Morgunblaðið - 08.05.2015, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 08.05.2015, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 Ólafur Ingi Þórðarson hefur verið eigandi Vitabars frá árinu2000 en sá staður er þekktur fyrir sína góðu hamborgara ognautakjöt sem eru á ótrúlega fínu verði. „Þetta er einn af þessum rótgrónu stöðum í Reykjavík sem ganga sinn vanagang,“ segir Ólafur. „Það er alltaf jafnmikið að gera og það kemur til af því að engu hefur verið breytt í 25 ár. Við erum með sama matseðilinn, innréttingarnar eru þær sömu og nánast sama starfsfólkið. Ég er þarna aðallega á morgnana og í hádeginu, sé um þrif, bókhald og al- mennt viðhald. Við keyrum á því að vera ódýr og einföld, höfum allt- af keypt hráefnið frá Kjöthöllinni og það hefur verið alveg einstak- lega gott að eiga samskipti við þá sem vinna þar. Ég er einnig í ferðamannabransanum, er með tíu manna jökla- trukk og heitir fyrirtækið Unique Iceland Tours. Í frítíma mínum hef ég afskaplega gaman af laxveiði og reyni að fara í hana á sumr- in. Fastur punktur er að fara í Affallið í Landeyjum, annað er tilfall- andi, ég get ekki skipulagt mig fram í tímann. Svo hef ég óskaplega gaman af ferðalögum og fer eins oft út og ég hef mögulega efni á. Síðast fórum við til Miami um páskana að heimsækja son minn sem er í námi þar og enduðum á Bahamaeyjum.“ Eiginkona Ólafs er Vilborg Guðmundsdóttir hárgreiðslukona. Börn þeirra eru Haukur Ingi 20 ára, Guðmundur Hólm 17 ára og Dagbjört María 10 ára. „Ég er mikill veislumaður en ætla að breyta til núna og ekki halda neina afmælisveislu.“ Ólafur Þórðarson er fimmtugur í dag Vertinn á Vitabar Ólafur fyrir framan tíu manna trukkinn sinn. Sami matseðillinn í aldarfjórðung Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Eva Eldey Tryggvadóttir fæddist 31. maí 2014 kl. 18.45. Hún vó 3.700 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðný Sigurmundsdóttir og Tryggvi Hjaltason. Nýr borgari P étur fæddist í Reykjavík 8.5. 1965 og ólst upp við Skúlagötuna til átta ára aldurs. Þá flutti fjöl- skyldan í efra Breiðholt þar sem Pétur ólst síðan upp. Pétur hóf skólagönguna í Ísaks- skóla, var síðan í Fellaskóla og lauk grunnskólanum í Hólabrekkuskóla. Hann stundaði nám í húsasmíði og lauk prófum í þeirri grein frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Fótboltaferillinn Pétur byrjaði ungur að æfa knatt- spyrnu enda var hann í hópi fremstu og þekktustu knattspyrnumanna hér á landi á sínum yngri árum: „Þá snerist nú lífið um fótbolta frá morgni til kvölds. Ég byrjaði feril- inn hjá Leikni í Breiðholti, korn- ungur, og við urðum Reykjavíkur- meistarar innanhúss í 5. flokki, árið Pétur Wilhelm Biering Arnþórsson deildarstjóri – 50 ára Fjölskyldan Pétur, Rósa Vilborg ásamt Atla Steini og Pétri Mána í afmælisveislu í fyrrasumar. Knattspyrnan, friðar- gæslan og slökkviliðið Á Siglufirði Pétur staddur í sumarhúsi fjölskyldunnar við smíðar. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is F A S T U S _ H _ 3 2 .0 5 .1 5 Fastus ehf., - Velkomin í verslun okkar. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 Resorb Sport Þegar þú stundar úthaldsíþróttir eins og hjólreiðar, fjallgöngur, hlaup o.fl. • Bætir upp vökvatap • Minnkar líkur á vöðvakrömpum • Flýtir endurheimt (recovery) • Bragðgóður og handhægur • Inniheldur m.a. magnesium Fæst í fjölmörgum apótekum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.