Morgunblaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
Til sölu er tískuverslunin Tuzzi í Kringlunni.
Verslunin hefur verið rekin um fimm ára skeið og er þekkt
fyrir vandaðan kvenfatnað.
Verslunin er með trygg og góð viðskiptasambönd.
Tuzzi hefur skapað sér ákveðna sérstöðu
og á tryggan hóp viðskiptavina.
Verslunin er í 100 m2 leiguhúsnæði
með langan leigusamning.
Reksturinn hefur gengið vel og skilað ágætum hagnaði.
Áhugasamir hafi samband við jens@kontakt.is
H
a
u
ku
r
0
5
.1
5
Þorsteinn Ásgrímsson
thorsteinn@mbl.is
Vitnaleiðslum í stóra markaðsmis-
notkunarmáli Kaupþings er nú lokið,
en með yfirheyrslum yfir ákærðu
hafa þær tekið fjórar vikur, eða 17
daga í dómsal. Næst á dagskrá er svo
munnlegur málflutningur saksókn-
ara og verjenda, en áætlað er að hann
muni taka alla næstu viku.
Eftir að síðasta vitnið kom fyrir
dóminn í gærmorgun var dagskrá
næstu viku stillt upp. Ljóst er að dag-
skrá hvers dags verður frá kl. 9 til 16.
Saksóknari mun hefja leikinn og
sagðist hann þurfa heilan dag fyrir
sinn flutning. Á þriðjudaginn fyrir
hádegi er svo áætlað að verjandi
Hreiðars Más Sigurðssonar, fv. for-
stjóra bankans, flytji sitt mál og eftir
hádegi verjandi Sigurðar Einarsson-
ar, stjórnarformanns bankans.
Á miðvikudaginn mun verjandi
Ingólfs Helgasonar, fv. forstjóra
bankans á Íslandi, flytja mál hans, en
eftir hádegi þann sama dag er komið
að verjanda Birnis Sæs Björnssonar.
Birnir er einn þriggja í deild eigin við-
skipta bankans sem eru ákærðir í
málinu, en dómari hafði áður beint
þeim fyrirmælum til verjanda hans,
Péturs Kristins Guðmarssonar, og
Einars Pálma Sigmundssonar að
hafa samráð um málflutning sinn þar
sem hann væri nokkuð samtvinnaður.
Slíkt myndi koma í veg fyrir tvítekn-
ingu þeirra.
Verjandi Birnis sagðist gera ráð
fyrir 2-3 klukkustundum á miðviku-
daginn og verjandi Einars 4 klukku-
stundum fyrir hádegi á fimmtudag-
inn. Eftir hádegi þann sama dag yrði
verjandi Péturs svo 2-3 klukkustund-
ir. Þegar þetta varð ljóst spurði dóm-
arinn hvort þeir hefðu ekkert haft
neitt samráð, þar sem þetta væri
rúmlega einn og hálfur dagur í dóm-
sal. Svaraði verjandi Péturs því til að
þeir hefðu einmitt náð þessu niður í
þennan tíma með samráði. Málið væri
það stórt og umfangsmikið að þetta
væri lágmark.
„Almennilegur verjandi“
Var dómarinn orðinn nokkuð
stressaður yfir lengd málflutningsins
og spurði þá verjanda Magnúsar
Guðmundssonar, fv. forstjóra bank-
ans í Lúxemborg, hvað hún áætlaði
langan tíma. Sagðist hún þurfa í
mesta lagi eina og hálfa klukkustund.
Heyrðist þá í dómaranum: „Loksins
kemur almennilegur verjandi.“
Var nokkuð létt yfir mönnum í
dómsal á þessum tíma og bætti verj-
andi Sigurðar þá við að hann mót-
mælti þessu tali dómara, hann hefði
sjálfur líka aðeins séð fram á eina og
hálfa klukkustund. Dómari skoðaði
þá blaðið sitt og sagði ástæðu þessa
ruglings hjá sér vera að verjandinn
hefði sagt 90 mínútur í stað einnar og
hálfrar klukkustundar. „Ég játa,“
heyrðist þá í verjandanum.
Í framhaldi af málflutningi verj-
anda Magnúsar taka svo við verjend-
ur Bjarka Diego og Bjarkar Þórar-
insdóttur, en þau voru framkvæmda-
stjórar útlánasviðs og í lánanefnd
bankans. Að lokum er svo gert ráð
fyrir seinni ræðu saksóknara þar sem
hann meðal annars leggur fram kröfu
um refsingu ákærðu.
Dómarinn bar við minnisleysi
Arngrímur Ísberg héraðsdómari
lenti í sömu aðstæðum og mörg vitni
gera sem koma fyrir dóminn. Varð
hann að viðurkenna minnisleysi sitt
þegar rætt var um uppröðun tíma
fyrir málflutning verjenda. Gerði
hann grín að þessu öllu saman og
uppskar mikinn hlátur viðstaddra í
salnum.
Ljóst er að nýta þarf allan tíma
sem í boði er, en Arngrímur gekk út
frá því að setið yrði frá kl. 9 til 16
hvern dag.
Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar
Einarssonar, spurði dómarann hvort
þetta væru ekki helst til langir dagar
fyrir svo krefjandi mál og langan mál-
flutning. Benti hann dómara á að ný-
lega hefði hann varið mál þar sem
Arngrímur hefði sjálfur lagt mikið
upp úr því að aðeins væri setið frá kl.
9 til 15 hvern dag.
Arngrím setti hljóðan við þetta, en
sagðist svo skilja framburð vitna bet-
ur eftir þessa athugasemd. „Ég man
ekkert eftir þessu,“ sagði hann. Eins
og fyrr segir uppskar svar hans mik-
inn hlátur viðstaddra og skapaði tals-
vert léttara andrúmsloft en verið hef-
ur undanfarnar vikur.
Létt í dómsal í þungu máli
Vitnaleiðslum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings lokið Munnlegur mál-
flutningur saksóknara og verjenda næst á dagskrá Dómarinn uppskar hlátur
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Bið Steingrímur Kárason og Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einars-
sonar, sjást hér ræða sín á milli í einu réttarhléi í héraðsdómi.
Icelandair Group hlaut Útflutnings-
verðlaun forseta Íslands 2015. Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, afhenti verðlaunin við
hátíðlega athöfn á Bessastöðum í
gær en Björgólfur Jóhannsson, for-
stjóri Icelandair Group, veitti þeim
viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins.
Icelandair Group hlýtur verð-
launin fyrir þann einstaka árangur
sem fyrirtækið hefur náð í að laða
til landsins erlenda gesti og greiða
för landsmanna til annarra landa
með þróun viðskiptahugmyndar
sem hefur breytt upplifun á land-
fræðilegri stöðu landsins. Í frétta-
tilkynningu frá Íslandsstofu segir
að sú viðskiptahugmynd Icelandair
Group að nýta legu Íslands sem
styrkleika í alþjóðaflugi og stofna
til tengiflugs um Keflavíkurflugvöll
hafi ekki verið sjálfgefin enda
fylgdi henni
rekstrarleg
áhætta. Þessi
hugmynd hefur
gengið upp og er
leiðakerfi Ice-
landair nú talið
undirstaða vel-
gengni fyrirtæk-
isins og ein for-
senda þess
vaxtar sem hefur
verið í ferðaþjónustunni hér á landi.
Icelandair Group er nú eitt stærsta
fyrirtæki á Íslandi en hjá því starfa
tæplega 4.000 manns þegar mest
lætur. Dótturfyrirtæki þess eru Ís-
lendingum góðkunn en vöxtur fé-
lagsins stafar einkum af auknum
fjölda ferðamanna sem Icelandair
flýgur með yfir sumartímann.
Leggur félagið eftir sem áður
megináherslu á að fjölga ferða-
mönnum á Íslandi yfir vetrartím-
ann. Telja forsvarsmenn Icelandair
Group fulla ástæðu til að vera
bjartsýnir um áframhaldandi vöxt
og viðgang á komandi árum. Hafa
þeir uppi áætlanir um að taka í
notkun nýrri, stærri og langdræg-
ari flugvélar sem munu gera félag-
inu kleift að fjölga áfangastöðum
enn frekar. Minni flugvélar munu
einnig bætast við flotann og fjöl-
breytni hans aukast enn frekar.
Arnaldur Indriðason rithöfundur
hlaut sérstaka heiðursviðurkenn-
ingu við sama tilefni. Viðurkenn-
ingin er veitt einstaklingi sem þykir
með starfi sínu hafa borið hróður
Íslands víða um heim og þannig
stuðlað að jákvæðu umtali um land
okkar og þjóð.
benedikta@mbl.is
Verðlaun Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, tekur við Útflurningsverðlaunum forseta Íslands.
Áhættan borgaði sig
Icelandair Group hlýtur Útflutningsverðlaun forseta
Íslands og Arnaldur Indriðason fær heiðursviðurkenningu
Arnaldur
Indriðason
Búið er að opna Hrafnseyrar- og
Dynjandisheiði og Öxi og Breiða-
dalsheiði eftir sérstaklega erfiðan
vetur. Í frétt Vegagerðarinnar segir
að þessi vetur hafi verið erfiður í
vetrarþjónustunni þar sem víða hef-
ur verið mun meiri snjór en undan-
farin ár. Var það ekki eingöngu
snjórinn sem gerði veturinn erfiðan
heldur voru veður óvenju hörð og
leiðinleg stóran hluta vetrar, sér-
staklega á sunnan- og vestanverðu
landinu. Hefur Hellisheiðinni ekki
verið lokað jafnoft í langan tíma auk
þess sem vegna sérstaks veðurfars
þurfti einnig nokkrum sinnum að
loka Reykjanesbrautinni í vetur.
Dynjandisheiðin var opnuð fyrr í
vikunni en það er heldur seinna en
undanfarin ár. Vegna mikils snjós
tók næstum hálfan mánuð að opna
Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði,
sem er óvenju langur tími. Öxi fyrir
austan var opnuð á þriðjudag og áð-
ur var Breiðadalsheiði opnuð.
Morgunblaðið/Ómar
Snjór Opnað hefur verið á heiðum
eftir sérstaklega erfiðan vetur.
Búið að opna
heiðarnar
Sérstaklega erf-
iður vetur að baki