Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 22
Heilsa og hreyfing AFP *Regluleg þjálfun hjá eldra fólki hefur jafn jákvæð áhrifá lífslíkur og það að hætta að reykja, samkvæmt nýrrirannsókn Háskólasjúkrahússins í Osló. Rannsókninnáði til 5.700 eldri manna í Noregi og leiddi það íljós að þeir sem stunduðu líkamsrækt í þrjár klukku-stundir á viku lifðu um fimm árum lengur en kyrr-setufólkið. Um var að ræða bæði rólegar og erfiðar æfingar. Rannsóknin var birt í British Journal of Sports Medicine. Eldra fólk á að stunda líkamsrækt S koðaðu saltið er samnorrænt verkefni sem Embætti landlæknis stendur fyrir hér á landi. Því er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um saltneyslu sína og hvetja fólk um leið til að skoða saltið í þeim mat sem það borðar. Af hverju er mikilvægt að ráðast í þetta verkefni nú? „Embætti landlæknis hefur nýlega kynnt nýjar ráðleggingar um matar- æði og er þar einn af áherslupunkt- unum að minnka saltneyslu. Ráð- leggingarnar byggjast á norrænum næringarráðleggingum sem gefnar voru út árið 2013. Í framhaldi af því var farið af stað með sam- norrænt verkefni með það að mark- miði að auka þekkingu fólks á áhrif- um mikillar saltneyslu á heilsu og koma með tillögur að leiðum til að draga úr henni. Við köllum þetta „Skoðaðu saltið“ þar sem Embætti landlæknis hvetur fólk til að lesa á umbúðir matvæla, skoða saltmagnið og velja saltminni kostinn. Einnig hvetjum við fólk til að velja óunnar vörur sem oftast og nota annað krydd og kryddjurtir en salt,“ segir Elva Gísladóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Embætti landlæknis. Borðar fólk meira salt en það heldur? „Já, samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun á salti þá kom í ljós að margir telja sig neyta minna salts en ráðlagt er, en rannsóknir á mataræði sýna annað. Þetta kemur ekki á óvart þar sem stærsti hluti salts í fæðu er dulinn í tilbúnum matvörum, til dæmis unnum kjötvörum og kjötáleggi, brauði, osti, til- búnum súpum og sósum, skyndibita og snakki,“ segir Elva en þetta gerir það að verkum að fólk er ekki nógu meðvitað um saltneyslu sína. Samkvæmt ráð- leggingum um mataræði er mælt með að fullorðnir neyti ekki meira en sem nemur sex grömmum af salti á dag. Heilsufarslegur ávinningur Áhrif þess að draga úr saltneyslu eru mest hjá þeim sem eru með of háan blóðþrýsting og hjá þeim sem eru yfir kjörþyngd en einnig má vinna gegn þeirri blóðþrýstingshækkun sem yfirleitt fylgir hækkandi aldri. Þá tengist mikil saltneysla einnig auknum líkum á krabbameini í maga. Það má segja að það þurfi að venja sig af salt- inu á þremur stöðum, í búðinni (með því að velja ekki unnar vörur með miklu salti), við eldavélina (með því að gaumgæfa uppskriftir) og loks við matarborðið (grípa ekki hugsunarlaust í saltstauk- inn). Það tekur stuttan tíma að venja sig á minna salt, aðeins um það bil mánuð. En strax eftir nokkra daga er hægt að finna mun á bragði. Minnkaðu saltneysluna smám saman, þá nær bragðskynið að stilla sig af, ráðleggur emb- ættið. Svo má ekki gleyma því að smakka mat- inn áður en hann er saltaður en margir salta aukalega af gömlum vana. Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðunni Skoðaðu saltið og á www.landlaeknir.is/ skodadusaltid. Samkvæmt ráðleggingum um mataræði er mælt með að fullorðnir neyti ekki meira en sem nemur sex grömm- um af salti á dag. SAMNORRÆNT VERKEFNI TIL AÐ VEKJA FÓLK TIL UMHUGSUNAR UM SALTNEYSLU SÍNA Skoðaðu saltið FÓLK BORÐAR MEIRA SALT EN ÞAÐ HELD- UR OG FULL ÁSTÆÐA ER TIL AÐ PASSA SIG. FÓLK ÞARF AÐ VENJA SIG AF SALTINU Á ÞREMUR STÖÐUM, Í BÚÐINNI, VIÐ ELDA- VÉLINA OG LOKS VIÐ MATARBORÐIÐ. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is  Stærsti hluti salts í fæðu er dulinn í matvörum sem þú berð heim úr versluninni.  Hversu mikið salt við notum er vani.  Það tekur stuttan tíma að venja sig á að borða minna salt. Minnkaðu saltneysluna smám saman, það er auðveldara.  Minnkaðu saltið, ekki bragðið. Það eru margir aðrir valkostir, til dæmis kryddjurtir, chili, sítróna, engifer og hvítlaukur.  Matvörur sem merktar eru með Skráargatinu innihalda yfirleitt minna salt.  Með því að minnka saltneyslu má draga úr hækkun blóðþrýstings, en háþrýstingur er áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma.  Íslendingar neyta meira af salti en mælt er með. Elva Gísladóttir Getty Images/iStockphoto 7 staðreyndir um salt7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.