Morgunblaðið - 08.05.2015, Side 36

Morgunblaðið - 08.05.2015, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2015 KOLAPORTIÐ kolaportid.is Einstök stemning í 26 ár Opið laugardaga og sunnu daga frá kl. 11-17 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver hefur mistúlkað orð þín og þú þarft að gera allt sem í þínu valdi stendur til að leiðrétta misskilninginn. Reyndu að sjá hlutina í réttu ljósi áður en þú lætur til skarar skríða. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhver langt í burtu lætur á sér kræla. Umheimurinn sperrir eyrun. Mundu að raun- verulegt örlæti felst í því að láta hlutina af hendi þegar þörfin fyrir þá kemur upp. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Bjartsýni og sjálfstraust eru mik- ilvæg í dag. Farðu út og gerðu eitthvað upp- byggilegt þér til dægrastyttingar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er erfitt að verða óvart vitni að hlutum milli annarra. Búðu þig samt undir harða samkeppni sem þú þó átt að geta sigr- ast á. Sýndu þolinmæði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú þegar þú hefur útlínur verkefnisins klárar er tímabært að setjast yfir smáatriðin. Reyndu að forðast átök ef mögulegt er. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú finnur bæði fyrir uppreisnarkennd og metnaði. Auðvitað er allt þeim að kenna, en hvers vegna að skella skuldinni á aðra? Bættu skaðann og haltu þína leið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú verður meðal sterkra persónuleika þegar þú laðast að fólki sem heillar þig upp úr skónum. Farðu þér hægar og gefðu öðrum góðan tíma til þess að skilja hvað þú vilt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú reiðir þig yfirleitt ekki á vin- gjarnleika ókunnugra – en stundum þó, og þú verður sjaldan fyrir vonbrigðum. Láttu þér standa á sama um fáfræði annarra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að gefa þér tíma til ein- veru í dag. Atvinnutækifærin sem þú girnist eru nær en þig grunar. Talaðu hreint út við vinnufélaga þína og hugaðu betur að sjálfum þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hafðu alla hluti á hreinu svo ekki komi til misskilnings milli þín og þinna eða þín og þess opinbera. Leitaðu þér upplýsinga og gerðu áætlanir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gefðu gaum að orðum þínum, því þau hafa mikla þýðingu og geta skorið úr um hvort þú nærð árangri eða ekki. Fylgstu vel með fjármálunum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki er um annað að ræða en ganga á hólm við ákveðið verkefni, þótt þú berir ein- hvern kvíðboga fyrir því. Svo lengi lærir sem lifir. Skemmtileg vísnaskipti voru áBoðnarmiði fyrir skömmu og byrjuðu með þessari vísu Jóns Gissurarsonar: Geng ég oft um vísnaveg vert er mjög að þakk’ann. Ferskeytluna faðma ég fram á grafarbakkann. Þegar loks mitt þrýtur skeið og þrengir lífs að funa áfarm vil ég eiga leið innanum ferskeytluna. Helgi Björnsson bætti við: Hef á vísum ærna ást yrði ég því feginn að verði auðið við að fást vísur hinum megin. Dagbjartur Dagbjartsson sagði: Það er nú ekki svona gott hérna megin: „Í sínum ljóðum sumir mest sýna eigin heimsku. Vísur mínar væru best vafðar þögn og gleymsku“ Og bætti við í sviga: gömul ólundarvísa. Ágústa Ósk Jónsdóttir sagðist alltaf hrifin af lýsingu Páls Ólafs- sonar þar sem hann segir: „Alla daga yrki ég – ógn er vísnagrúinn – óðar en ég andann dreg oft er vísan búin. Oft ég svona á kvöldin kveð kvæðin út í bláinn óðar gleymd, af engum séð eru þau og dáin. Þeim er víst í þessum heim þarfalaust að flíka; eg fer senn á eftir þeim út í bláinn líka. Jón Gissurarson segir: „Páll var snillingur,“ og bætir við: „Sagt er að Ísleifur Gíslason hafi eitt sinn ort svo: Þetta er alveg einstök snilld og ekki dropi niður frúin hún er feikna gild friður sé með yður. Jón bætir þessari athugasemd við: „Sumir segja að einhver annar hafi gert seinnipartinn.“ Árni Gunnarsson leggur þetta til málanna: „Þessa vísu heyrði ég fyrir löngu og þá svona: Frúin er orðin feikna gild: Friður sé með yður! Alveg var þetta einstök snilld og ekki dropi niður.“ Og bætir við: „Sigfús í Steintúni var sagður hafa átt bæði frúna og vísuna.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Leikur að vísum Í klípu „SVO VIÐ GÆTUM FORÐAST TAFIR ÁKVAÐ ÉG AÐ KOMA MEÐ VANDAMÁLALEYSI Á FUNDINN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG GERI RÁÐ FYRIR AÐ ÞÚ VITIR AÐ VEKJARINN ÞINN HRINGDI EKKI OG ÞÚ ERT ORÐINN KLUKKUTÍMA OF SEINN Í VINNUNA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar æfingin skapar meistarann. KOMINN TÍMI Á MEGRUN, GRETTIR EINMITT ÞEGAR ÉG VAR AÐ NÁ KJÖRÞYNGD MINNI! ÞESSI KASTALI Á AÐ VERA MEÐ BESTU BAKARÍIN Í ÖLLU FRAKKLANDI! ÞANNIG AÐ VERKEFNI DAGSINS ER AÐ KOMA TIL BAKA MEÐ HVERJA EINUSTU KÖKU! Hugmyndir og viðhorf breytast. Víkverji rakst nýlega á bók í hillu, sem nefnist „Aðlaðandi er konan ánægð“. Bókin er þýdd úr ensku, er eftir bandarískan höfund, Joan Bennett, og kom út á Íslandi 1946, þremur árum eftir að hún kom út vestan hafs. Í upphafi segir að „á síð- ustu þrem áratugum hafi flestar af dyggðum þeim og siðvenjum, sem kallaðar voru kvenlegar, farið veg allrar veraldar“. Nú sé svo komið að konur séu jafnvel kallaðar til starfa í fremstu víglínu: „Öllum ofbýður þetta – nema okkur konunum.“ x x x Bennett veitir ýmis ráð: „Karl- menn hrífast frekar af glaðlegu and- liti en mjög fríðu. Reisið upp brettar brúnirnar, lyftið munnvikunum upp, rekið deyfðina úr augunum. Látið sírenur „filmunnar“ um ólundarsvip- inn. Ánægjan, sem karlmenn hafa af því að horfa á ólundarleg andlit, er aðeins fólgin í vitneskjunni um það, að þeir þurfi ekki að hafa þau fyrir augunum alla daga.“ x x x Á einum stað er millifyrirsögnin Gerið húsverkin að leikfimi: „Þegar þér þvoið gólf, sópið, ryksugið, heng- ið út þvott eða starfið eitthvað ann- að, skulið þér ekki beygja yður eða hnipra saman, heldur nota tækifærið og rétta úr yður við verkið, gera þessi störf og önnur heimilisstörf, sem til þess eru fallin, að leikfimi. Hvað sem hverjum kann að finnast, er það gott fyrir vaxtarlagið.“ x x x Bennett hefur greinilega áhyggj- ur af hreinlæti kynsystra sinna. Sér- stakur kafli er um hreinlæti og talar hún ekki um bað heldur þrifabað. Leiðbeiningar um hvernig eigi að baða sig eru í átta liðum og lýkur á setningunni: „Nú eruð þér hrein. Þetta var rækilegt bað.“ Ekki þó al- veg hrein, því að nokkrum síðum síð- ar koma leiðbeiningar um hárþvott. Þær eru í ellefu liðum. x x x Bennett var þekkt leikkona á sín- um tíma og því hefur bókinni ugg- laust verið tekið vel er hún kom út, en nú er hún í besta falli fyndin. vík- verji@mbl.is Víkverji Því að laun syndarinnar er dauði en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum. (Rómverjabréfið 6:23)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.