Morgunblaðið - 08.05.2015, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.05.2015, Qupperneq 29
Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins. Einar Þorsteinn hafði unnið um skeið hjá prófessor dr. Frei Otto í Stuttgart og kynnt sér vel framlag hans til léttbygginga um allan heim á sama tíma og steinsteypudýrkunin var í al- gleymingi hér á landi. Að loknu námi hannaði Einar Þorsteinn fjölmörg tjaldverkefni hér á landi og þegar við félagarn- ir vildum sanna að lítið mál væri að reka útimarkað á Lækjartorgi allt árið, en því hafði þá nýlega verið breytt í göngusvæði, var hann boðinn og búinn til að að- stoða við hönnun og útfærslu á tjöldum Útimarkaðarins. Einars Þorsteins mun lengi minnst vegna aðkomu hans að hönnun Hörpu, en ekki er hægt að kveðja hann án þess að minn- ast á samband hans við banda- ríska hugmyndasmiðinn Buck- minster Fuller sem hann fékk hingað til lands tvívegis til að halda fyrirlestra. Hann, eins og Einar Þorsteinn, vildi leggja eitt- hvað nýtt til málanna. Á mínum námsárum vísaði Buckminster Fuller á nýja framtíð þar sem maðurinn hefði náð betri tökum á tækninni m.a. til þess að hjálpa fólki við að koma sér upp þaki yf- ir höfuðið, eins og hann sýndi t.d. í „Dymaxion house“ sem hann hannaði á 3. áratug síðustu aldar. En ennþá hefur sá draumur ekki ræst, sem Einar Þorsteinn og Buckminster Fuller báru í brjósti um hagkvæm og ódýr íbúðarhús fyrir venjulegt fólk. Ennþá bíða Íslendingar, án byggingarrann- sókna, eftir að Alþingi afgreiði síðustu húsnæðisfrumvörpin sem eiga víst að leysa þennan vanda, en kannski eignumst við líka ein- hvern tíma einhverja sem lyfta merki Einars Þorsteins aftur á loft. Gestur Ólafsson. Fegurðin í módelum Einars Þorsteins Ásgeirssonar blasti við mér þegar ég gekk inn í sýning- arsal í Louisiana-safninu í Dan- mörku í nóvember síðastliðnum. Í safninu stóð þá yfir sýning Ólafs Elíassonar, Riverbed. Einn salur var tekinn frá fyrir módelin hans Einars, sem hafa gegnt víð- feðmu hlutverki í listsköpun Ólafs, þau voru úr ýmiskonar lit- uðum pappa, úr látúni eða vírum, plasti eða öðrum efnum. Þetta voru fjölflötungar, listilega settir saman, sem ljómuðu í ævintýra- legum formheimi á sýningunni. Sýnin er lifandi í huga mér og þau áhrif sem uppsetningin vakti. Formrænni mótun verður ekki alltaf best lýst með orðum. Nokkrum vikum áður hafði gámur borist frá Berlín til Ís- lands með verkum Einars Þor- steins. Var þar um að ræða gjöf Einars til Hönnunarsafns Ís- lands, ýmis módel og verk sem hann hafði unnið í Berlín og vildi af örlæti ánafna safninu. Aðdrag- andinn hafði verið nokkur, Hönn- unarsafn Íslands átti þá þegar nokkur módel Einars, sem sýna meðal annars tilraunir hans í mannvirkjagerð frá 8. og 9. ára- tugnum þar sem róttæk hugsun hans kemur berlega í ljós. Það traust sem Einar Þorsteinn hefur sýnt Hönnunarsafninu með gjaf- mildi sínu vil ég þakka fyrir. Varðveisla ýmissa líkana og teikninga mun án vafa eiga sinn þátt í að varpa enn frekara ljósi í náinni framtíð á framlag hans til íslenskrar og alþjóðlegrar bygg- ingarlistar og listasögu heimsins. Ég vil þakka Guðrúnu, systur Einars, fyrir vasklega fram- göngu við að koma gjöfinni til landsins og Manuelu eiginkonu Einars. Hvatamaðurinn Guð- mundur Oddur Magnússon lagði sín lóð á vogarskálarnar og með stuðningi Samskips til flutninga ásamt framlagi Ólafs Elíassonar og starfsfólks hans til sendingar- innar veit ég að Einar Þorsteinn var sáttur, þegar sendingin loks skilaði sér í varðveislurými Hönnunarsafnsins. Með hlýju og virðingu minnist ég merks hugsuðar og votta börnum Einars, þeim Sif og Rík- harði, og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands. Ævistarf Einars Þorsteins Ás- geirssonar endurspeglar ein- staka sýn á lögmál náttúrunnar og hvernig beita megi þessum lögmálum í arkitektúr, hönnun og myndlist. Úr ævistarfi hans má lesa frumlega sýn á mögu- leika heimsins til framþróunar. Hann varpaði fram hugmyndum sem brutu upp lokuð kerfi sam- tímans. Þær byggði hann ýmist á fornum lögmálum rúmfræðinnar eða sterkri vitund um nauðsyn þess að lifa í sátt við jörðina og lögmál hennar. Einar Þorsteinn var geimald- armaðurinn í íslenskum arkitekt- úr, tengiliður við Fuller, Otto og hátækniarkitektúr sjöunda ára- tugarins. Saga byggingarlistar birtist ekki síður í nýrri hugsun og frjóum hugmyndum en áþreif- anlegum mannvirkjum. Séð í því ljósi er framlag Einars Þorsteins einstæður kapítuli. Hann var einn merkasti og frumlegasti hugsuður sem íslenska þjóðin hefur alið. Þar vega þyngst rann- sóknir hans og uppgötvanir á sviði flatar- og rúmfræði. Í leit sinni að þekkingu kynntist Einar og vann að verkefnum með nokkrum merkustu hugsuðum heims á þeim sviðum hönnunar og vísinda sem tengdust hugðar- efnum hans, allt frá lífeðlisfræði og tunglbílum til myndlistar. Um árabil átti Einar Þorsteinn í frjóu samstarfi við myndlistar- manninn Ólaf Elíasson. Til vitnis um það er glerhjúpur tónlistar- hússins Hörpu, en ein af uppfinn- ingum Einars, flötungurinn gull- infang, er grunneining í listaverki Ólafs. Kynni þeirra hófust árið 1996 á vinnustofu Einars á Álafossi. Árið 2000 flutt- ist Einar til Berlínar og hóf störf í stúdíói Ólafs Elíassonar. Það þurfti listamann á borð við Ólaf til að koma auga á snilligáfu Ein- ars, sem þorri Íslendinga hafði litið á sem sérvitring. Hús sem reist hafa verið eftir teikningum Einars Þorsteins eru ekki mörg. Spor hans er engu að síður víða að finna. Hann var fyrstur til að kynna til sögunnar lausnir, aðferðir og hugtök sem í dag þykja sjálfsögð, svo sem ein- angrun steinsteyptra húsa að ut- anverðu, vistvænar byggingar og skipulag, hvolfþök og veðurhjúpa úr þríhyrndum einingum. Þekkt- ar birtingarmyndir hugmynda hans eru kúluhúsin sem margir kannast við og tjaldbyggingar sem voru bakgrunnur mikil- vægra hátíða í sögu þjóðarinnar. Sameiginleg kynni okkar þriggja af Einari Þorsteini hófust árið 2009 við undirbúning sýning- arinnar Hugvits sem sett var upp í Hafnarborg um mitt ár 2011. Við kynntumst margbrotnum hugvitsmanni, hugsuði og rann- sakanda sem hafði sterkan per- sónuleika og mikinn sköpunar- kraft. Við eigum þó hvert um sig minningar um sérstæðan mann sem setti svip á mannlíf og menn- ingu mótunarára okkar og sam- tíð, hvort sem það var á fyrir- lestri Buckminsters Fullers árið 1979, á Mokkakaffi, í sölum Kjar- valsstaða eða á heimili hans í Berlín. Nú þegar Einar er horf- inn okkur á annað tilverustig stendur eftir forvitni um þann heim sem hann sá fyrir sér að biði okkar. Við vottum börnum hans og öðrum aðstandendum samúð okkar og ljúkum þessari kveðju með orðum hans sjálfs: „Öllum er gefið visst hugvit eða sköpunarmáttur og með því, ásamt náinni skoðun á samhengi hlutanna, getur unnist betri hag- ur fyrir alla.“ Ólöf Kristín Sigurðardóttir, Pétur H. Ármannsson og Goddur. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Elsku amma mín, hún Sigurborg Þorleifsdóttir, er fallin frá. Ég mun sakna allra góðu stundanna sem við áttum sam- an í gegnum tíðina, sérstaklega ófárra stunda þar sem við spjölluðum saman um allt milli himins og jarðar, hvort sem það var um stjórnmál og málefni líðandi stundar, gamlar sögur af henni og afa Magnúsi, eða það sem var að gerast í lífinu hjá mér. Hún sýndi öllu áhuga og þrátt fyrir að vera komin á há- an aldur var hún ótrúlega vel Sigurborg Á. Þorleifsdóttir ✝ SigurborgÁgústa Þor- leifsdóttir fæddist 18. júní 1919. Hún lést 19. apríl 2015. Útför hennar fór fram 5. maí 2015. inni í því sem var að gerast kringum hana, mundi nöfn vina minna og spurði alltaf frétta. Amma Boggý var kannski ekki þessi dæmigerða amma sem prjónaði og las fyrir barnabörnin. Hún vildi heldur spila við okkur, nú eða eiga í góðum samræðum, fara í bíltúr, kíkja á kaffihús og horfa á mannlífið. Hún elskaði að lesa góðar spennusögur, var hörku spila- kona, og í eðli sínu mikill heimsborgari. Ég kveð ömmu Boggý með söknuði, það verður skrítið að koma til Íslands og heimsækja hana ekki á Aflagrandann. Góðu stundanna mun ég minn- ast með þakklæti og gleði. Anna Hjartardóttir. Látinn er góður vinur og samferða- maður til margra ára, Gunnar Jóns- son bifreiðastjóri, en honum kynntist ég í Frímúrarareglunni og varð okkur strax vel til vina sem varði alla tíð. Óhætt er að segja að það hafi verið mikið gæfu- spor fyrir Gunnar að ganga í Frímúrararegluna. Þar fann hann sig vel, stundaði starfið af kostgæfni og eignaðist marga góða vini. Gunnar var mikið fyrir ferðalög og útivist. Fyrir mörg- um árum var efnt til fjölskyldu- ferða meðal stúkubræðra. Ferðir þessar hafa notið mikilla vinsælda í mörg ár. Gunnar var lengi vel einn af skipuleggjend- um og umsjónarmaður þessara ferða. Í ferðunum áttum við marg- ar góðar stundir með fjölskyld- um okkar og vinum. Þegar Gunnar og Hrund voru búin að koma sér vel fyrir, fánar Ís- lands, Vals og Man. United komnir við hún og Gunnar kominn í sína múnderingu með bjöllustafinn góða, var gleð- skapurinn hafinn! Gunnar Jónsson ✝ Gunnar Jóns-son fæddist 31. júlí 1938. Hann lést 19. apríl 2015. Út- för Gunnars fór fram 30. apríl 2015. Fyrir mörgum árum fórum við stúkubræður ásamt eiginkonum til Glasgow. Var það ánægju- leg ferð í alla staði. Eftir þá ferð var stofnaður matar- klúbbur nokkurra hjóna þar sem Gunnar og Hrund voru ómissandi hlekkir. Gunnar hafði góða nærveru og manni leið vel í návist hans. Stutt var í hlátur og grín. Sög- ur kunni hann margar skemmtilegar. Að koma heim til þeirra hjóna var ávallt gott. Huggu- legt heimili í íbúð með frábæru útsýni. Eftir fundi kom það stundum fyrir að Gunnar bauð nokkrum bræðrum heim til sín, enda stutt að fara. Þar voru málin rædd og var þá oft glatt á hjalla. Til að leyfa okkur köllunum að ræða málin lagðist Hrund til hvílu en hávaðinn frá okkur hefur eflaust haldið fyrir henni vöku. Kæra Hrund og fjölskylda, við Helga vottum ykkur öllum samúð okkar vegna fráfalls Gunnars. Guð blessi ykkur öll. Helga S. Guðjónsdóttir, Thomas Kaaber. Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði vilj- ans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Nú þögn er yfir þinni önd og þrotinn lífsins kraftur, í samvistum á sæluströnd Jón Vilhjálmsson ✝ Jón Vilhjálms-son fæddist 17. júlí 1944. Hann lést 4. apríl 2015. Útför Jóns fór fram 14. apríl 2015. við sjáumst bráðum aftur. (Ingvar N. Pálsson) Elsku mágur og vinur, takk fyrir all- ar yndislegu stund- irnar sem við og fjölskyldur okkar áttum saman, hvort sem var við spila- mennsku, á sólar- strönd eða í öðrum gleðskap. Þín verð- ur sárt saknað, gamli meistari. Elsku Guðrún, börn og fjöl- skylda Nonna, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Svanþór. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Iðu, Biskupstungum, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi 30. apríl. Útförin fer fram frá Skálholtsdómkirkju laugardaginn 9. maí kl. 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Kumbaravog njóta þess. Reikningsnúmer: 0152-05-050253, kt. 480180-0469. . Jóhanna Bríet Ingólfsdóttir, Haraldur Sveinsson, Guðmundur Ingólfsson, Elinborg Sigurðardóttir, Hólmfríður Ingólfsdóttir, Baldvin Árnason, Loftur Ingólfsson, Guðrún Ólafsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR EIÐSSON sjómaður, Flúðaseli 74, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 18. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til göngudeildar hjartabilunar, deild 14G, Grensásdeildar Landspítala og allra sem studdu hann í veikindunum. . Kolbrún Ólafsdóttir, Soffía Sigurjónsdóttir, Berglind Brynjólfsdóttir, Guðmundur Jónsson, Sölvi Breiðfjörð Harðarson, Anna S. Grímsdóttir, Steinunn Harðardóttir, Ólafur Helgi Harðarson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, afa og langafa, KRISTJÁNS KARLS REIMARSSONAR pípulagningameistara, Boðaþingi 22, Kópavogi, sem lést 19. apríl. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi. . Birna Guðrún Einarsdóttir, Einar Karl Kristjánsson, Kristín Karólína Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra, SIGURMUNDA H. EIRÍKSDÓTTIR, Miðteigi 9, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 29. apríl. Útförin fór fram miðvikudaginn 6. maí. Aðstandendur vilja þakka fyrir auðsýndan hlýhug. . Sigurður Stefánsson, Stefán Sigurðsson, Eiríkur Sigurðsson, Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Jóhann Rúnar Sigurðsson, Líney Björk Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, INGEBORGAR EIDE GEIRSDÓTTUR, Auðarstræti 15, Reykjavík. . Hlíf Geirsdóttir, Stefán Ásgeirsson, Ólína Geirsdóttir, Sveinbjörn Björnsson, Benedikt Geirsson, Helga Möller og systkinabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR ÖRN BJÖRNSSON, fyrrverandi héraðsdýralæknir, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 7. maí. . Jóhanna M. Einarsdóttir, Andrés K. Hjaltason, Edda K. Einarsdóttir, Haraldur Ólafsson, barnabörn og langafabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.