Morgunblaðið - 08.05.2015, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.05.2015, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 FERÐASUMAR 2015 ferðablað innanlands SÉRBLAÐ PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 18. maí. Í blaðinu verður viðburðardagatal sem ferðalangar geta flett upp í á ferðalögum um landið og séð hvað er um að vera á því svæði sem verið er að ferðast um í. –– Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út sérblað Ferðasumar 2015 ferðablað innanlands föstudaginn 22. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Undirritaður er með stúdentspróf úr stærðfræðideild sam- kvæmt gamla skól- anum, þar sem, auk raungreinanna, var lögð mikil áherzla á málanám í íslenzku, dönsku, ensku, þýzku, frönsku og latínu. Hann er með M.Sc.- og Ph.D.-próf frá einum bezta lyfjafræðiháskóla heimsins á þeim tíma og margra áratuga reynslu í lyfjaþróun (drug formulation science) hjá fyrirtæk- inu Actavis, sem nú er orðið meðal tíu stærstu lyfjafyrirtækja heims- ins. Það er mín reynsla, að öflug undirstöðumenntun skiptir öllu máli til þess að hægt sé að ná um- talsverðum árangri í nýsköpun á stuttum tíma. Því miður hafa kröf- ur til stúdentsprófs hér á landi hríðfallið frá því er ég var í skóla. Nýútskrifaðir lyfjafræðingar frá Háskóla Íslands kunna yfirleitt bara hrafl í ensku, eru varla tal- andi á dönsku, lítt læsir á þýzku og kunna ekkert í frönsku né lat- ínu. Mér er tjáð, að þessi stórkostlega gengisfelling á stúd- entsprófinu hafi verið gerð að fyrirmynd frá BNA, og þá er það gjarnan látið fylgja með, að BNA-menn séu fremstir á öllum sviðum. Þess er auð- vitað látið ógetið, að meginintellektían í há- skólum BNA kemur frá stúdentum frá er- lendum mennta- skólum, ekki sízt í Asíu, þar sem gerðar eru himinhærri kröfur en krossaprófa frá skólum í BNA. Ég mun ekki fjölyrða um þetta frekar hér, en bendi á metsölubók N.N. Taleb: The Black Swan, Random House, 2010, máli mínu til frekari stuðnings. Með hliðsjón af þessu lízt mér afleitlega á áform um að stytta nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú, sem er yfirlýst mark- mið núverandi menntaráðsmanns. Meginröksemdirnar eru að hans mati tvær: Annars vegar „of hár aldur“ íslenzkra stúdenta (20 ár; ég varð stúdent 22 ára!) og svo „sparnaður“ upp á 3-4 milljarða kr. á ári. Starfsgeta byggð á öfl- ugri menntun verður ekki metin til fjár; sem viðmið má benda á, að velta Actavis er nú um 3.000 millj- arðar króna á ári, eða um þúsund sinnum meiri en meintur „sparn- aður“ ráðsmannsins. Stytting náms til stúdentsprófs getur að- eins þýtt eitt: þ.e. enn frekari gengisfellingu á menntun stúd- enta. Ég er ekki einn um það að hafa þungar áhyggjur af þessu máli. Rektor MR, elzta og bezta menntaskóla landsins, hefur ítrek- að reynt að fá undanþáguheimild frá menntaráðsmanni til fjögurra ára námsbrautar til stúdentsprófs en ráðsmaður hefur ekki látið svo lítið að svara þessum umleitunum. Hvort hér er um að ræða vald- hroka eða fávísi veit ég ekki. Hitt er næsta víst, að ef svo fer fram sem horfir mun ráðsmaður ekki kemba hærurnar á stóli sínum eft- ir næstu alþingiskosningar. Gengisfelling stúdentsprófs Eftir Reyni Eyjólfsson Reynir Eyjólfsson » Því miður hafa kröf- ur til stúdentsprófs hér á landi hríðfallið frá því er ég var í skóla. Höfundur er doktor í lyfjafræði. Þann 6. maí 2015 voru 175 ár liðin frá því að fyrsta frímerkið var gefið út, en það var í Englandi 1840. Þar á undan höfðu póstsend- ingar eingöngu verið stimplaðar, burðargjald greitt eftir á við afhend- ingu og gjaldið miðað við þyngd bréfs og þá vegalengd sem það var flutt. Þetta olli í mörgum tilfellum vandræðum og ruglingi. Þegar frí- merki voru tekin í notkun 1840, varð breyting á, því þau voru kvittun fyrir því að greitt hefði verið fyrir póst- sendinguna fyrirfram. Fyrstu frí- merkin voru dökkgrá að lit, og með mynd af Viktoríu drottningu, að verðgildi eitt penní, sem í daglegu tali var nefnt Penny Black. Upphafsmaður að gerð og notkun frímerkja hét Rowland Hill og var kennari og skólastjóri, Árið 1837 gaf hann út rit, þar sem fjallað var um nauðsyn þess að endurskoða og bæta ensku póstþjónustuna. Hann lagði m.a. til, að burðargjald fyrir almenn- ar bréfasendingar innanlands yrði samræmt, og haft það sama fyrir allt landið, eða eitt penní. Þannig myndi fjöldi póstsendinga aukast, allur al- menningur gæti sent bréf, og tekjur Póstsins vaxa. Breska þingið tók málið til umfjöllunar og skipaði sér- staka þingnefnd í þessu skyni. Lyktir málsins urðu þær, að það var sam- þykkt 1839, ennfremur að burðar- gjald innanlands, fyrir venjulegt 28 gramma sendibréf, yrði eitt penní. Í framhaldi af samþykkt þingsins, ákvað Pósturinn í samráði við R. Hill, að gefa út frímerki til álímingar á bréfasendingar, sem kvittun fyrir því að burðargjald hefði verið greitt. Vin- sældir þessa nýja fyrirkomulags urðu geysimiklar, því þegar fyrsta daginn 6. maí 1840 voru 112 þúsund bréf afhent á aðalpósthúsinu í Lond- on, sem var gífurleg aukning frá því sem áður var. Samhliða hinu dökk-gráa eins pen- nys merki var gefið út blátt frímerki, einnig með mynd af drottningunni, að verðgildi 2 penní og næsta útgáfa þar á eftir var árið 1847. Framan- greindar útgáfur voru allar með ótökkuðum merkjum, þannig að klippa þurfti þau út úr örkunum, sem þótti óhentugt, þannig að frá og með 1854, birtust tökkuðu frímerkin eins og þekkjast allt til þessa dags, enda mun þægi- legri í meðförum. Fljótlega eftir að út- gáfa frímerkja hófst, vaknaði áhugi á að safna þessum litlu mið- um. Of langt yrði að rekja upphaf þeirrar sögu, en án efa mun söfnun bresku konungsfjöl- skyldunnar á frímerkum og frí- merkjatengdu efni einna þekktust. Í eigu bresku konungsfjölskyldunnar er viðfrægt safn: Hið konunglega frí- merkjasafn, sem á sér uppruna árið 1856, þegar tveir prinsar, Prinsinn af Wales, síðar Georg 7. konungur og yngri bróðir hans Alfreð prins, báðir synir Viktoríu drottningar, fengu að gjöf prentmyndamót af 6 pennía frí- merki sem koma átti út síðar. Frímerkjasafnið stækkaði og jókst eftir því sem árin liðu, og var það eins og áður sagði, einkaeign bresku kon- ungsfjölskyldunnar. Safnið gekk í erfðir milli þjóðhöfðingjanna, en þeir voru eins og gefur að skilja, mismun- andi áhugasamir. Einna ötulastur við söfnunina var þó Hertoginn af York, sem síðar varð Georg 5. konungur. En hann tók við krúnunni þann 6. maí 1910, eða nákvæmlega 70 árum eftir útkomu fyrsta frímerkisins. Sú saga er sögð af Georg 5. þegar hann var hertogi af York, að hirðmaður einn hefði tjáð honum að einhver fá- ráðlingur hefði nýverið keypt eitt frí- merki fyrir 1.400 pund, sem þá var geipifé. Hertoginn svaraði að bragði: „Fáráðlingurinn, hann var ég.“ Eftir dauða Georgs 5. tók Eðvarð 7. við safninu, og síðan Georg 6. En nú er safnið í eigu og umsjá Elísabet- ar 2. drottningar. Frímerkjasafnið sem nú orðið er mjög stórt, saman- stendur eingöngu af frímerkjum og frímerkjatengdu efni frá Stóra- Bretlandi og Samveldislöndunum, og er án efa hið fullkomnasta í heimi á sínu sviði. Við safnið eru starfsmenn sem fylgjast með frímerkjum og öðru efni sem fáanlegt er, auk þess að ann- ast utanumhald og sýningar. Frímerkjasaga Íslands hefst 1873 eða 33 árum síðar, þegar fyrstu ís- lensku frímerkin komu út, eða skild- ingamerkin. Um var að ræða 7 al- menn frímerki og 3 þjónustumerki. Frímerkjaútgáfa og -notkun á Ís- landi, hefur þannig staðið í 142 ár, en hin síðari ár hefur hún eitthvað dreg- ist saman, eins og í flestum ná- grannalöndum. Áhugi á söfnun ís- lenskra frímerkja, einkum þeim eldri, hefur þó ávallt verið mikill. Frímerkið 175 ára Eftr Sigurð Thoroddsen » Fyrstu frímerkin voru dökkgrá að lit, og með mynd af Viktor- íu drottningu, að verð- gildi eitt penní. Sigurður Thoroddsen Höfundur er arkitekt. Safnari Hertoginn af York, sem síð- ar varð Georg 5. konungur, var öt- ull frímerkjasafnari. Penny Black Fyrstu frímerkin voru dökkgrá með mynd af Viktoríu drottningu. Fækkað hefur fuglakvak í friðlandinu á Ströndum. Tófan öll á burt og bak, en bara fólk á röndum. (Þ.G.) Ekki er mér harms- efni að refastofninn á Hornströndum „sé hruninn“ eins og haft er eftir Ester Rut Unn- steinsdóttur spen- dýravistfræðingi í Mbl. 16. mars. Betur að satt væri, en því miður hafa sam- bærileg fjölmiðlaupphlaup Esterar undangengin ár haft mun meira skemmtanagildi en óhlutdrægan og traustan vísindagrunn. Í grein í Mbl. 16. des. sl. sem nefndist „Er Nátt- úrufræðistofnun og Ester Rut end- anlega gengin af göflunum“ rakti ég nokkuð feril þessarar sérstæðu vís- indakonu, eins og hann kemur okkur veiðimönnum fyrir sjónir og skal nú sá þráður aftur upp tekinn. „Vetrarveiðar stækka refastofninn“ Í maíbyrjun síðasta vor fór Ester í útvarpsfréttir með þá „visku“ sína að veiðar á refum að vetrinum við útburð eða agn, hjálpuðu „veikburða dýrum“ til að lifa veturinn af og stórykju frjó- semi þeirra læða sem gengju óskadd- aðar frá þessu veisluborði okkar þess- ara „500 veiðimanna“. Auðvitað nást ekki allar læður sem ganga í útburð, hversu vel sem skyttur reyna að standa að málum, en margar þeirra falla líka fyrir ljósaskyttum áður en til gots kemur. Ef vel er staðið að grenja- vinnslu verða ekki margir „útburðar“- yrðlingar sem upp komast og að þeir vegi þyngra til stofnaukningar en þús- undir vetrarveiddra refa til fækkunar, er svo mikið bull að engu tali tekur. Kjarni þessa máls er, að læðan sem skotin er í vetur gýtur ekki í vor. Þá er Ester almennt talin höfundur reglu- gerðardraga, veiðihamlandi og fárán- legra, sem Náttúrufræðistofnun ætlaði að setja sveitarfélögunum sem skilyrði þess að þau fengju aðild að 30 milljóna króna ríkisstuðningi til að létta sér róð- urinn við grenjavinnslu. Sveitarfélögin og samtök veiðimanna stöðvuðu, a.m.k. í bili, þessa kúgunaratlögu. Kúvending Í Mbl. 25. október sl., fimm mánuðum eftir að Ester hafði haft þungar áhyggjur af fjölgun refa vegna vetrarveiða, snýr hún við blaðinu „tófum fari nú fækkandi, óheillaþróun sem byrjað hafi 2008 og sér ekki fyr- ir endann á“. Bæði í Mbl. og Bændablaðinu var farið fram á það við Ester að hún færði sönnur á þessa staðhæfingu sína sem stangaðist algerlega á við vitnisburði allra annarra ábyrgra aðila. Það var fátt um svör nema þó þau, að hún hefði í vor fundið tug tófuhræja í friðlandinu á Hornströndum. Í fyrirlestri sem Ester hélt fyrir skömmu og greint hefur verið frá í fjöl- miðlum, getur hún um „afkomubrest“ Hornstrandarefs, mörg dýr hafi fund- ist dauð, færri pör hafi komið yrðling- um á legg og margir þeirra drepist. „Hátt magn kvikasilfurs hafi fundist í tófum við ströndina“ – ekki nefnt hvar „Verið geti að mengun sé meiri á þessu svæði en annars staðar, þar sem uppistaða fæðunnar séu sjófuglar og sjórekin spendýr.“ „Þá bendi margt til þess að ágangur ferðamanna hafi neikvæð áhrif á af- komu yrðlinga.“ Sem næsti nágranni Honstrandarefa á byggðu bóli og hafandi skrifað margt ljótt um þá, fór ég nú heldur betur að sperra eyrun og reyna að greina þessa speki. Niðurstöðurnar biða næstu greinar. Spendýravistfræð- ingur á villigötum Eftir Indriða Aðalsteinsson Indriði Aðalsteinsson »Kjarni þessa máls er, að læðan sem skotin er í vetur gýtur ekki í vor. Höfundur er sauðfjárbóndi á Skjaldfönn v/Djúp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.