Morgunblaðið - 08.05.2015, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.05.2015, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 29.04.15 - 05.05.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Viðrini veit ég mig vera Óttar Guðmundsson Í fangabúðum nazista Leifur H. Muller Mörk Þóra Karítas Árnadóttir Hilma Óskar Guðmundsson Breyttur heimur Jón Ormur Halldórsson Biðlund Nora Roberts Andersenskjölin Eggert Skúlason Ingunn Snædal - Ljóðasafn Ingunn Snædal Ekki snúa aftur Lee Child Almanakið Ólafur Jóhann Ólafsson Hún var merkileg fréttin um leifar Lækjarkots, sem kom hér í blaðinu nýlega. Ef svo reynist vera, að þarna hafi fundist rústir þessa sögufræga bæjar, þá skora ég á Minjavernd að láta hanna bygg- inguna, sem á að reisa á lóðinni, þannig, að rústirnar verði sýnilegar gestum og gangandi, og sömuleiðis steinhleðslurnar, sem sýna stærð Tjarnarinnar, því að það er engin ástæða til að hafa svona merkar minjar ósýnilegar í felum undir steinsteypu. Frekar á að draga þær fram í dagsljósið og sýna þær sem hluta af sögu Reykjavíkur. Svona minjar eru einmitt það, sem erlend- ir ferðamenn vilja sjá á hverjum stað, og við borgarbúar viljum sömuleiðis fá að sjá þær, og þess vegna finnst mér mikils virði fyrir okkur að láta allar sögulegar minj- ar vera til sýnis. Það á ekki að fela fyrir neinum rústir bæjar, sem konungur hefur heiðrað með nær- veru sinni. Það má líka minna fólk á, hversu stór Tjörnin okkar var í eina tíð og stór hluti hennar sé undir uppfyllingum í dag. Engin ástæða til annars. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Varðveitið sögulegar minjar og hafið þær sýnilegar Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fornleifauppgröftur Fornleifar leynast víða. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Þriðjudaginn 5. maí var spilaður tvímenningur með þátttöku 30 para. Efstu pör í N/S - % skor: Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 61,1 Axel Lárusson - Sigfús Skúlason 55,9 Auðunn Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 55,0 Hulda Hjálmarsd. - Hrafnh. Skúlad. 54,2 Jón Sigvaldason - Katarínus Jónss. 53,1 A-V: Kristján Þorlákss. - Óskar Ólafsson 63,1 Birgir Sigurðss. - Jón Svan Sigurðss. 58,0 Tómas Sigurjs. - Jóhannes Guðmannss. 56,1 Ágúst Vilhelmss. - Kári Jónsson 56,1 Haukur Guðmss. - Sigurður Kristjánss. 54,7 BFEH spilar á þriðjudögum og föstudögum í félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði að Flata- hrauni 3. Spilamennska byrjar kl. 13. Keppnisstjóri er Sveinn R. Ei- ríksson og hjálpar hann til við myndun para ef spilarar mæta stakir. Félag eldri borgara í Reykjavík Mánudaginn 4. maí var spilaður tvímenningur á 16 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S: Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 410 Trausti Friðfinnss. – Guðlaugur Bessas. 342 Kristín Guðbj. – Friðgerður Bened. 342 Friðrik Jónsson – Örn Isebarn 327 A/V Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 394 Óli Gíslason – Magnús Jónsson 370 Oddur Halldórsson – Örn Jónsson 369 Eggert Þórhallsson – Logi Þormóðss. 352 Spilað er í Síðumúla 37. Gullsmárinn Spilað var á 12 borðum í Gull- smára mánudaginn 4. maí.Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 197 Gunnar Sigurbjss. – Sigurður Gunnlss. 190 Jón Bjarnar – Katarínus Jónsson 188 Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 181 A/V Haukur Bjarnason – Hinrik Lárusson 194 Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 194 Reynir Bjarnason – Sigurður Gíslason 188 Ágúst Vilhelmss. – Kári Jónsson 187 „Eins og allir deyja vegna sambands síns við Adam, svo munu allir lífgaðir verða vegna sambands síns við Krist.“ (1 Kor. 15: 22). Guð talaði við Nóa, sem var afkomandi Sets, sonar Adams og Evu, og ákvað að eyða öllum jarðarbúum og Kains niðjum. Nói byggði örkina (skip) og allt gekk að óskum því Guð var með í verki og í örkina leiddi Guð Nóa, konu hans, syni og tengdadæt- ur. Ásamt pörum af tegundum dýra á jörðinni, væntanlega ósamkyn- hneigðum karl- og kvendýrum. Adam og Eva höfðu „fæðst“ í Eden í nánast ofdekruðu umhverfi en nú varð maðurinn að auðmýkja sig við meira harðræði þegar örkin strand- aði við/á jökli Ararats. Þar við bætt- ist að í flóðinu höfðu líklega aur- skriður runnið úr fjöllunum á láglendið, hulið þar dauða skrokka manna og dýra auk gróðurs. Leiða má svo að því líkur að uppblástur á landi hafi orðið þegar jörðin þornaði og eyðimerkur myndast. Það hefur tekið landið mörg ár að gróðurvinjar mynduðust eftir flóðið. Nói og hans fólk lét það þó ekki á sig fá, reisti alt- ari og þakkaði Guði fyrir björgunina. Syndin hélt þó áfram að freista mannsins og fljótlega sótti í sama horfið hvað óhlýðni við Guð varðaði. Babelturninn var fyrsta stóra mannvirkið sem mannkynið stóð að sameiginlega. Turninn átti að ná til himna og vera sameiningartákn svo mannkynið, sem þá talaði eitt tungu- mál, sundraðist ekki um alla jörðina. Þetta var andstætt vilja Guðs sem hafði sagt við Adam og Evu, verið frjósöm og uppfyllið jörðina. Ráða- mennirnir leituðu ekki eftir áliti Guðs varðandi framkvæmdina og ætluðu greinilega að treysta völd sín með byggingunni og sýna hvað þeir gætu án Guðs. Guð hafði skapað manninn til samfélags við sig og tók því í taumana og ruglaði tungumáli mannanna. Við það dreifðust menn í allar áttir „heimskreppa“ skall á og engir lífeyrissjóðir voru til á þeim tíma, til að þjóðnýta og ljúka stór- verkefnum. Turninn dagaði því uppi hálfkláraðan. „Athafnamenn“ sem hafna Guði og éta af diskum annarra eiga langa sögulega hefð. Syndin hélt/heldur þó áfram að elta mann- kynið út um allar jarðir og kunni/ kann þjóðtungur allra. Þessar frásagnir frá „bernsku“ mannkyns- ins sýna að þrátt fyrir syndafallið tók Skap- arinn ábyrgð á mann- kyninu og þráði að end- urheimta það. Þegar Guð tók þá djörfu ákvörðun að koma sjálfur til jarðar í syni sínum, Jesú Kristi, var útséð með að maðurinn gæti sigrast á synd- samlegu líferni sínu án hjálpar Guðs. Jesús kom og vann sitt hjálpræðisverk á krossinum og áður en hann sté upp til himna og tók þar stöðu sína sem Guð kristinna manna. Sagði hann við lærisveinana: „Farið því og gerið allar þjóðir að lærisvein- um, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“ (Mt. 28: 19-20) Allir sannkristnir menn gera Biblíuna að málsvara sínum og trúa orði hennar. „Þeir gleyma, eða vilja ekki muna eftir því, að valdi heiðinna presta, sem iðkuðu alla mögulega lesti, er leiða af trúarbrögðum þeirra, svo að ekki eru dæmi til slíks annars staðar í heiminum, svo sem mannblót, barnamorð, blóðugir bardagar, þar sem sigurvegararnir þyrmdu hvorki konum né börnum, öllu þessu hefur kristindómurinn útrýmt, og einnig hefur hann að miklum mun dregið úr óráðvendni, drykkjuskap og laus- læti. Ef ferðamaður gleymir þessu, sýnir það ódrengilegt vanþakklæti, því að ef hann skyldi verða fyrir því að bíða skipbrot við einhverja ókunna strönd, mundi hann biðja Guð þess innilega, að kenning kristniboðanna næði þangað“. Tilv. í Charles Darwin, „Dagbók rannsókn- armannsins“. Það sem landkönnuðurinn og vís- indamaðurinn á við er að allir kristnir menn, þó af ólíku þjóðerni séu, eiga tengsl í gegnum frelsarann Jesú Krist og með játningu synda sinna við kross hans endurfæðist hinn iðrandi maður inn í ríki Guðs þar sem allir skilja sameiginlega andlega tungumálið, tungumál kær- leikans og sannleikans sem þeir ein- ir skilja sem eiga þegnrétt í Jerúsal- em himnanna í anda Jesú Krists. Guð Biblíunnar stofnaði sérstakt ríki fyrir sína þjóð, himnaríki, sem hann færir niður til jarðarinnar í hjarta hvers iðrandi syndara sem mætir við kross hans. Menn hafa gert margar tilraunir til að gefa mannkyninu eitt veraldlegt tungu- mál aftur en það hefur í raun ekki tekist þrátt fyrir góða viðleitni. Jesús segir „Það er andinn sem lífgar, maðurinn án hans megnar ekkert. Orðin sem ég hef talað til yð- ar, þau eru andi og þau eru líf.“ (Jh. 6: 63) Með því að opna hjarta sitt fyrir hjálpræðisverki Jesú Krists eignast menn andlegt tungumál sem skilst á himni og jörðu. „Þjóðtunga“ heimsins sem glataðist á tímum Babelsturnsins þegar Guð ruglaði tungumáli jarðarbúa er nú gefin aft- ur í andlegum skilningi og nú á for- sendum Guðs í Jesú Kristi. Heilagur andi gerir Biblíuna að erindreka og talsmanni sínum hér á jörð, hún er orðabók andlegs alheimstungumáls. Syndin er illt andavald, högg- ormur sem eitrar blóðrás hins mannlega siðgæðis. Hjálpræðið í Jesú Kristi er eina aflið sem getur sigrað syndina. Ég bið Íslendingum Guðs friðar. Æviágrip syndarinnar og tungumál hjálpræðisins Eftir Ársæl Þórðarson »Nói og hans fólk lét það þó ekki á sig fá, reisti altari og þakkaði Guði fyrir björgunina. Ársæll Þórðarson Höfundur er húsasmiður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.