Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Page 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2015, Page 64
SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2015 „Chelseamenn á Íslandi ætla að hittast á Ölveri á sunnudaginn en formaðurinn verður staddur ásamt um tuttugu öðrum félagsmönnum á Stamford Bridge,“ segir Karl Henrik Hillers, formaður Chelseaklúbbsins á Íslandi, en hans menn tryggja sér Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í fimm ár með sigri á Crystal Palace á heimavelli sínum á sunnudaginn. Enn betur verður svo haldið upp á meistaratitilinn á Ölveri eftir viku en þá kemur Liverpool í heimsókn á Brúna. „Þá verður allsherjarútkall og húllumhæ,“ segir Karl en 380 manns eru í klúbbnum. Um sjötíu íslenskir stuðningsmenn Chelsea fara utan til að sjá Liverpool-leikinn og á bilinu fjörutíu til fimmtíu manns verða á lokaleiknum gegn Sunder- land 24. maí þegar bikarinn fer væntanlega á loft. „Við erum meira og minna með fólk á öllum heima- leikjum Chelsea,“ segir Karl. „Við erum dótturfélag stuðningsmannaklúbbsins í Englandi og höfum greiðan aðgang að miðum. Við erum í gríðarlega góðu sambandi við klúbbinn, höfum áhrif á allt nema kaup á leikmönnum og liðsval.“ Karl er hóflega bjartsýnn fyrir Palace-leikinn. „Þetta eru nágrannar okkar og gerðu okkur grikk í fyrra en ég held við klárum þetta samt á sunnudag- inn. Ég fer alla vega út í hátíðarskapi og kem heim í hátíðarskapi. Það er frábær árangur að vinna tvo titla í vetur enda þótt ég hefði alveg viljað skipta deildabikarnum út fyrir Meistaradeildina eða Enska bikarinn. Þeir bikarar koma bara seinna,“ segir Karl sem fylgt hefur Chelsea að málum í meira en hálfa öld, frá árinu 1964. Karl Hillers og Arnór sonur hans ásamt José Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, árið 2004. Hátíð handan við hornið CHELSEAKLÚBBURINN Á ÍSLANDI Dag einn í byrjun maí 1960 hringdu kaupmennirnir í versl- uninni Krónunni á Vesturgötu í lögregluna og tilkynntu henni að barn væri í óskilum við verslunina. Barnavagn hafði þá staðið í þrjá stundarfjórðunga fyrir utan búð- ina en enginn vissi hver átti hann. Lögreglan skarst í leikinn og skotið var inn tveimur auglýs- ingum í þáttinn „Við vinnuna“ í út- varpinu. Amma barnsins, tíu mán- aða telpu, heyrði auglýsinguna og kom í dauðans ofboði að sækja hana. „Þetta er yndisleg telpa,“ sagði Sigríður Sumarliðadóttir lögreglukona í samtali við Morg- unblaðið en telpan vaknaði á lög- reglustöðinni og var hin besta. Amman hafði sett barnið út í vagn eftir morgunhressingu við heimili sitt á Stýrimannastíg og hafði ekki hugmynd um að vagn- inn væri horfinn fyrr en hún heyrði auglýsinguna í útvarpinu. Ekki var búið að upplýsa hver tekið hafði barnið en amman hall- aðist að því að börn hefðu gert það í óvitaskap. „Þó getur tæplega hafa verið um mjög litla krakka að ræða, því bremsan var á vagninum í garðinum og hún hafði verið sett aftur á hann þar sem hann var skilinn eftir við verzlunina,“ sagði í fréttinni. GAMLA FRÉTTIN Ungbarn í óskilum Lögregla flytur barnið til síns heima. Í myndatexta var tekið fram að það væri ekki á leið í „steininn“. Barninu varð ekki meint af hrekknum. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Reynir Þór Eggertsson Júróvisjónspekingur Börkur Gunnarsson kvikmyndaleikstjóri Lee Proud danshöfundur SUMARIÐ ER KOMIÐ Í ILVA 8.995 kr./stk. 19.900 kr. 99.900 kr. 14.900 kr. 9.900 kr. 9.900 kr. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mán. - fös. 11-18:30 Summer-hringborðmeðglerplötu. 105 cm. 34.900kr. Nú25.900kr. Summer-stóll. Bistro. 7.900kr. Nú5.900kr.Heildarverð á setti 66.500kr. Nú49.500kr. Sparaðu17.000kr. Garðsett-borð og4 stólar Púði, ýmsir litir. 50 x50 cm. 8.995kr./stk. Alfonbra Stóll og skemillmeð sessum. 99.900kr. Springfield Sólhlíf. 3metrar. 9.900kr. Summer Hvítur, grár, blár eða grænnstóll. 14.900kr. Panama Eldstæði. 60 cm. 9.900kr. Summer Hengirúm. 195 x100cm. 19.900kr. Summer SPARAÐU 17.900

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.