Morgunblaðið - 16.05.2015, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015
„Harpa er vel byggt hús,“ er yfir-
skrift svars fasteignasviðs Hörpu við
grein Örnólfs Hall arkitekts, „Af
fjölda galla í Hörpu“, sem birtist 14.
maí s.l. Morgunblaðið óskaði eftir
viðbrögðum við gagnrýni Örnólfs.
Hér er birtur útdráttur úr svarinu.
Hvað varðar ryðmyndanir segir
fasteignasviðið að ekki sé hægt að
útiloka að raki geti þést á einstaka
stað og valdið ryðpunktum „en
málningarkerfið, þrefalt vatnsvarn-
arkerfi, slitnar kuldabrýr, stýrðar
umhverfisstæður stálsins innanhúss
og þar með talin loftræsing í gegn-
um glerhjúpinn koma hins vegar í
veg fyrir að þetta verði vandmál eins
og reynslan hefur sýnt þau fjögur ár
sem eru liðin frá opnun Hörpu.“
Verktaki skipti um fyrri „stuðla-
vegg“ á sinn kostnað. „Harpa varð
ekki fyrir beinum kostnaði af völd-
um þessa en afleiddur kostnaður
vegna óþæginda við opnun hússins
hefur ekki verið metinn,“ segir í
svarinu.
Varðandi gagnrýni á málmsuðu,
málmsmíði og samtengingar segir
fasteignasviðið að eflaust megi finna
einhverjar suður sem ekki standist
fullkomlega fegurðarkröfur en það
sé lítið hlutfall af þeim tugum þús-
unda suðna sem eru í burðarhjúpi
glervirkisins.
Verktaki kostaði fúguviðgerð
Almennt séu silikonfúgur ágæt-
lega frá gengnar. Skera hafi þurft
upp frágang fúgu á miðri norðurhlið
á 1. hæð og endurnýja silikonfúgu
milli glerja vegna þess að lokað hafði
verið fyrir frárennslisleið í drenkerfi
glugganna. „Það var á ábyrgð og
kostnað verktaka að bæta úr þessu.“
Sjónsteypa í Hörpu er almennt
sögð hafa heppnast vel. Þó séu dæmi
um steypur sem tókust síður. Í
nokkrum tilfellum mat verkfræði-
stofan Efla að tilefni væri til end-
ursteypu og var það gert.
Efla tók út flísalögnina og var
ekki gerð athugasemd við hana.
Arkitektar hússins völdu gólfefni á
2.-5. hæð. Þá tók aðgengisfulltrúi
Blindrafélagsins út aðgengi í Hörpu
með tilliti til aðgengis sjóndapurra.
Fyrirkomulag aðalstigans (neyð-
arstigans) var tekið upp í samræðum
við byggingarfulltrúa og samþykkt.
Eld í Eldborgarsal á smíðatíma má í
báðum tilfellum rekja til óvarlegrar
vinnu með logsuðutæki. „Tekið var á
því vandamáli í samvinnu verktaka,
eftirlits og Vinnueftirlits.“
Hæð handriða í Eldborgarsal er
almennt 800 mm skv. samþykkt
byggingarfulltrúa. Undantekning
eru handrið við 2.-4. sætaröð sem
eru 730 mm og er það gert svo ekki
komi til truflunar á sjónlínu gesta á
þessum svölum. Bent er á að handrið
á fremstu svölum Þjóðleikhúss séu
700 mm há og 740 mm á fremstu
svölum Salarins.
„Nokkrum rúðum var skipt út
vegna galla sem uppgötvuðust á
framkvæmda- og ábyrgðartíma á
kostnað verktaka. Skipt hefur verið
um eina rúðu í austurhúsi vegna
móðu og bar framleiðandi kostnað af
nýrri rúðu en Harpa kostaði upp-
setningu.“ Bómukranabílar hafa
verið við Hörpu af ýmsum ástæðum,
t.d. til að hífa byggingarefni vegna
vinnu verktaka að úrbótum í sam-
ræmi við ábyrgð hans á verkinu.
Samkvæmt samningi milli bygg-
ingarfulltrúa, verkkaupa, Austur-
hafnar og ÍAV var framkvæmdaeft-
irlit við Hörpu falið Eflu og ÍAV
(glerhjúpurinn). Samtals 3.000 út-
tektir Eflu voru skráðar í Erindreka
byggingarfulltrúa. gudni@mbl.is
„Harpa er vel
byggt hús“
Svar Hörpu við gagnrýni arkitekts
Morgunblaðið/Eggert
Harpa Tónlistar- og ráðstefnuhúsið
við Reykjavíkurhöfn, er glæsilegt.
Skannaðu kóðann
til að lesa svar
Hörpu í heild.
Samtal á
afmælisári50
Föstudagur 22. maí kl. 8.30-10.45
Silfurberg í Hörpu
Tími til aðgerða
Landsvirkjun býður til opins fundar um hnattrænar loftslags-
breytingar og hvernig fyrirtæki geta unnið gegn áhrifum þeirra.
Í tilefni af 50 ára afmæli stendur Landsvirkjun
fyrir samtali við þjóðina með opnum fundum.
Allir velkomnir!
Framtíðaráhrif
loftslagsbreytinga
Áherslur stjórnvalda í loftslagsmálum
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
Hvernig vinnur Landsvirkjun gegn loftslagsbreytingum?
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Ísland
Halldór Björnsson, veður- og haffræðingur hjá Veðurstofu Íslands
Ábyrgð, samstaða og samstarf um lausn vandans
Halldór Þorgeirsson, forstöðum. stefnumörkunar hjá skrifstofu
Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar
Pallborðsumræður
Þátttakendur eru Halldór Björnsson, Halldór Þorgeirsson, Árni
Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, Rannveig Rist,
forstjóri Rio Tinto Alcan, Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri
Orkuveitu Reykjavíkur og Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis-
og auðlindaráðuneyti.
Fundarstjóri er Magnús Halldórsson, blaðamaður á Kjarnanum.
Skráning á fundinn og bein útsending á landsvirkjun.is
mundir. Á dögunum var tekið á
móti gestum og gangandi með
kostum og kynjum, þar sem
margskonar veitingar voru í boði.
Félagarnir Einar Kristinsson og
Jón Óskarsson, sem nú er látinn,
byrjuðu með litla saumastofu á
Hellu fyrir 55 árum og unnu jafn-
framt hjá Kaupfélaginu Þór. Þeg-
ar starfsemi þeirra varð umfangs-
meiri þá hættu þeir hjá
kaupfélaginu, stækkuðu sauma-
stofuna og stofnuðu verslunina
Mosfell samhliða henni.
Starfsemin jókst og stækkaði
og smám saman byggðu þeir upp
gisti- og hótelstarfsemi, bæði inni
í þéttbýlinu og einnig smáhýsa-
svæði fyrir gistingu og tjaldsvæði
í útjaðri kauptúnsins, sunnan við
brúna yfir Ytri-Rangá. Eftir að
Jón Óskarsson féll frá var gistist-
arfsemin seld öðrum aðilum, sú
starfsemi er nú rekin undir nöfn-
unum Hótel Hella annars vegar og
Árhús hins vegar. Einar Kristins-
son rekur verslunina Mosfell enn í
dag á afmælisárinu.
Sveitarfélög víða um land
hafa ráðist í undirbúning og fram-
kvæmdir til þess að ljósleiðara-
væða hinar dreifðu byggðir um
landið. Góð nettenging er forsenda
þess að ýmiskonar starfsemi geti
dafnað og þrifist. Þá má nefna að
almennir ferðamenn gera þá kröfu
í síauknum mæli að hafa gott net-
samband á viðkomustöðum sínum,
að ekki sé minnst á þá sem halda
vinnufundi og ráðstefnur. Líka má
nefna að allskonar starfsemi er
með vistun á netinu, t.d. fyrir bók-
hald, bókunarkerfi og margt
fleira.
Rangárþing ytra og nefndir á
vegum þess eru nú farin að huga
að þessum málum og er það
vel. Samgöngu- og fjar-
skiptanefnd sveitarfélagsins
hefur látið gera frumhönnun og
kostnaðarmat á lagningu ljós-
leiðara um Rangárþing ytra.
Gert er ráð fyrir því að 233
heimili og aðrir fái tengingu og
næg flutningsgeta verði í kerf-
inu til að unnt verði að bjóða
sumarhúsaeigendum og fyrir-
tækjum aðild. Kostnaðarmatið
gerir ráð fyrir 367 milljónum
króna fyrir utan virðisauka-
skatt. Þetta eru mun lægri fjár-
hæðir en áður var talið. Von-
andi kemur ríkisvaldið þó til
hjálpar í þessu verkefni eins og
reyndar hefur verið gefið í skyn
af núverandi stjórnvöldum.
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Afmæli Einar Kristinsson og Hjördís
Guðnadóttir í versluninni Mosfelli.
Hefur rekið verslunina Mosfell á Hellu í 50 ár
ÚR BÆJARLÍFINU
Óli Már Aronsson
Hella
Loksins er komið að því að
Landsnet ætlar að leggja raf-
magnslínur í jarðstreng gegnum
kauptúnið á Hellu. Þetta hefur
verið baráttumál margra í gegnum
árin, en strengir hafa verið í loft-
línum frá spennistöð vestan Hellu,
gegnum kauptúnið og austur í
Hvolsvöll. Þessar loftlínur hafa
löngum þvælst fyrir þegar verið er
í margs konar framkvæmdum, fyr-
ir utan sjónmengunina. Nú hefur
Landsnet sótt um framkvæmda-
leyfi hjá sveitarfélögunum til að
leggja þessa línu í jörð meðfram
hringveginum. Verkið þarf ekki að
fara í umhverfismat. Áætlað er að
framkvæmdin verði boðin út í vor
og verklok verði síðla í haust.
Reiknað er með að gömlu línurnar
verði fjarlægðar á árinu 2016.
Verslunin Mosfell á Hellu
fagnar 50 ára afmæli um þessar