Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.5. 2015 Matur og drykkir M argir vinsælustu réttir veislu- borðanna innihalda vín í ein- hverju magni. Ítalski eft- irrétturinn tiramisú er varla nema svipur hjá sjón ef vantar dass af portvíni, brandí eða ekta ítölsku Marsala- víni. Það gengur ekki að gera Crepe Su- zette öðruvísi en að flambera pönnukök- una með Grand Marnier eða Curacao. Margir geta ekki hugsað sér rjúpusósu án rauðvínskeimsins og sumir þekkja fátt betra en að heilgrilla kjúkling ofan á op- inni bjórdós svo að bjórgufan smjúgi inn í safaríkt kjötið. Bragðmikill rakagjafi Áfengi er mjög sérstakt hráefni. Sumir heilsufrömuðir ganga svo langt að lofa og prísa áfengisnotkun í uppskriftum því vín- ið gefur mikið bragð en er um leið fitu- laust. Þegar fitumagnið í uppskriftum er skorið niður þarf að koma með annað hrá- efni inn til að gefa raka og er vín þá oft hentugur staðgengill. Í olíuríkum mar- íneringum má oft minnka olíuna um helm- ing og bæta við jafnmiklu af víni. Hvítt vín eða desertvín getur líka stundum komið í stað olíu í kökuuppskriftum, að sögn WebMD. Matreiðslumenn ráða fólki iðulega frá því að nota svokölluð matreiðsluvín. Það ætti ekki heldur að nota mjög slæm vín í matreiðsluna, því eldunin eykur bara á vondu einkenni vínsins. Þumalputtareglan segir að elda skuli aðeins úr víni sem kokkurinn myndi sjálfur vilja drekka. Þar með er ekki sagt að eigi að elda úr dýru lúxusvíni, enda er þá illa farið með góðan drykk. Það dugar að velja einfald- lega miðlungsgott og hæfilega ódýrt vín til að bæta út í pottinn. Meðalhófið best Það verður líka að stilla magninu í hóf. Vínið á að vera viðbót við og magna upp bragðið í réttinum. Of lítið vín hefur engin áhrif og of mikið af víni getur gert bragðið yfirþyrmandi. Ef það gerist fyrir slysni að of mikið vín fór í réttinn þá má reyna að bjarga málunum með því að bæta við smjöri eða ólífuolíu. Verður líka að muna að ef vínið er soðið niður, t.d. við sósugerð, þá styrkist bragð- ið og getur orðið súrara eða sætara. Einnig ætti að hafa í huga að eldun eða bakstur fjarlægir ekki áfengið úr víninu, ólíkt því sem margir halda. Alkóhól hefur vissulega lágt suðumark og byrjar að gufa upp við 78,5°C en oft eldar fólk við lægri hita og má reikna með að allt frá 4% og upp í 85% af alkóhólinu sem bætt er í upp- skriftina verði enn í réttinum þegar hann er borinn á borð, eftir því hvernig staðið var að matseldinni. Er þess vegna vissara að sleppa víninu ef von er á matargestum sem fyrir sakir ungs aldurs, heilsu eða trúarbragða ættu ekki að innbyrða áfengi. Misgóðir staðgenglar Stundum er hægt að sleppa víninu og stundum ekki. Í ákveðnum uppskriftum þjónar vínið mikilvægu efnafræðilegu hlutverki til að losa um vöðvatrefjar eða hleypa af stað efnaskiptum sem gefa bragð sem ekki má fá á annan hátt. Sem dæmi skiptir vín miklu máli við fondú- gerð, því vínið lækkar suðupunkt ostsins og kemur um leið í veg fyrir að osturinn hlaupi. Í maríneringum má stundum nota súra ávexti í staðinn, eða ávaxtasafa. Í öðrum tilvikum má leita í bragðbætt síróp, eða einfaldlega óáfengt vín. Með vínflöskuna á lofti við eldavélina ÁFENGI LEIKUR LYKILHLUTVERK Í ÝMSUM UPPSKRIFTUM. EITT OG ANNAÐ VERÐUR ÞÓ AÐ HAFA Í HUGA ÁÐUR EN KORKURINN ER TEKINN ÚR FLÖSKUNNI Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Góð þumalputtaregla þegar eldað er með víni er að nota ekki „draslvín“, heldur bara vín sem kokkurinn myndi sjálfur vilja drekka. Eðalvín ætti samt ekki að nota í matseld. Morgunblaðið/Heiddi MALIBU-SMÁKÖKUR Uppskriftin dugar til að gera 60 kökur 600 g hveiti 4 g salt 3 g matarsódi 240 g sykur 240 g smjör 1 matskeið vanilludropar 2 matskeiðar Malibu-romm 1 egg 30 g mjólk 120 g marglitt stráskraut Ofninn hitaður upp í ca. 175°C. Hveiti, salti og matarsóda blandað sam- an. Smjöri og sykri blandað saman með raf- magnshrærivél í stórri skál, þangað til það fær á sig létta áferð. Þá er vanillu, Malibu- rommi og eggjum blandað saman við. Hveitiblöndunni bætt út í smjörblönd- una og hrært þangað til það fær á sig góða áferð. Mjólkinni bætt saman við. Þá er stráskrautinu bætt út í og hrært þangað til það hefur dreifst jafnt um deig- ið. Bökunarpappír settur á ofnpönnuna og kökurnar eru skammtaðar með teskeið með um 8 cm bili á milli. Deigbitarnir eru svo flattir út með botninum á glasi sem er dýft í sykur inn á milli. Bakað í 8 mínútur eða þar til brúnirnar á kökunum fá á sig brúnan tón. Kælt á grind. OSTADÝFA MEÐ CORONA Fyrir þá sem vilja ekta mexíkóska stemn- ingu með snakkinu. Flaska af Corona-bjór eða öðrum léttum bjór, 12 únsur eða 340 ml Pakkning af Philadelphia-rjómaosti 8 únsur eða 230 mg Rifinn pepper jack-ostur, 1 pund eða tæplega hálft kíló, eða sambærilegur ostur. Bjórinn settur í pott og látinn sjóða þang- að til byrjar að freyða. Rjómaostinum bætt út í og hrært létt þangað til hann leysist upp. Ostinum bætt saman við og hrært laus- lega þangað til ostasósan verður jöfn og falleg. Það má bragðbæta sósuna með nið- urskornum jalapeno. Fondú er dæmi um mat þar sem eiginleikar víns eru notaðir. Vínið lækkar suðupunkt ostsins og kemur í veg fyrir að hann hlaupi. Ljósmynd / Wikipedia - JHG (PD) Corona cheese dip

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.