Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Page 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Page 49
3.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Morgunblaðið/Sverrir S verrir Agnarsson, formaður Félags múslíma á Íslandi, stærsta ókristna trúfélags landsins, segir ekkert í lög- um um jafna stöðu og jafn- an rétt kvenna og karla sem sé í and- stöðu við boðskap Kóransins. Það er ekkert vandamál fyrir múslíma á Ís- landi að fara að þessum lögum. Alla vega þekki ég engin dæmi um það," seg- ir hann. Í öllum trúarbrögðum eru til hug- myndir um það að konur eigi að vera körlum undirgefnar. Sverrir segir það ekkert sérstaklega bundið við íslam. Ég hef aldrei fundið neitt í Kóraninum sem hindrar mig í að skrifa undir mannrétt- indayfirlýsingar eða samkomulag um jafnrétti kynjanna. Ég veit hins vegar ósköp vel að Kóraninn hefur oft verið túlkaður út úr kú, eins og raunar mörg önnur rit. Meira að segja stefnuskrá Framsóknarflokksins hefur verið rang- túlkuð," segir Sverrir. Hann segir oftar en ekki einblínt á það neikvæða. Staða múslímskra kvenna sé gríðarlega misjöfn eftir lönd- um og svæðum. Ætli múslímskar konur séu ekki 700 milljónir í heiminum. Varla hvarflar það að nokkrum manni að þær búi allar við sömu aðstæður? Múslímsk kona í New York er ekki það sama og múslímsk kona í fjalllendi Pakistans. Mest hefur þetta með menningu og hefðir samfélaga að gera. Ekki trúar- brögðin sem slík." Hann bendir á erfðarétt í þessu sam- bandi, þar hafi íslam verið langt á undan öðrum trúarbrögðum þegar kom að því að tryggja rétt kvenna. Undir hæl nýlenduveldanna Spurður hvort sé æðra Kóraninn eða landslög svarar Sverrir því til að víða fyrirfinnist sértrúarhreyfingar innan íslam, rétt eins og kristni, sem aldrei gætu skrifað undir kvenréttindayfirlýs- ingar eins og við þekkjum þær. Hann hafi á hinn bóginn aldrei átt erfitt með að beygja sig undir landslög og veit ekki til þess að aðrir múslímar á Íslandi eigi það heldur. Sverrir segir nauðsynlegt að hafa í huga þegar fjallað er um íslam og mannréttindi að hinn múslímski heimur hafi verið undir hæl nýlenduveldanna í hundruð ára og fyrir vikið hafi efna- hagslegar framfarir ekki verið eins miklar þar. Hitt er annað mál að ef farið yrði meira eftir Kóraninum á Íslandi myndu þeir sem minna mega sín hafa það betra. Tekjuskipting yrði jafnari. Það á ekki síst við um einstæðar mæður og munaðarleysingja," segir hann. Konur ekki réttlausar í íslam Spurður um viðbrögð múslímskra kvenna af erlendum uppruna sem hér setjast að við stöðu jafnréttismála í landinu kveðst Sverrir ekki þekkja til þeirra. Þá komum við enn og aftur að því að konur séu réttlausar í múslímsk- um ríkjum sem er auðvitað eins og hvert annað rugl. Ég segi stundum dæmisögu af manni sem var laus höndin og beitti konu sína ofbeldi, fyrst í Sví- þjóð og síðan í Líbíu. Þau voru bæði múslímar. Í Svíþjóð gerðist ekkert en í Líbíu var honum stungið í steininn. Því fer fjarri að konur séu varnarlausar í íslam. Maður er orðinn þreyttur á að svara þeirri vitleysu. Sá ykkar sem er bestur við konu sína er besti múslíminn, sagði spámaðurinn." Sverrir minnist þess líka að hafa hlýtt á hugvekju talskonu Kvennaathvarfs- ins, þar sem illri meðferð múslímskra kvenna á Íslandi var lýst. Þegar betur var að gáð kom í ljós að sú meðferð var yfirleitt frá hendi íslenskra eiginmanna þeirra sem voru kristnir." Sverrir skrifar slíkar gjörðir á reikn- ing karlrembu sem hann lítur á sem al- heimsvandamál en ekki einkavandamál íslams. Menn munu ekki sigrast á því vandamáli án þess að greina það. Eng- inn maður hefur rétt til að lemja annan mann, hvorki í íslam né öðrum trúar- brögðum." Sá ykkar sem er bestur við konu sína er besti múslíminn Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma á Íslandi. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.