Morgunblaðið - 08.05.2015, Page 16

Morgunblaðið - 08.05.2015, Page 16
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Einhverjir hafa furðað sig á fjölda einkaþotna á Akureyrarflugvelli und- anfarið. Skýringin er svo sem ekki flókin og í aðra röndina skemmtileg: efnaðir útlendingar vilja renna sér á skíðum af fjallatoppum við Eyjafjörð. Lenda á Akureyri, stíga upp í þyrlu og svífa norður á skíðasvæðin. Er það ekki hið besta mál? Ég hef aldrei stig- ið á „fjallaskíði“ en það hlýtur að vera býsna gaman …    Hátíðin List án landamæra, þar sem fatlaðir sýna listaverk af ýmsu tagi, var sett fyrir sunnan um daginn, en við hátíðlega athöfn í Hofi á Akur- eyri í gær. Listamaður hátíðarinnar er Akureyringurinn Karl Guðmunds- son, Kalli. Voru verk hans kynnt í Hofi og síðan flutt leikgerð af sögu Jóns Hlöðvers Áskelssonar, af nem- endum Fjölmenntar, í leikstjórn Skúla Gautasonar.    Fyrsti hápunktur átaksins Akur- eyri á iði verður á morgun, laug- ardag, þegar íþróttafélög innan Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) kynna starfsemi sína fyrir bæjar- búum. Þá verður einmitt haldið form- lega upp á 70 ára afmæli ÍBA með þeim hætti að bæjarbúum gefst kost- ur á að spreyta sig við hinar ýmsu að- stæður: flot í Sundlaug Akureyrar, jógatímar, karate, golf, fullorðins- fimleikar, sjósund og sjálfsnudd. Langa ekki alla að vera með?    Vert er að geta þess að í dag, föstudag, verður hinum ýmsu starfs- stéttum att saman í skriðsunds- keppni sundfélagsins Óðins.    Í Akureyrarlaug verður meðal annars spurt: Eru prestar sneggri en bæjarfulltrúar? Una íþróttakennarar sér betur í vatni en tónlistarmenn? Eru fastagestir laugarinnar hrað- syndari en starfsmenn hennar?    Ljóst er að athyglisvert verður að koma við í Akureyrarlaug á morgun. Eins gott að Ragnheiði Runólfs- dóttur, annarri konunni sem kjörin var íþróttamaður ársins á Íslandi (og er nú þjálfari hjá sundfélaginu Óðni), er ekki stefnt gegn blaðamanni Morgunblaðsins sem fjallaði um hana á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Það yrði líklega vandræðalegt þótt ég nefni ekki fleiri nöfn í þessu sam- bandi …    Hvernig væri að bjóða mömmu í ekta kvenfélagskaffi í tilefni mæðra- dagsins? er spurt í tilkynningu. Á sunnudaginn verður heitt á könnunni og kræsingar á borðum í Pakkhúsinu, Hafnarstræti 19 á milli kl. 14 og 17 þar sem Hlífarkonur halda árlegt kaffisamsæti. Rétt að taka fram að posar verða ekki tengdir …    Samsýningin Sköpun bernsk- unnar verður opnuð í Ketilhúsinu um helgina. Þátttakendur eru nemendur leik- og grunnskóla Akureyrar, tíu myndlistarmenn og Leikfangasýn- ingin í Friðbjarnarhúsi.    Uppistandarinn Fíllinn, Sigur- vin Jónsson, fagnar 50 ára afmæli í dag og heldur upp á það með skemmtikvöldi á Græna hattinum. Þar skemmtir hann ásamt ýmsum vinum sínum. Rokkhljómsveitin Dimma verður svo með tónleika á staðnum á laugardagskvöldið. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Engin landamæri Listamaðurinn Kalli í Hofi í gær. Við hlið hans er framkvæmdastýran Íris Stefanía Skúladóttir. Þyrluskíðaferðir án landamæra 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Nýtt happdrættisár DAS er að hefjast. Sigurður Ágúst Sigurðsson forstjóri segir helstu breytinguna vera þá að íbúðarvinningar fari úr þremur í sex en hver íbúðarvinn- ingur er að verðmæti 30 milljónir króna. „Íbúðirnar í ár eru að eigin vali, það er frjálst hvort fólk kaupir íbúð eða ekki, það getur líka fengið bara peninginn. Hér áður fyrr vor- um við mikið með íbúðir en við höf- um dregið út nærri 150 íbúðir. Það hefur verið reynslan í gegnum tíð- ina að fólk vill oft frekar fá pening- inn og geta valið hvað það vill. Þetta er verðmæti þriggja her- bergja íbúðar, þannig lagað,“ segir Sigurður. Hann segir það hafa verið stóra ákvörðun að bæta við þremur íbúð- arvinningum í vinningaskrána. Næstum annan hvern mánuð sé dregin út íbúð þó suma mánuði sé dregið út tvo mánuði í röð og því geti komið tveggja mánaða hlé milli íbúðarvinninga. Happdrættisárið hefst 12. maí næstkomandi en fyrsti íbúðarútdrátturinn verður í lok mánaðarins. Stærri og fleiri vinningar Á nýju happdrættisári DAS mun fjöldi vinninga aukast um 10% en yfir 51 þúsund skattfrjálsir vinn- ingar verða dregnir út á árinu. Nýtt happdrættisár DAS felur jafn- framt í sér 15% hækkun heildar- upphæðar vinninga. „Miðaverð hækkar, fer úr 1.300 krónum í 1.500, þannig getum við hækkað vinningsupphæðir og gert þær meira aðlaðandi. Við erum að hækka bæði fjárhæðir en líka að fjölga vinningum, við fjölgum vinn- ingum um 18%,“ segir Sigurður. Meðalaldurinn lækkar Sigurður segir áskrifendahópinn hafa tekið örlitlum breytingum þar sem yngra fólk kaupir áskrift í auknum mæli. „Meðalaldur áskrif- endahóps er aðeins að lækka. Við drögum líka vikulega svo það er alltaf verið að tilkynna vinninga. Við leggjum mikið upp úr því að fólk fái sem flottasta vinninga en við erum líka með bestu vinnings- líkurnar af þeim happdrættum sem draga vikulega á Íslandi,“ segir Sigurður. Hann segir flesta vera í áskrift en einnig séu þó seldir stak- ir miðar, fólk þurfi þó að passa vel að miðinn sé endurnýjaður. Í lok síðasta happdrættisárs var dregið um rausnarlegan aðalvinning, íbúð að eigin vali að upphæð 30 milljónir króna. En eigandi miðans varð þó af vinningnum þar sem hann hafði hætt að endurnýja miðann fyrir ári. 61. starfsárið að hefjast Sigurður segir DAS hafa verið fjárhagslegan bakhjarl að uppbygg- ingu fyrir dvalarheimili aldraðra al- veg frá upphafi. Undanfarin ár hafi áherslan verið á að innrétta og end- urbæta Hrafnistu í Reykjavík, til dæmis með endurbótum á matsal. „Við opnuðum meðal annars umtal- aðasta bar í Reykjavík, Skálafell,“ segir Sigurður. brynjadogg@mbl.is Helmingi fleiri íbúðarvinningar  Nýtt happdrættisár DAS  Sex íbúðarvinningar  Áskrifendur yngri Hrafnista DAS hefur innréttað og bætt heimilið síðustu árin. Samherji hefur fest kaup á 20 ára gömlu uppsjávarskipi frá Leirvík á Hjaltlandseyjum og tekur við skip- inu í dag. Það hét áður Antares, en fær nú nafnið Margret EA. Veiðar- færi fylgdu með skipinu sem fer fljótlega á kolmunnaveiðar. Skip- stjóri fyrst um sinn verður Sturla Þórðarson frá Neskaupstað. Samkvæmt upplýsingum Krist- jáns Vilhelmssonar, framkvæmda- stjóra útgerðarsviðs Samherja, verður skipið einkum notað til veiða á loðnu og kolmunna. Skipið var smíðað í Noregi fyrir 20 árum, en það var lengt árið 2009 og er 73 metra langt og 13 metrar á breidd. Það tekur 2.300 tonn í RSW-kæli- tanka. Suður af Færeyjum Íslensku uppsjávarskipin hafa undanfarið verið að veiðum í fær- eyskri lögsögu suður af Færeyjum. Frá áramótum er búið að veiða rúmlega 70 þúsund tonn eða um þriðjung aflaheimilda. Þrjú skip hafa landað yfir níu þúsund tonnum í ár, Beitir NK, Jón Kjartansson SU og Hoffell SU. Mjög slæm tíð hefur verið á miðunum alla vertíðina. aij@mbl.is Á kolmunnaveiðar Antares frá Leirvík fær nú nafnið Margret EA. Samherji kaupir 20 ára uppsjávarskip þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.