Morgunblaðið - 16.05.2015, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.05.2015, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015 Deilur á vinnumarkaði Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Starfsgreinasamband Íslands, SGS, hefur frestað boðuðum verkfallsaðgerðum um 10 þúsund félagsmanna 19. og 20. maí nk. Ótíma- bundnu verkfalli, sem átti að hefjast 26. maí, hefur verið frestað til 6. júní, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Hins vegar verða tveggja daga verkföll á landsbyggð- inni 28. og 29. maí. Stéttar- félag Vesturlands tilkynnti það sama í gær, í raun 1-2 tímum fyrr en SGS, en fé- lagið hefur hætt samfloti með SGS við samninga- borðið og hyggst ganga til liðs við Flóabandalagið og verslunarmenn. Ástæðan er óánægja með að einstök fé- lög SGS hafi verið að gera kjarasamning við fyrirtæki á landsbyggðinni. Frestun ákveðin sl. þriðjudag Samninganefndir SGS og SA eiga boðaðan fund hjá ríkissáttasemjara nk. mánudag. Björn Snæ- björnsson, formaður SGS, segir samninganefndina hafa ákveðið það sl. þriðju- dag að fresta aðgerðum til að gefa SA tækifæri til að koma með betra til- boð. Hann segir Stéttarfélag Vesturlands hafa verið með í ráðum, þó að félagið hafi ákveðið að draga sig út úr samfloti í viðræðum. Takist ekki að semja á næstu vikum, og komi til allsherjarverkfalls 6. júní, þá nær það til um 80 þúsund launamanna innan SGS, VR, Flóabandalagsins og Landssambands versl- unarmanna. Björn segir að með því að færa að- gerðir inn á sömu daga þá sé vissulega verið að auka þrýting á viðsemjendur. „Það taka allir sínar sjálfstæðu ákvarðanir í þessu. Þetta þýð- ir ekki að við séum að slaka á okkar kröfum eða gefa ákveðið svigrúm,“ segir hann. Björn segir það ekki góðar fréttir að Vest- lendingar hafi ákveðið að draga sig út úr sam- flotinu með SGS. „Það er slæmt að Vestlendingar taki þessa ákvörðun en það hefur ekki verið óeining með- al okkar. Það var að vísu ágreiningur um þessa samninga en um önnur atriði hefur verið góð sátt,“ segir Björn og telur kjarasamningana, sem gerðir hafa verið við fyrirtæki utan SA, ekki hafa skapað óeiningu innan raða Starfs- greinasambandsins. Enn sé mikill hugur og baráttuvilji í fólki, um að ná fram góðum kjara- samningum. „Það er alls ekki svo að þverrandi vilji sé fyrir því að beita verkfallsvopninu,“ segir Björn og telur aðgerðirnar til þessa hafa heppnast vel. „Fólk verður enn brjálaðra þarna 28. og 29. maí, og síðan 6. júní, ef ekkert hefur komið frá SA, það er alveg ljóst. Enginn bilbugur er á okkar fólki. Ég sé nú stjórnvöld og SA stand- ast það ef 80 þúsund manns verða komin í verkfall þarna 6. júní. Menn verða þá að fara að hugsa sig um. Vilja menn gera þetta í friði, eða vilja menn hörkuátök?“ spyr Björn. Undanhaldið byrjaði strax Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttar- félags Vesturlands, er ósátt við að aðildarfélög innan SGS hafi verið að gera kjarasamninga við fyrirtæki á sama tíma og verkfallsaðgerðir standi yfir og viðræður við Samtök atvinnulífs- ins. Þessi félög hafi verið að storka samstöðu innan SGS og skilið þá hópa eftir sem lökust hafa kjörin. „Um leið og búið var að greiða atkvæði um verkföll voru menn byrjaðir að stunda undan- hald innan þessa hóps, sumir þeir sömu og hafa látið hvað hæst um að standa saman og berjast. Þetta þjónar ekki hagsmunum þeirra sem lökust hafa kjörin,“ segir hún. Signý segir það líka hafa skipt miklu máli, varðandi þá ákvörðun að draga sig út úr sam- flotinu, að innan félagsins starfi margir versl- unarmenn sem nú séu að greiða atkvæði um verkfall. Það geti jafnframt virkað betur að vera í samfloti með stærri hópum. „Við vorum heldur ekki sammála um þær dagsetningar sem Starfsgreinasambandið var með á verkföllunum, þær hentuðu okkur ekki. Það var því ýmislegt sem réð því að við ákváðum að gera þetta með öðrum hætti,“ seg- ir Signý. Hún á von á því að félagið gangi til liðs við verslunarmenn í samflotinu með VR og Flóa- bandalaginu. Vel hafi gengið að vinna með for- ystumönnum verslunarmannafélaganna. Vestlendingar til liðs við Flóafélögin  SGS frestar boðuðum verkfallsaðgerðum  80 þúsund manns í allsherjarverkfall 6. júní  Stéttarfélag Vesturlands hætt í samfloti SGS Morgunblaðið/KristinnHjá sáttasemjara Samningamenn í Flóafélögum og verslunarmannafélögum á fundi í gær. Signý Jóhannesdóttir Björn Snæbjörnsson SFR - stéttarfélag í al- mannaþjónustu hefur átt í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg, Sam- band íslenskra sveitarfé- laga og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) en samningar voru lausir 1. maí sl. Næsti samn- ingafundur er boðaður um miðja næstu viku. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir að þótt nokkrir samn- ingafundir hafi verið haldnir þá sé lítið að gerast. Verið sé að skoða sérstök mál en ekki launaliðinn enn sem komið er. Aðallega sé verið að skoða vaktavinnufyrirkomulag en SFR er í samfloti með Sjúkraliðafélagi Íslands og Landssambandi lögreglumanna. Það samstarf hefur ekki áður átt sér stað en Árni segir þetta hafa verið gert til að skapa sterkari einingu og auka slagkraftinn í við- ræðum. Þessar starfsstéttir eigi margt sam- eiginlegt og ekki síst vaktavinnuna. Í þess- um félögum eru alls um 5.500 manns starfandi hjá ríkinu, þar af um 3.800 í SFR, um 1.000 sjúkraliðar og 600 lögreglumenn. „Við fengum afhent svipað plagg og BHM sem var óburðugt en samt komin smá hugs- un í það,“ segir Árni Stefán en að hans sögn hefur ekki komið til tals að grípa til ein- hverra verkfallsaðgerða. Hann segist ekki sjá tilgang í því, miðað við stöðuna í dag. bjb@mbl.is SFR í samfloti með sjúkraliðum og löggum Árni Stefán Jónsson Bankamenn bíða eftir svari frá SA Bankamenn bíða eftir svari frá sínum viðsemj- endum eftir samninga- fund í síðustu viku. Þar lögðu Samtök starfs- manna fjármálafyrir- tækja, SSF, fram hug- myndir um kjarasamning til eins og hálfs árs. Næsti samningafund- ur er um miðja næstu viku. Friðbert Traustason, formaður SSF, segir að ef ekkert svar komi frá samninganefnd Sam- taka atvinnulífsins þá komi til greina að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Það komi í ljós eftir næsta fund. Kjarasamningur SSF rann út 1. mars sl. Síðan þá hafa nokkrir samningafundir ver- ið haldnir, en án niðurstöðu. „Við vorum í biðstöðu framan af. Mér sýnist að allir séu að bíða eftir öllum, enginn þorir að stíga skrefið,“ segir Friðbert um stöðu kjara- viðræðna almennt. „Mér sýnist atvinnurek- endur alveg vera jafn hræddir og verka- lýðshreyfingin. Menn eru ekki tilbúnir í aðra útfærslu en þá sem yrði sem heildar- niðurstaða á vinnumarkaði, hvort sem það verður í sumar eða haust. Ríkið gekk á undan með ákveðnu fordæmi og er síðan að reyna að fela það í einhverjum bún- ingi,“ segir Friðbert. Félagsmenn ekki hálaunafólk Hann segir það mikinn misskilning að félagsmenn SSF séu hálaunafólk „á of- urlaunum með feita bankabónusa“. Þannig hafi það aldrei verið. Tryggja þurfi lag- færingar á lægstu laununum þar eins og annars staðar. Stór hluti félagsmanna sé með 300-450 þúsund króna mánaðarlaun, t.d. gjaldkerar og starfsfólk í þjónustu- verum bankanna. Um 70% félagsmanna séu með háskólamenntun. Bendir Friðbert á að eingöngu í upplýsingatæknideildum fjármálafyrirtækja starfi um 600 manns og þar séu eftirsóttir hugbúnaðarsérfræð- ingar sem geta sótt í betri laun annars staðar. „Við höfum verið að velta upp hug- myndum um samning til styttri tíma. En langbest væri fyrir alla að semja til þriggja ára og koma á ró á vinnumark- aðnum,“ segir Friðbert. bjb@mbl.is Friðbert Traustason Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Það þokaðist ekki áfram á fundi okkar með samninganefnd ríkisins. Það olli okkur von- brigðum. Það var farið að hreyfast aðeins en við erum áhyggjufull yfir stöðunni,“ segir Þór- unn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í sex vikur og er næsti fundur ekki fyrr en á mánudag. Það er of seint að mati Þórunnar. „Þetta mætti vera að hreyfast hraðar – það verður að segjast alveg eins og er.“ Verkfall BHM hefur haft mikil áhrif á sam- félagið og varla sá einstaklingur sem hefur ekki fundið fyrir því með einum eða öðrum hætti. Ástandið með öllu óþolandi Í föstudagspistli sínum í gær segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, að verk- fallið sé öryggisógn. „Meðferð undanþágu- beiðna hefur hinsvegar verið með samræmdari hætti síðustu daga og sjúklingar látnir njóta vafans í þeim erfiðu aðstæðum sem uppi eru,“ segir Páll. Hann bendir einnig á að framundan séu verkföll hjúkrunarfræðinga og stoðstétta sem sinna ræstingu, flutningum og öðrum mik- ilvægum störfum. „Það má ekki verða. Ástandið er þegar orðið afar þungbært fyrir sjúklinga og starfsfólk og ef enn bætist í með verkföllum fyrrgreindra stétta tekur steininn fullkomlega úr.“ Síðan verkfall læknafélaganna hófst fyrir 29 vikum haf verkföll staðið yfir á Landsspítalanum í 17 vikur. Páll segir að ástandið sé með öllu óþol- andi. Sú hugmynd kom upp innan samninganefnd- ar BHM að herða aðgerðir en ákveðið var að bíða með það. „Það er kurr í okkar fólki og hef- ur komið til tals að herða aðgerðir en af því að við erum öll af vilja gerð til að leysa þessa deilu og ná samningum, eins og við höfum verið að reyna frá fyrsta degi, þá var niðurstaðan að gera það ekki heldur láta framkvæmd verk- fallsins standa eins og hún er í trausti þess að eitthvað þokist áfram á fundi sem hefur verið boðaður á mánudag,“ segir Þórunn. Léttara yfir Flóanum Heldur léttara hljóð var í Kristjáni Gunn- arssyni, formanni Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur, sem er eitt Flóafélaganna. Hann sagði að fundurinn í gær hefði farið í hring. „Við byrjuðum fundinn ferlega neikvætt en svo var lagt fram nýtt plagg með breyttum áherslum og framsetningu. Við sátum yfir því og tölurnar eru nær því að vera að okkar skapi og það verður áfram unnið með það. Það má segja að þetta hafi verið jákvæðasti dagurinn hingað til,“ segir Kristján en nýr fundur hefur verið boðaður á sunnudag. Dimmir á ný í deilu BHM og ríkisins  Fundur hjá samninganefndum BHM og ríkisins skilaði engu  Jákvæður dagur hjá Flóafélögum Kristján Gunnarsson Páll Matthíasson Þórunn Svein- bjarnardóttir „Það var ákveðið á fundi starfsmanna FHSS í Fjársýslunni og stjórnar FHSS að stjórnin myndi boða til atkvæðagreiðslu á mánudaginn um boðun ótímabundins verk- falls þann 2. júní. Það liggur fyrir á mánu- dag hvort af því verður,“ segir Ragnheiður Bóasdóttir, formaður Félags háskólamennt- aðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Eins og kunnugt er dæmdi félagsdómur í síðustu viku verkfall FHSS ólögmætt, þar sem tilkynning um það verkfall var ekki send til fjármála- og efnahagsráðherra. Verkefni Fjársýslunnar eru fjölbreytt og snerta marga enda og segir Ragnheiður að verkfall FHSS í Fjársýslunni bíti. Liggur fyrir á mánudag STARFSMENN FJÁRSÝSLU RÍKISINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.