hafi sungið lengi en á skemmtun með eldra fólki fyrir skömmu hafi hann verið minntur á það. „Þá kom ein kona til mín, gekk rólega yfir salinn og sagði: „Komdu blesssaður, Ragn- ar minn.“ „Komdu blessuð,“ svaraði ég.“ „Ég sá þig fyrst 1947,“ hélt hún áfram. Drottinn minn dýri, hugsaði ég með sjálfum mér. Þá var ég 13 ára. „Hvar sástu mig?“ spurði ég hana. „Hvar sá ég þig?“ svaraði hún. „Ég sá þig þar sem þú varst að spila á trommur með pabba þínum í veisl- unni hjá henni Toggu systur.““ Raggi er ekkert að hætta. „Þegar ég sé að eitthvað fer að bila held ég lokatónleika og kveð með stæl.“ Gleðigjafar Þuríður Sigurðardóttir og Ragnar Bjarnason söngvarar. Raggi Bjarna og Þuríður syngja á balli í Súlnasalnum  Raggi: „Eins og mitt annað heimili“ Hæstiréttur mildaði í gær refsingu manns sem var sakfelldur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári fyrir að hafa sparkað í tvígang af miklu afli í höfuð og andlit annars manns. Við ákvörðun Hæstaréttar var litið til þess að afleiðingar árásarinnar voru ekki alvarlegar. Manninum var gefin að sök sér- staklega hættuleg líkamsárás með því að hafa aðfaranótt 9. mars 2013 sparkað tvívegis af miklu afli í höfuð og andlit manns með þeim afleiðingum að hann hlaut bólgu á efri og neðri vör, bólgu í kringum vinstra auga og hruflsár á vinstri framhandlegg. Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í eins árs og tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi en í gær var dómurinn mildaður í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákærði neitaði sök fyrir dómi. Fyrir dómi kvaðst hann hafa lent í ryskingum við brotaþola en upp- tök þeirra hafi verið þau að brota- þoli hafi fengið farsíma ákærða lánaðan, en ekki viljað skila hon- um. Að sögn ákærða sló brotaþoli hann og var hann að verjast frek- ari árásum með því að sparka í brotaþola. Hann sagðist þó ekki muna eftir því að hafa sparkað í höfuð hans. Sparkaði af miklu afli í höfuð mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.