Morgunblaðið - 08.05.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.05.2015, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Smáauglýsingar Dýrahald Cavalier hvolpar til sölu Blendheim cavalier til sölu, fæddir 21.03.2015. Verða tilbúnir til afhend- ingar 30.05.2015. Þeir verða með ættbók frá HRFÍ. Fleiri upplýsingar má fá í síma 8464221 eða e-mail laudia92@hotmail.com Hljóðfæri Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Íþróttir Verðlaunagripir - gjafavara -áletranir Bikarar, verðlaunapeningar, barm- merki, orður, póstkassaplötur, plötur á leiði, gæludýramerki, starfsgreinastyttur. Fannar, Smiðjuvegi 6, Rauð gata, Kópavogi, sími 5516488 Til sölu Rotþrær-vatnsgeymar- lindarbrunnar. Rotþrær og siturlagnir. Heildar lausnir - réttar lausnir. Heitir Pottar. Lífrænar skolphreinsistöðvar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211 Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt Teg: 15450-18 Einstaklega mjúkir og þægilegir sandalar úr leðri, skinn- fóðraðir. Stærðir: 36-42. Verð: 11.885. Teg: 15450-19 Einstaklega mjúkir og þægilegir sandalar úr leðri, skinn- fóðraðir. Stærðir: 36-42. Verð: 11.885. Teg: 15450-102 Einstaklega mjúkir og þægilegir sandalar úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-42. Verð: 11.885. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Hjólbarðar Matador heilsárs- og vetrardekk 175/65 R 14 kr. 12.950 195/65 R 15 kr. 15.700 215/70 R 16 kr. 25.900 235/60 R 18 kr. 37.500 255/55 R 18 kr. 39.900 255/50 R 19 kr. 45.700 275/40 R 20 kr. 58.900 Framleidd af Continental Matador Rubber í Slóvakíu. Frábær dekk á góðu verði Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði Dalvegi 16b, 201 Kópavogi. S. 544-4333. Húsviðhald Tökum að okkur viðhald, við- gerðir og nýsmíði fasteigna fyrir fyritæki húsfélög og einstak- linga. Fagmenn á öllum sviðum. Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373. brbygg@simnet.is Hreinsa þakrennur, laga vatnstjón, ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Kerrur Humbaur gæða álkerrur Bjóðum þessar léttu og sterku álkerrur frá Humbaur Þýskalandi á kr. 149.900. Gerð1380. Stærð 201 x 102 cm, burður 750 kg brúttó og 628 kg nettó. Skoðið heimasíðu okkar. www.Topplausnir.is Upplýsingar í síma 5177718. Smiðjuvegur 40, gul gata. Kópavogi. Til leigu Lokastígur, 101 Miðbær/Vesturbær — Herbergi Herbergi sem eru lítil, 10 til 15 fm með húsgögnum, sameiginlegt eld- hús, þráðlaust internet, baðherbergi með sturtu. Langtímaleiga sem þýðir 12 mánuðir og lengur, kr. 60.000 til 70.000 þúsund. Kr 50.000 trygging vegna skemmda . Tveir mánuðir fyrir- fram. Laust . Senda póst . osbotn@gmail.com SUMARLEGIR OG SÆTIR Teg. RAPTURE - þunnur, haldgóður í 32-38 D, DD, E, F, FF, G, GG skálum á kr. 9.985. Teg. DECO - létt fylltur í 30-38 D, DD, E, F, FF, G skálum á kr. 9.980. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga ✝ Jón Agnarssonfæddist 24. júlí 1916 á Steinstúni í Árneshreppi í Tré- kyllisvík, Strönd- um. Hann lést 26. apríl 2015 á Land- spítalanum í Foss- vogi. Foreldrar hans voru hjónin Guð- laug Þorgerður Guðlaugdóttir, f. 20.1. 1889, og Agnar Jónsson, f. 24.1. 1889. Systkini hans voru Ingvar, f. 1914, d. 1996, Guðrún Ágústa, f. 1915, d. 1935, og fjögur systkini sem létust í fæðingu. Jón giftist Sigríði Tóm- asdóttur frá Brimilsvöllum í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi, 13. júní 1943. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Agnar, f. 30.3. 1944, sambýlis- kona Ingibjörg Kristjánsdóttir. Börn hans með Sigríði Sigurð- ardóttur, fyrrverandi konu sinni: a) Agnes, f. 10.6. 1970, sonur hennar: Pétur, b) Jón, f. 15.2. 1976, maki hans er Helen Gróa Guðjónsdóttir. Börn þeirra: Katrín Birna, Agnar Guðjón, María Snædís; 2) Guðlaug, f. 15.11. 1947, börn a) Ingólfur, f. 27.7. 1970, faðir Sigurður V. Ing- ólfsson, b) Ágúst Bjarki, f. 1.2. vitssamur og frábær verkmaður. Börn og unglingar á þessum tíma urðu líka að byrja ung að hjálpa til á heimilum foreldra sinna. Jón vann á Djúpuvík við upp- byggingu síldarverksmiðjunnar þar, þegar síldarævintýrið var í algleymingi. Síðan fór hann til Þingeyrar við Dýrafjörð í nám í vélvirkjun undir stjórn kennara og stjórnanda sem var þekktur fyrir vandvirkni og kunnáttu með vélar og lauk Jón þar námi. Jón flutti svo til Reykjavíkur og hóf störf hjá vélsmiðjunni Héðni og vann þar í nokkur ár. Jón kynntist konu sinni, Sig- ríði, í Reykjavík og bjuggu þau fyrstu búskaparárin í Tjarnar- götu 10a, beint á móti Ráðhús- inu, þar til þau fluttu í Kópavog. Þar byggðu þau sér framtíðar- heimili fyrir fjölskylduna á Digranesvegi 48b, sem þá var, en er nú Digranesheiði 8, Kópavogi. Á svipuðum tíma byggðu þau véla- og bifreiðaverkstæði við hliðina á heimili sínu sem heitir nú Bifreiða- og vélaverkstæði Jóns Agnarssonar. Jón starfaði þar eftir að hann hann hætti í Héðni og flutti í Kópavog. Jón vann þar við bifreiða- og véla- viðgerðir ásamt syni sínum alla ævi síðan, þar til fyrir örfáum ár- um, en Agnar sonur hans lærði vélvirkjun eins og faðir hans. Útför Jóns fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 8. maí 2015, kl. 13. 1975, faðir Magnús P. Karlsson, fyrr- verandi sambýlis- maður; maki Ágúst- ar Bjarka er Sigur- veig Margrét Stef- ánsdóttir. Börn þeirra: Sverrir Þór, Snorri Marteinn, Magnús Steinar og Kári Stefán. 3) Ragnheiður, f. 2.12. 1953, börn hennar með fyrrverandi manni sínum, Guðmundi Sighvatssyni: a) Sig- ríður Hrönn, f. 30.10. 1978, barn hennar: Sunna, b) Atli Örn, f. 15.7. 1980, maki hans er Vigdís Lúðvíksdóttir. Börn þeirra: Sól- ey Nótt og Úlfar Alexander. Jón fæddist á Steinstúni í Ár- neshreppi og ólst þar upp fyrstu æviárin, en móðurforeldrar hans bjuggu þar. Síðan flutti fjölskyldan að Melum í Árrneshreppi og bjó þar í nokkur ár og loks fluttu þau að Hrauni í sömu sveit þegar Jón var kominn nálægt fermingu og bjuggu þar næstu árin þangað til foreldrar hans fluttu til Reykja- víkur sökum sjóndepru föður hans. Það kom snemma í ljós að Jóni var margt til lista lagt og sér- staklega var hann hagur í hönd- um eins og foreldrar hans, hug- Afi minn, Jón Agnarsson, fæddist árið 1916 á bænum Steinstúni, í Árneshreppi í Tré- kyllisvík, á Ströndum, sem Hrafn Jökulsson nefnir af- skekktustu sveit á landinu í bókinni „Þar sem vegurinn end- ar“, frá 2007, en síðan bjó fjöl- skyldan lengi á bænum Hrauni, sem nefndur er nýbýli í bókinni „Strandamenn“ eftir Jón Guðnason. Afi mundi tímana tvenna og upplifði miklar þjóðfélagsbreyt- ingar. Hann lærði vélvirkjun á Þingeyri og hefur sennilega erft hæfileika frá föður sínum, sem var annálaður hagleiksmaður. Ingvar bróðir hans var fjölfræð- ingur, rithöfundur og listmálari, en vann lengst af sem forstjóri Barðans, svo áttu þeir eina syst- ur sem dó aðeins 19 ára, Guð- rúnu Ágústu. Afi og Ingvar unnu á Djúpu- vík en ömmu Sigríði kynntist hann heima hjá Ingvari sem leigði á Mánagötunni í Reykja- vík, en hún var systir Aðalheið- ar, sem varð kona Ingvars. Amma og afi voru vel kristin. Sálmarnir sem þau kenndu mér voru það fyrsta sem ég lærði í tónlist og fann ég að heimilislíf- ið hjá þeim og fólki af þeirra kynslóð var nokkuð sem ég kunni vel að meta. Áhrifin verða æ dýrmætari með tímanum. Ég held að metnaður afa hafi ævinlega verið sá að vera eins vandvirkur og hann gat, frekar en að verða auðugur af viðgerð- unum. Ánægja viðskiptavinanna skipti hann miklu. Hann var verkfræðingur í eðli sínu og fann ótal lausnir á erfiðum við- fangsefnum, sérstaklega á þeim tímum þegar bílar voru svo sjaldgæfir og verðmætir að mikilvægt var að gera við þá en ekki bara að kaupa sér nýjan bíl. Afi var mjög mildur uppal- andi, faðir og afi, glaðlyndur og söngelskur, eins og amma mín líka var. Þau nutu sín vel úti í náttúrunni, oft var farið í Heið- mörk og sungið í bílnum á leið- inni, revíulög, þjóðlög og hvað- eina. Hvernig er hægt að komast í gegnum lífið án bjartsýninnar og lífsgleðinnar sem hann gaf öllum í kringum sig? Maður verður að reyna að læra af hon- um og tileinka sér þá góðu kosti sem hann hafði til að bera. Vel tel ég þau ömmu og afa hafa sinnt því að ala mig upp, að sínu mikla leyti. Á grænum grundum framlífsjarðar hafa þau nú aftur sameinast, ásamt öðrum ættingjum og vinum. Ingólfur Sigurðsson. Sumt fólk á lífsleiðinni verður manni minnisstæðara en annað af ýmsum ástæðum. Heiðurs- maðurinn Jón Agnarsson er einn þeirra. Hann andaðist á Borgarspítalanum 26. apríl síð- astliðinn, á 99. aldursári. Ég kynntist Jóni haustið 1988 í gegnum dótturson hans, Ingólf Sigurðsson, en við Ingólfur vor- um þá báðir á málabraut Menntaskólans í Kópavogi. Jón hafði þá verið ekkill í tæp þrjú ár, en eiginkonu hans, Sigríði Tómasdóttur, hafði ég lítillega kynnst í gegnum Kirkjufélag Digranesprestakalls, þar sem hún var virk á meðan hún lifði. Aldrei sagði hún mér þó að hún ætti dótturson á aldur við mig, en tilviljun réð því að nokkrum árum síðar lentum við Ingólfur saman í bekk og með okkur þró- aðist djúp vinátta. Það er óneit- anlega svolítið sérstakt að alast nær alfarið upp í skjóli afa síns og ömmu, en í stormum brost- inna fjölskyldutengsla voru þau Jón og Sigríður klettarnir í upp- vexti þessa dóttursonar síns. Sigríður lést skyndilega 28. des- ember árið 1985, en þá var Ing- ólfur aðeins fimmtán ára gam- all. Allt frá fyrstu kynnum mínum við Jón nokkrum árum síðar tók hann mér vel og fagn- aði mér alltaf innilega er ég kom í heimsókn. Þeir sóttu mik- inn styrk hvor til annars, ekki síst þegar árin færðust yfir. Jón rak bifreiðaverkstæði við heim- ili sitt að Digranesvegi 92, sem síðar varð Digranesheiði 8, ásamt Agnari syni sínum og starfaði með honum þar á með- an hann gat, en fylgdist með nánast allt fram til hinstu stundar. Við heimilið stóð einnig bíllinn hans, gulur Oldsmobile frá árinu 1926, sem vakti gríð- arlega athygli fjölda fólks. Ók hann þeim bíl sínum sjálfur eitt- hvað fram yfir nírætt. Þeir eru ekki margir á tíræðisaldri sem eiga gangfæran bíl sem aðeins er tíu árum yngri en þeir sjálfir. Jón var afskaplega vinnusamur og vandvirkur en umfram allt lífsglaður maður, sem hafði gaman af léttu gríni og unni söng og dansi. Hann var einnig reglusamur og sérstaklega heilsuhraustur, enda gætti hann vel að mataræði sínu. Hann fór reglulega í sund og síðar stuttar gönguferðir, auk þess sem síð- ustu árin naut hann þess að dansa með eldri borgurum að Stangarhyl 4. Kom hann stund- um prúðbúinn til dyra, er ég kom til Ingólfs undir kvöldmat og spurði mig, hvort ekki væri sunnudagur í dag! Fór hann þangað allt fram í febrúar á þessu ári, er heilsu hans tók að hraka. En lífsviljinn var enn til staðar um stundarsakir. Aldrei leit hann á sig sem gamalmenni. Vakti hann oft undrun þess fólks sem annaðist hann, jafnvel undir það síðasta. Því fólki ber að þakka alla alúð og umhyggju. Jón stóð ætíð á meðan stætt var og naut langrar ævi. Ég tengd- ist Jóni Agnarssyni og fjöl- skyldu hans sterkum vináttu- böndum og tel ég mig vera ríkari að hafa kynnst honum. Ef til vill er það aðeins tilviljun, að hann lést á sömu deild Borg- arspítalans og faðir minn, sama dag og móðir mín, bara sextán árum síðar, og náði svipuðum aldri og amma mín! Ég bið al- góðan Guð um að blessa minn- ingu þeirra hjóna, Jóns Agnars- sonar og Sigríðar Tómasdóttur, og sendi öllum ástvinum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Þorgils Hlynur Þorbergsson. Jón Agnarsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.