Morgunblaðið - 16.05.2015, Side 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2015
Ég var að koma til landsins og ætla að leggja aftur land undirfót í Skagafjörðinn,“ segir Pálína Jónsdóttir sem rekur þarBlómaeldhús Pálínu í Lónkoti á sumrin. „Ég tek á móti gest-
um sem vilja komast í
sveitasæluna og það er sér-
staklega ánægjulegt hvað
margir Íslendingar koma til
okkar. Ég er með sex her-
bergja hótel og veitingahús
og er svo heppin að vera á
einum fallegasta stað lands-
ins rétt fyrir norðan Hofsós
beint á móts við Málmey.
Við opnum 1. júní og erum
með opið í þrjá mánuði.“
Í vetur hóf Pálína þriggja
ára meistaranám í leik-
stjórn í leikhúsdeild Col-
umbia-háskólans í New
York. „Þetta nám er á efsta
stigi bæði hvað varðar
námsgæði og kröfur sem til
manns eru gerðar. Ég er
mjög ánægð enda gæti ég
ekki verið á betri stað til að
æfa mig að leikstýra úrvals-
verkum leikbókmenntanna
undir handleiðslu meistara
minna Anne Bogart og Bri-
an Kulick. Ég er að meðal-
tali að sýna tvö leikstjórn-
arverkefni á viku sem ég set upp með starfandi leikurum í borginni
svo þetta er búið að vera mjög gefandi. Í sumar þarf ég síðan að
undirbúa mig fyrir næsta vetur með því að lesa verk Brechts og velja
mér verk eftir hann sem ég mun setja upp auk þess að undirbúa fyrir-
lestur um fagurfræðileg áhrif hans áður en skólinn byrjar. Ég mun
einnig lesa verk Tsjekovs en ég mun setja upp verk eftir hann í vetur
líka. Svo stefni ég á að sjá meira af landinu áður en ég fer aftur út en
ég reyni alltaf að fara tvær ferðir um eigið land á sumrin.
Námið er verulega þungt og því ekki mikill tími aflögu hjá mér fyr-
ir aðrar lífslanganir og ég fer vart út af háskólasvæðinu nema þá
helst á sýningar sem ég vil ekki fyrir nokkurn mun missa af. Ég veit
ekki hvernig afmælisdagurinn verður en það er einhver sposkur svip-
ur á kærastanum svo hver veit hvað gerist.“ Kærastinn er Eiríkur
Guðmundsson rithöfundur og dóttir Pálínu er Ugla Hauksdóttir en
hún er einnig í námi í New York.
Komin heim Nemi í New York á veturna
og rekur hótel í Skagafirði á sumrin.
Frá New York til
Skagafjarðar
Pálína Jónsdóttir er 47 ára í dag
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
H
alldór fæddist í
Reykjavík 16.5. 1985
en ólst upp í Melkoti
við Gljúfrastein: „Við
bjuggum í Melkoti,
Sigga, móðursystir mín, í Jónstóft
og afi og amma á Gljúfrasteini. Þetta
var húsaþyrping stórfjölskyldunnar.
Afa fór að förlast upp úr 1990 en
Auður amma var herforinginn á
svæðinu. Það er hreint ótrúlegt
hverju sú kona kom í verk og hafði
umsjón með um ævina. Það var í
raun miklu meira en eins manns
verk að vera aðstoðarmanneskja afa
og jafnframt húsfreyja á Gljúfra-
steini sem stundum var á við meðal
sendiráð í veisluhaldi, veitingum og
gestamóttöku. Amma var auk þess
frábær hannyrðakona og hún var
minn klettur og andlegur leiðtogi.“
Halldór var í Varmárskóla, Gagn-
fræðaskóla Mosfellsbæjar, stundaði
nám við MH og lauk stúdentsprófi af
félagsfræðibraut. Hann lauk síðan
einni önn í bókmenntafræði við HÍ
en hætti þá námi.
Halldór var dyravörður á Hverfis-
barnum, fræðari í Jafningjafræðslu,
starfsmaður í Bónus video og starfs-
maður í félagsmiðstöð. Hann var
blaðamaður á DV frá útskrift í
menntaskóla, blaðamaður við
Fréttablaðið og blaðamaður á Séð
og heyrt í sex klukkustundir þar
sem hann sá eitthvað en heyrði ekk-
ert sem hafandi er eftir. Síðan var
Halldór útvarpsmaður á X-inu 977
og vann við dagskrárgerð á Rás 2.
Halldór hóf nám á Sviðshöfunda-
braut í Listaháskólanum árið 2008
Halldór Laxness Halldórsson – grínisti og leiklistarfræðingur 30 ára
Á ferðalagi Halldór og Magnea með Kára og Guðnýju við Nigarafossa á landamærum Bandaríkjunum og Kanada.
Leynir á sér við tré-
smíðar í gömlum stíl
Á Madame Tussauds Halldór og foreldrar hans við vaxmynd Pavarottis.
Reykjavík Andrea
Embla Grbic fæddist
16. maí 2014 kl. 13.59.
Hún vó 3.720 g og var
51 cm löng. Foreldrar
hennar eru Stefanía
Björk Blumenstein
Jóhannesdóttir og
Denis Grbic.
Nýir borgarar
Reykjavík Mikael Aron fædd-
ist 16. maí 2014. Hann vó
3.306 g og var 49 cm langur.
Foreldrar hans eru Rebekka
Ósk Gunnarsdóttir og Davíð
Freyr Sveinsson.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
FLINGA
80 CM
KR. 9.800
FLINGA
160 CM
KR. 16.700
GINA
STÓLL
KR. 19.700
BETINA EIKARSKENKUR 170X43X72
KR. 142.900
NÝTT - CALVIN TUNGUSÓFI
269X153 CM KR. 227.400
FRÁBÆRT
ÚRVAL
AF PÚĐUM
VERĐ FRÁ
KR. 4.900
MONICA
BORĐSTOFUBORĐ
STÆKKANLEGT
90X180/270
KR. 157.800
MINIMAL
VEGGKLUKKUR
KR. 9.9.80
BORĐ 2 SAMAN
KR. 28.400