Morgunblaðið - 16.05.2015, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Þorgeir & Ellert hf. og Skaginn hf. á
Akranesi hafa óskað eftir viðræðum
við Faxaflóahafnir sf. um end-
urbætur á Akraneshöfn, ekki síst
uppbyggingu við Lambhúsasund þar
sem fyrirtækin eru til húsa. Lagt er
til að byggja alls 425 metra viðlegu-
kanta. Auk þess verði gerður nýr sjó-
varnargarður við Lambhúsasund.
Ætla má að kostnaður við þetta nemi
um 2,5 milljörðum króna.
Samhliða þessum framkvæmdum
hyggst Þorgeir & Ellert hf. stækka
skipalyftu á sinn kostnað þannig að
hún ráði við allt að 80 metra löng og
20 metra breið skip. Það gæti kostað
á annan milljarð króna.
Ingólfur Árnason, framkvæmda-
stjóri Þorgeirs & Ellerts hf. og Skag-
ans hf., bendir á að slík uppbygging
við Lambhúsasund kosti í heild um
3,5 milljarða króna. Það sé einungis
um þriðjungur af því sem áætlað sé
að kosti að byggja upp skipaverkstöð
á Grundartanga, þ.e. slipp- og málm-
iðnaðarklasa. Áætlað er að fjárfest-
ing Faxaflóahafna vegna slíkrar upp-
byggingar á Grundartanga verði um
7,5 milljarðar og að aðstaða rekstr-
araðila þar muni kosta um 2,5 millj-
arða.
Bréf Þorgeirs & Ellerts hf. um
uppbyggingu hafnarsvæðis í Lamb-
húsasundi var lagt fram á stjórn-
arfundi Faxaflóahafna 8. maí sl.
Hafnarstjóra var falið að leggja fram
frekari upplýsingar og ákveðið var að
óska eftir umsögn Akraneskaup-
staðar um erindið.
Ingólfur bendir á í bréfinu að und-
anfarin misseri hafi málmiðnaður
tengdur sjávarútvegi og öðrum mat-
vælaiðnaði eflst mjög á Akranesi.
Skaginn hf., Þorgeir & Ellert hf. og
Grenjar ehf. hafi undanfarin misseri
fjárfest í húsnæði og búnaði fyrir vel
á annan milljarð til að mæta aukinni
framleiðsluþörf. Við Lambhúsasund
sé nú einn stærsti málmiðnaðarklasi
á Íslandi með tæplega 11.000 fer-
metra húsnæði auk skipalyftu og
hafnarmannvirkja.
Mun ódýrari kostur
Ingólfur sagði að í ljósi hugmynda
Faxaflóahafna um uppbyggingu
skipaverkstöðvar á Grundartanga
þætti þeim eðlilegra að skoðuð yrði
enn frekari uppbygging í Lamb-
húsasundi, eins og sýnd er á með-
fylgjandi teikningu.
„Við höfum byggt upp öflugt iðn-
aðarsvæði þar sem bæði Þorgeir &
Ellert og Skaginn eru. Við sjáum
mikla framtíð í nýrri tækni okkar í of-
urkælingu á fiski og sjálfvirkum
lestakerfum og teljum að við fáum æ
fleiri skip í breytingu, ekki bara ís-
lensk skip. Við trúum því að þessi
tækni muni ryðja sér til rúms út um
allt. Þá verður alveg kjörið að hafa
þessa aðstöðu,“ sagði Ingólfur.
Hann rifjaði upp þegar nýr
vinnslubúnaður og ofurkælikerfi var
sett í togarann Málmey SK í vetur.
Togarinn lá við bryggju á Akranesi
en aðstaðan þar var ekki nógu góð, að
sögn Ingólfs. Svo mikill sláttur var á
skipinu að það var til vandræða. Ráða
verði bót á þessu.
Rætt hefur verið um að stækka
Akraneshöfn og bæta aðstöðuna m.a.
vegna nýrra skipa HB Granda. Ing-
ólfur sagði að við það minnkaði pláss-
ið fyrir önnur skip í höfninni. Þetta
gerist um leið og Þorgeir & Ellert og
Skaginn telji að komur skipa vegna
breytinga og uppsetningar nýs bún-
aðar muni færast í vöxt. Fyrirliggj-
andi er að setja krabbalínu í fær-
eyska skipið Friðborg, sjálfvirk
lestakerfi í þrjá nýja ísfisktogara HB
Granda og fleiri verkefni eru í bígerð.
„Við erum að þróa svo margt
skipatengt núna, íslausa kælikerfið,
sjálfvirku lestakerfin og vinnslulín-
una fyrir krabbaveiðar. Svo erum við
að skoða nýjar lausnir fyrir uppsjáv-
arskip og bolfiskveiðiskip. Það er
vonlaust fyrir okkur að hafa ekki að-
stöðu fyrir skipin,“ sagði Ingólfur.
Akranes ódýrara en Grundartangi
Þorgeir & Ellert hf. og Skaginn hf. leggja til að Faxaflóahafnir sf. bæti aðstöðu í Akraneshöfn
fremur en að byggja skipaverkstöð á Grundartanga Mörg verkefni tengd hátækni í farvatninu
Lambhúsasund
Heimild: Þorgeir & Ellert hf.
Hugmynd að hafnarsvæði í Lambhúsasundi
a
Færeyska
skipið Frið-
borg er vænt-
anlegt til
Akraness um
miðjan ágúst
nk. og verður
sett um borð í
það ný
vinnslulína
fyrir krabba.
Samningurinn er upp á 250
milljónir króna. Búnaðurinn er
smíðaður hjá Skaganum, 3X
Technology og fleiri innlendum
framleiðendum. Verkefnið er
upp á um 250 milljónir kr. og er
áætlað að það taki 6-7 vikur.
Ef fullnægjandi aðstaða hefði
verið til staðar á Akranesi hefði
verkefnið orðið stærra og sá
hluti þess sem unninn verður í
Færeyjum hefði líklega komið
hingað. Heildarkostnaður breyt-
inga á skipinu hér á landi hefði
því orðið um tvöfalt meiri eða
um 500 milljónir króna.
Búast má við mörgum skip-
um til Akraness víða að til
breytinga og endurbóta.
Aðstaðan
hamlar vexti
NÝJASTA TÆKNI Í SKIPIN
Ingólfur
Árnason
Hrein
akstursgleði
BMW X5
www.bmw.is
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
BMW X5 25d xDrive. Verð frá 10.790.000 kr.: Steptronic 8 þrepa sjálfskipting – 18” álfelgur
lykillaus gangsetning – rafdrifinn afturhleri – rafdrifin framsæti með minni fyrir ökumann
– nálgunarvarar bakkmyndavél – handfrjáls Bluetooth símabúnaður – 6,5” litaskjár
Þriðja kynslóðin af BMW X5 er sú glæsilegasta hingað til. Nýr X5 25d xDrive er með 218
hestafla dísilvél og 8 gíra sjálfskiptingu og eyðir einungis 5,8 l/100 km í blönduðum akstri.
Aktu framförum – kynntu þér nýjan BMW X5.
NÝR BMW X5 25D DÍSIL XDRIVE.
AKTU ALVÖRU JEPPA
Á HVAÐA VEGI SEM ER.
M
ið
a
ð
v
ið
u
p
p
g
e
fn
a
r
v
ið
m
ið
u
n
a
rt
ö
lu
r
fr
a
m
le
ið
a
n
d
a
u
m
e
ld
s
n
e
y
ti
s
n
o
tk
u
n
íb
lö
n
d
u
ð
u
m
a
k
s
tr
i.
OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16