Morgunblaðið - 08.05.2015, Síða 30

Morgunblaðið - 08.05.2015, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 ✝ Jón BaldurSigurðsson dýrafræðingur fæddist í Reykjavík 8. október 1937. Hann lést 28. apríl 2015. Foreldrar hans voru Þórunn Jóns- dóttir húsmóðir, f. 31.8. 1914, d. 2000, og Sigurður Páll Samúelsson verk- stjóri, f. 7.11. 1910, d. 1993. Systkini Jóns eru: Greta María, f. 26.10. 1941, og Karítas Þór- unn, f. 7.11. 1949. Fyrrverandi eiginkona er Teng Gee Sigurðsson, f. 7.6. 1936. Börn þeirra eru: Páll Sig- urður, f. 16.4. 1960, og Líney Emma, f. 11.8. 1967. Eiginkona kennari í Reykjavík, þar til hann skráðist í líffræðinám við HÍ 1968. Jón lauk BS-prófi í líf- fræði 1973 og námi í sjávarvist- fræði 1974. Hann lauk dokt- orsprófi í dýrafræði frá University of Newcastle upon Tyne í Englandi árið 1979. Jón gerðist síðan lektor og dósent í sjávarlíffræði við HÍ og kenndi þar til 1983. Sama ár gerðist hann kennari við Háskólann í Singapúr (National University of Singapore) og kenndi þar til 1997. Jafnframt kennslunni gegndi hann stöðu aðalræð- ismanns Íslands í Singapúr. Síðar á því ári fluttist Jón heim og gerðist forstöðumaður Nátt- úrustofu Vesturlands í Stykk- ishólmi og síðar Náttúrustofu Suðvesturlands í Sandgerði. Hann fór á eftirlaun 2002. Jón lætur eftir sig tvö uppkomin börn og fimm barnabörn sem öll eru búsett á Íslandi. Jón Baldur verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Reykja- vík í dag, 8. maí 2015, kl. 13. Páls er Maja Siska, f. 25.1. 1969. Sam- býlismaður Lín- eyjar er Jón Pétur Ólafsson, f. 30.3. 1957. Börn Páls eru: Sunnefa, f. 12.10. 1983, og Sara, f. 13.9. 1986. Börn Líneyjar eru: Sóley, f. 30.6. 1994, Baldur Logi, f. 9.12. 2000, og Ólaf- ur Dagur, f. 22.12. 2006. Jón Baldur ólst upp í Reykja- vík og gekk í Lindargötuskóla. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1957 og sigldi þá um haust- ið til Bristol í Englandi, þar sem hann stundaði nám í dýra- fræði. Hann lauk ekki námi þar, en gerðist gagnfræða- Minn kæri bróðir Jón Baldur er nú farinn frá okkur. Ég veit hann er kominn á góðan stað þar sem hann getur haldið áfram við sína fyrri iðju, að skoða dýr, hvort sem þau eru í lofti, láði eða legi. Baldur var viskubrunnur um allt sem laut að dýrum. Hann gat talað um fugla, pöddur og kuð- unga eins og enginn væri morg- undagurinn. Hann var fjórum ár- um eldri en ég og fannst ég oft vera mikill rati og ekki mjög fróð um þetta áhugamál hans. Pabbi okkar var hins vegar á sama róli og var alltaf að glápa upp í loftið og skoða eða telja fugla eða niðri við sjó að gá hvað lægi undir stein- um í fjörunni. Við gengum bæði í Laugarnesskóla á okkar yngri ár- um og náði ég mér stundum niðri á honum, því ég fékk oft það verk- efni að fara til hringjarans og fá að skoða í kistuna hans. Þar voru geymdir óskilamunir en minn kæri bróðir kom ekki alltaf heim með húfu, vettlinga eða leikfimiföt sem hann hafði haft með sér í skól- ann, því hann var svo utan við sig að mamma sagði stundum að það væri bara gott að hann rataði heim. Eftir að við giftum okkur bæði urðum við fjögur miklir mátar. Fórum í útilegur og ævintýraferð- ir upp um fjöll og firnindi með tjald, börn og hunda og bæði vor- um við á gömlum Skodum. Það var nú fjör þótt ekki væri veðrið blessað alltaf jafngott. Börnin okkar, hans tvö og mín fjögur, hafa alltaf verið mestu mátar, þótt oft hafi höf og lönd skilið þau að. Ég veit að bróðir minn var afar stoltur af börnunum sínum, Lín- eyju og Palla, og þeirra börnum og tengdabörnum. Mín kæra fjölskylda, Guð veri með ykkur. Greta Maria. Borinn er til moldar í dag mág- ur minn og vinur, Jón Baldur Sig- urðsson, sem lést um aldur fram. Baldur, eins og hann var kall- aður, var við nám í dýrafræði í Bristol og hitti þar eiginkonu sína. Þau giftu sig þar og fluttu til Ís- lands, líklega 1959, og hófu bú- skap í kjallaraíbúð í Sigtúni. Fyrir utan stofugluggann var hann með netgirðingu en þar var hann iðu- lega með álftir, gæsir eða endur sem biðu eftir flugfari til Bret- lands eða Bandaríkjanna. Baldur gerði mikið af því að fanga fugla eða kaupa andaregg af bændum í Mývatnssveit og flytja út, en hann hafði fullt leyfi fyrir þessum út- flutningi. Við Baldur urðum góðir vinir og var mikill samgangur á milli fjölskyldna okkar. Baldur var mikið að ferðast um landið í allskyns rannsóknum. Hann rannsakaði hvaða áhrif Borgarfjarðarbrúin myndi hafa á vistkerfið áður en hún var byggð. Um mánaðamótin maí-júní 1964 fór ég með Baldri norður að Mývatni. Þar vorum við í þrjár vikur að kaupa andaregg af bænd- um. Við fórum margar ferðir í kringum vatnið og upp á heiðar. Síðan fórum við með eggin, sem voru í sérstökum kössum, til Ak- ureyrar og áttu þau að fara með flugfélaginu suður. Vegna þess að ekki var hægt skrölta með þau í grjóthöstum Skóda eins og veg- irnir voru þá, fyrir rúmum 50 ár- um. Þegar við komum yfir Vaðla- heiðina, sáum við ekki Akureyri því við vorum skýjum ofar. Það var svo lágskýjað að vélin flaug ekki norður. Á flugvellinum hitt- um við Tryggva Helgason flug- stjóra, hann sagðist vera að fara suður með Björn Jónsson, sem þá var forseti Alþýðusambands Ís- lands (seinna ráðherra). Björn þurfti að fara á mikilvægan fund í Reykjavík. Tryggvi var til í að taka eggin. Það varð úr að ég flaug suður með eggin og svo aftur norður og skrölti með Baldri á Skódanum suður. Einu sinni sem oftar fórum við upp á Holtavörðu- heiði og hlupum uppi ungar álftir sem hann svo flutti út. Það var galdurinn að komast að þeim áður en þær komust að vötnunum, sem mikið er af þarna, þá er erfitt að ná þeim. Eitt sinn misstum við tvær út á vatn. Ekki var um annað að ræða en að fara úr öllu og út í vatnið. Þegar við vorum komnir upp úr vatninu, sem var upp undir hend- ur og búnir að setja álftirnar í strigapoka, varð okkur lítið í kringum okkur. Þá uppgötvuðum við að við vorum ekki langt frá þjóðveginum og þar stóð bíll og fólk fyrir utan bílinn að horfa á okkur og við allsnaktir. Við höfð- um ekkert til að þurrka okkur með, en í garmana komumst við, ískaldir eins og það er gott, seinna var hlegið að þessu. Þið komuð í heimsókn til okkar, þegar við bjuggum í Malmö og við til ykkar, þegar þið voruð búsett, bæði í Witley Bay í Bretlandi og í Singapúr. Frá þeim ferðum er margs að minnast. Leiðir ykkar hjónanna skildi í Singapúr. Kæri vinur, ég kveð þig með söknuði, þú hefur haft það erfitt undanfarin ár. Ég er bara að rifja upp þær góðu stundir sem við átt- um saman og ég veit að þú lest þetta og rifjar upp og gleðst með mér. Ég sendi afkomendum þín- um samúðarkveðjur. Böðvar Páll Ásgeirsson. Þegar ég byrjaði í líffræðinámi 1970 kynntist ég Jóni Baldri Sig- urðssyni. Hann hafði þá verið eitt ár á líffræði og reyndar hafði hann verið eitt ár áður í dýrafræði í Bri- stol-háskóla. Okkur varð strax vel til vina og sú vinátta óx þegar við unnum saman í Þjórsárverum sumarið 1973 undir stjórn Arn- þórs Garðarssonar. Áfram unnum við saman þegar við hófum fram- haldsnám í sjávarvistfræði með Agnar Ingólfsson og Arnþór sem leiðbeinendur. Við fórum saman í framhaldsnám í dýrafræðideild Newcastle-háskóla og dvöldumst þar saman hátt í fjögur ár. Áfram lágu leiðir okkar saman þegar Jón var ráðinn kennari við Háskóla Ís- lands 1979 og svo eftir að hann hóf kennslu við Þjóðháskólann í Singapúr 1983. Þar kenndum við saman hitabeltisvistfræði ásamt Þóru Ellen Þórhallsdóttur pró- fessor fyrir íslenska líffræðinema við HÍ, þar til Jón flutti heim í lok 9. áratugarins. Nemendur og við Þóra nutum yfirgripsmikillar þekkingar Jóns. Eftir að Jón kom heim hittumst við reglulega. Það má því segja að leiðir okkar hafi legið saman í 45 ár. Á þeim tíma kynntist ég Jóni vel. Hann var fluggreindur og einstaklega eftirtektarsamur. Hann hafði mikla ánægju af náttúrufræðum og kennslu. Hann var fræðari af guðs náð og kom hann m.a. reglu- lega fram í Stundinni okkar, barnatíma Sjónvarpsins, á árun- um sem hann kenndi við HÍ. Jón kom víða við sem vísindamaður, ekki aðeins í sjávarlíffræði heldur einnig í fuglafræði og öðrum greinum líffræðinnar. Í flestum bókum um fugla frá SA Asíu er Jóni þakkað fyrir aðstoð við samn- ingu bókanna, hann fann stofn sæ- kúa við eyjar við Singapúr, sem menn héldu að væru útdauðar á svæðinu og hann þekkti flestar plöntur og dýr í hitabeltinu. Jón var einnig vel lesinn í bókmennt- um og hann var framúrskarandi kokkur. Í stuttu máli var ekki komið að tómum kofunum þar sem Jón var. Jón var mikill húm- oristi og átti til að bregða á leik með nemendum sínum og sam- starfsmönnum. Því miður var Jón veikur sein- ustu árin og dró smátt og smátt af honum og gat hann því ekki notið sín sem skyldi. Ég votta börnum Jóns, Páli og Líneyju, mökum þeirra og börnum svo og vinkonu Jón Baldur Sigurðsson HINSTA KVEÐJA Flýg ég og flýg yfir furuskóg, yfir mörk og mó, yfir mosató, yfir haf og heiði, yfir hraun og sand, yfir vötn og vídd, inn á vorsins land. Flýg ég og flýg yfir fjallaskörð, yfir brekkubörð, yfir bleikan svörð, yfir foss í gili, yfir fuglasveim, yfir lyng í laut, inn í ljóssins heim. (Hugrún) Kveðja frá Karitas (Kötu systur) og fjölskyldu. Í dag kveðjum við hjartfólginn vin okkar, Hallgrím Þ. Magnússon. Árið 1965 tókst mikill vinskap- ur með okkur, tólf strákum, þá fimmtán ára gömlum, flestir ný- byrjaðir í Verslunarskólanum. Hallgrímur átti stóran þátt í að skapa sterk tengsl innan þessa hóps og æskuheimili Hall- gríms var oftar en ekki sam- komustaður okkar félaganna. Polla og Maggi, foreldrar Hallgríms, höfðu fullan skilning á þörfum ungviðisins og við litum alltaf á þau sem vini okkar. Eftir að námi lauk í Versló fór- um við strákarnir í ýmsar áttir en til að missa ekki sjónar hver á öðrum stofnuðum við félag um vinahópinn á haustmánuðum 1973. Félagið heitir Flakkarinn og höfum við haft það fast í til- verunni að hittast einu sinni á ári heima hjá hverjum og einum. Framan af fannst okkur að við þyrftum að gera eitthvað annað en bara tala saman. Það er löngu liðin tíð, því við höfum haft um svo margt að ræða að annað hef- ur ekki komist að, enda farnir að kalla þetta saumaklúbbinn okk- ar. Fyrir utan föstu fundina okk- ar höfum við mjög oft komið saman, farið með mökum okkar út að borða og farið í fjölmörg Hallgrímur Þor- steinn Magnússon ✝ HallgrímurÞorsteinn Magnússon fæddist 29. september 1949. Hann lést 21. apríl 2015. Útför Hallgríms Þor- steins var gerð 7. maí 2015. ferðalög, bæði inn- anlands og utan. Einn fastur punktur hefur verið í félagsskapnum okkar, en það er að við hittumst öll heima hjá einum fé- laganna síðasta vetrardag. Þetta ár- ið ætluðum við að hittast heima hjá Hallgrími og Distu, en hann lenti í þessu afdrifaríka bílslysi daginn áður. Þessi félagsskapur hefur bundið okkur félagana órjúfan- legum vináttuböndum. Að verslunarprófi loknu réð Hallgrímur sig í vinnu en ákvað fljótt að taka stúdentspróf utan skóla með fullri vinnu. Markmið hans var ekki bara að verða stúd- ent, hann ætlaði sér strax að verða læknir og það gekk eftir. Á námsárunum kynntist hann Sigurlaugu, Distu. Þau stofnuðu heimili og eignuðust þrjár dætur en Hallgrímur átti auk þess eina dóttur. Þau voru samhent hjón, gestrisin og glaðvær og Dista átti eftir að standa fast við bakið á bónda sínum, í blíðu og stríðu. Hallgrímur tók snemma þá stefnu sem læknir að ef hann gæti fengið fólk til þess að breyta venjum sínum og taka upp heil- brigðari lífsstíl með meiri hreyf- ingu og hollara mataræði mætti koma í veg fyrir ýmsa kvilla. Hann vildi draga úr lyfjanotkun og fór að beina kröftum sínum í auknum mæli að fyrirbyggjandi þáttum. Hann hikaði ekki við að ganga gegn ríkjandi sjónarmið- um og fyrir vikið hlaut hann mikla gagnrýni frá sumum. Hall- grímur var kjarkmikill maður og því var hann óhræddur við að fylgja sannfæringu sinni. Átök sem þessu fylgdu settu mark sitt á hann en á seinni árum hafa margir tileinkað sér hans sjón- armið og mikið hefur verið leitað til hans varðandi fræðigreinar og fyrirlestra. Þessi glaðværi, greiðvikni og hjartahlýi maður er nú horfinn okkur en hann skilur eftir hjá okkur öllum yndislegar minning- ar sem við munum varðveita. Distu, dætrunum og allri stór- fjölskyldu Hallgríms sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Flakkararnir, Ari Bergmann Einarsson, Egill Ágústsson, Guð- mundur Hauksson, Guð- mundur Pálsson, Guðni Runólfsson, Jónatan Ólafs- son, Knútur Signarsson, Loftur Ásgeirsson, Nils Ax- elsson, Páll Árnason, Sig- urjón Sigurðsson og fjöl- skyldur. „Margs er að minnast og margt er hér að þakka“. Þessi sálmaorð koma í hugann þegar góður vinur kveður svo snöggt. Margar góðar minningar á ég um Hallgrím frá þeim árum þegar hann var læknir okkar á Djúpa- vogi og Breiðdalsvík. Þótt árin væru ekki mörg sem hann bjó og starfaði fyrir austan, þá hafði hann mikil áhrif á samfélagið okkar sem læknir og mannvinur. Hallgrímur var óþreytandi að hvetja og fræða. Hann var frum- kvöðull að heilsueflingu á Djúpa- vogi og Breiðdalsvík sem við bú- um enn að. Hann var góður læknir, sem gott var að leita til og reyndist mörgum vel. Stund- um fylgdu með óhefðbundin læknisráð, eins og hann var þekktur fyrir, en fyrst og fremst vildi hann lækna og líkna fólki til sálar og líkama. Ég minnist Hallgríms sérstak- lega í kirkjunni sem ég þjóna sem sóknarprestur. Hann rækt- aði menningu og kirkju, kom til messu á Djúpavogi og í sveita- kirkjunum og stundum í kirkju- skólann með barnabörnin. Þau voru einstaklega samhent hjón, Sigurlaug og Hallgrímur og ljúft að eiga með þeim samverustund- ir. Sigurlaug söng í kirkjukórn- um og þau hjón tóku virkan þátt í félagsstarfi kórsins og öðru fé- lagslífi og viðburðum á Djúpa- vogi og lögðu sitt af mörkum til að efla gott samfélag. Margir foreldrar minnast þess, hve Hallgrímur var mikill barnavinur, börnin hlökkuðu jafnvel til að fara til læknis. Það lýsir honum vel. Lífsgleðin var samferða honum og návist hans gefandi og bar vitni um að hon- um þótti vænt um fólk . Ég er þakklát að hafa kynnst Hallgrími lækni og þakka góða samfylgd. Mikill er missir Sig- urlaugar og dætranna og fjöl- skyldna þeirra. Megi góður Guð styrkja ykkur og veita huggun og von. Sjöfn Jóhannesdóttir, Djúpavogi. Þakklæti er mér efst í huga við ótímabært andlát kærs vinar, Hallgríms Magnússonar læknis. Þakklæti fyrir það að hafa fengið að kynnast honum árið 1993 þeg- ar ég falaðist eftir sjúkranudds- aðstöðu á læknastofunni hans úti á Seltjarnarnesi. Hallgrím þekkti ég ekki neitt, hafði heyrt af áhuga hans á náttúrulækning- um sem voru í samhljóm við mína trú og reynslu, og langaði mig að hefja störf þarna. Hann tók mér opnum örmum og sjálfsagt mál að fá aðstöðu. Þarna eignaðist ég vin fyrir lífstíð. Hallgrímur var sannur læknir sem trúði á heil- unarmátt líkamans. Hann vildi valdefla fólk og kenna því að bera ábyrgð á eigin heilsu með því að veita líkamanum þá nær- ingu sem hann þarf og uppræta rót sjúkdóma en ekki afleiðingar. Hallgrímur lifði og starfaði út frá andanum og kærleikanum, hann dæmdi ekki, þótt hann sjálfur hefði verið dæmdur. Hann vissi að hver hugsun hefði áhrif á allan heiminn og hvatti fólk til að biðja og senda öðrum góðar óskir. Ein- hverju sinni sagði hann mér að tilgangur lífsins væri þjónusta við aðra. Hann lifði sannarlega eftir þeirri hugsjón því alltaf var hann til staðar til að veita ráð, sama hvaða tími eða dagur var. Genginn er kærleiksríkur maður sem mun lifa alla tíð með þeim sem hann þekktu. Ég votta að- standendum mína dýpstu samúð. Jóhanna Briem. Við kveðjum nú kæran liðs- mann, Hallgrím Magnússon lækni. Það var okkur öllum mikið áfall er við fengum fréttir af því að hann hefði lent í umferðar- slysi á Biskupstungnabraut á leiðinni heim úr vinnu. Hann hafði nýleg kvatt samstarfsfólk sitt og lagði glaður af stað heim. Hallgrímur starfaði á Heil- brigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum, sem þá hét Heilbrigðisstofnunin í Vest- mannaeyjum á áttunda áratugn- um. Hann bjó þar ásamt eigin- konu og dætrum og starfaði þar eftir eldgosið í Heimaey. Hall- grímur starfaði síðar á Heil- brigðisstofnun Suðurlands frá árinu 2003 sem yfirlæknir á handlækningadeild á Selfossi og síðar sem heilsugæslulæknir í Hveragerði frá árinu 2007. Sam- hliða starfi sínu sem heilsugæslu- læknir starfaði Hallgrímur sem svæfingalæknir á skurðstofunni á Selfossi, allt til þess dags er hann lést. Við samstarfsfólk Hallgríms minnumst hans fyrir það að hann var einstaklega hjálpsamur, greiðagóður, eljusamur og ein- beittur. Hann hafði helgað starfsferil sinn lækningum og var ávallt reiðubúinn að leita nýrra leiða með það að markmiði að lækna og hjálpa þeim sem til hans leituðu. Sjúklingar sóttust eftir því að leita til hans og hann var óhræddur að taka upp nýj- ungar og fylgjast með því sem var að gerast í vísindum og nýrri þekkingu í heilbrigðisgeiranum. Hann var einnig ávallt reiðu- búinn að aðstoða samstarfsfólk, þegar eftir því var leitað. Hall- grímur var glaðlyndur og vinsæll meðal samstarfsmanna. Við er- um glöð og þakklát fyrir nær- veru hans og það mikla og góða starf sem hann lagði fram í þágu sjúklinga. Fyrir hönd starfsfólks Heil- brigðisstofnunar Suðurlands vottum við fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Stórt skarð er skilið eftir í starfshópnum á HSU við fráfall Hallgríms og við syrgj- um hann öll. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og við biðjum Guð að blessa minningu Hall- gríms. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU. Sumardagurinn fyrsti nálgað- ist og farfuglarnir farnir að koma til landsins hver af öðrum, allir tilbúnir að kveðja kaldan og rysj- óttan vetur og fagna betri tíð með hækkandi sól. Við vorum að skipuleggja sumarfríin okkar. Við vorum ekki að fara kveðja neinn, allra síst einhvern í hinsta sinn. Það var því mikið reiðars- lag að heyra að Hallgrímur Magnússon, góður vinur okkar og vinnufélagi, hefði látist í hörmulegu bílslysi á leið heim úr vinnu. Eftir sitjum við hljóð og harmi slegin. Hallgrímur var ein- stakur maður og góður vinnu- félagi, mikill dugnaðarforkur og ósérhlífinn. Hann var hjartahlýr og kærleiksríkur, kom ævinlega til vinnu með bros á vör og glað- ur í bragði. Oft syngjandi ein-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.