Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2015 Já, því miður, ég held það. Það er ömurlegt að þurfa að segja já við því. Hermann Hauksson, 43 ára. Já, ég er ansi hræddur um það. Bjarni Hermann Smárason, 57 ára. Já, ég myndi telja það. Fólk virðist vera búið að fá nóg og það hættir ekkert fyrr en eitt- hvað gerist. Sara Sjöfn Grettisdóttir, 25 ára. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Já, ég held það. Það er auðvitað bara fárán- legt hvað sumir eru á lágum launum en aðrir ekki. Dagmar Valsdóttir, 34 ára. Morgunblaðið/Kristinn SPURNING VIKUNNAR HELDUR ÞÚ AÐ VERKFÖLLIN DRAGIST Á LANGINN? Kristín María Dýrfjörð hefur trú á heilsusamlegum áhrifum tedrykkju og segir grænmetiste það allra nýj- asta í teheiminum þótt í raun sé það ekki te heldur seyði. Sjálf heldur hún mest upp á svart te en drekkur líka hvítt te heilsunnar vegna. Heilsa 24 Í BLAÐINU HELGA MARGRÉT MARZELLÍUSARDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Besta hópavinnan Forsíðumyndina tók Golli Nú stendur yfir Vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík í JL-húsinu. Á sýningunni eru verk eftir nemendur í sjón- listadeild og diplómanámi í keramik, teikningu og textíl. Sýningin er afar fjölbreytt en henni lýkur næstkomandi sunnudag kl. 18. Hönnun 28 Ferðalag um hinn fjölbreytta áfangastað Indland er rakið af Sunnudagsblaðinu. Karateþjálfarar og klæð- skerar, farfuglar og sjálfboðaliðar, matareitranir og myndavélaþjófar og margt fleira kemur við sögu. Ferðalög 20 Guðbjörg María bauð nokkrum vinkonum sínum í þriggja rétta máltíð á dögunum. Þar sem sumarið er nýlega gengið í garð, þannig séð, bauð hún einnig upp á sumarlegan fordrykk. Matur 32 Helga Margrét er stjórnandi Hinsegin kórsins sem heldur vortónleika sína laugardaginn 16. maí klukkan 17 í Seltjarnarneskirkju. Hvað mega tónleikagestir búast við að heyra á laugardaginn? Ég held að ég geti næstum því lofað því að efnis- val tónleikanna okkar er það breiðasta sem kór hefur flutt á tón- leikum á Íslandi. Í sumar munum við halda tónleika í London en þegar kór fer utan er auðvitað ákveðin skylda að flytja þar íslenska tónlist. Hana munum við flytja á tónleikunum í dag en auk þess lög úr söngleikjum, lög sem sungin voru af diskódívum og þekkt popp- rokk lög. Er eitthvað öðruvísi að vera í hinsegin kór? Vant kóra- fólk getur vitnað um það að engir tveir kórar eru eins, þeim er stjórnað af ólíku fólki sem gerir auðvitað áherslurnar mjög ólíkar. Úti í heimi eru margir hinsegin kórar en hér á Íslandi höfum við engan til að bera okkur saman við. Því að vissu leyti er erfitt fyrir okkur að sýna fram á sérstöðu okkar hér á Íslandi með öðrum hætti en tónlistinni sem við flytjum. Við erum aftur á móti mjög hress hópur sem hefur mikinn áhuga á tónlist í sínum víðasta skilningi, veigrum okkur ekki við að taka nokkur dansspor og sýna áhorfendum okkar þá miklu og góðu lífsorku og gleði sem í okkur býr. En það síð- astnefnda er einmitt það sem erlendar rannsóknir á hinsegin kórum hafa sýnt; þeir virðast miðla tónlist sinni með öðrum hætti en aðrir kór- ar. Hvað er skemmtilegast við að vera í kórstarfi? Það eflir samvinnu, samkennd og stuðlar að samveru ólíkra einstaklinga með ólík sjónarmið. Ólíkt fólk, sem þó á það eitt sameiginlegt að hafa gam- an af því að syngja, sameinast í ákveðnu verkefni sem það hefur sam- eiginlegan metnað fyrir. Því vinnur það sig í gegnum hindranir, eflir sig í samvinnu með öðrum og hlýtur vinninginn, samhljóm. Það er ekki að ástæðulausu að fleiri og fleiri fyrirtæki sjá hag sinn í því að vera með kór innan fyrirtækis síns. Þar hefur það eina bestu hópavinnu sem hugsast getur! Af hverju eru Íslendingar svona hrifnir af kórum og kóratónlist? Oft hefur verið sagt að á Íslandi getir þú keyrt í hvaða krummaskuð sem er og fundið þar kór. Það er dásamlegt! Ég hugsa þetta oft þannig að sökum stöðu okkar á jarðkringlunni, myrkurs og kulda stóran hluta ársins vilji fólk finna sér afþreyingu sem veitir því gleði og samveru við annað fólk. Hvað er næst á dagskrá hjá ykkur? Fyrir tveimur árum feng- um við heimsókn frá kórnum Pink Singers sem er frá London. Pink Sin- gers er fjölmennur og flottur hinsegin kór sem hefur sungið saman allt frá árinu 1983 og er þar með elsti starfandi hinsegin kór í Evrópu. Ferð okkar er heitið út þar sem við ætlum að hitta þennan flotta kór aftur og syngja með þeim tónleika í London hinn 11. júlí. Svo höfum við líka mik- inn áhuga á því að reyna að ferðast meira um landið okkar góða og miðla skilaboðum okkar sem víðast. Morgunblaðið/Eva Björk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.