Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2015 HEIMURINN BÚRÚNDI BUJUMBURA Tilraun nokkurra háttsettra liðsforingja og lög- reglumanna til að ræna völdum í Afríkuríkinu Búrúndi virðist hafa farið út um þúfur og þrír forsprakkanna hafa verið handteknir. Talsmaður Pierres Nkurunziza forseta sagði þó á föstudag að defroid Niyombare hershöfðingi, gengi enn laus. Nkurunziza varhelsti leiðtoginn, Go u Tansaníu þegar tilraunin var gerð. Hann hefur verið gagnrýndurstaddur í grannríkin að ætla að bjóða sig fram í þriðja sinn í röð þótt lög banni það.harðlega fyrir BANDARÍKIN WASHINGTON sindamenn við bandarískuVí na,hafrannsóknastofnuni NOAA iða, h með heitu blóði u fisktegundina með þenna, ein t á ensku opah. Blóðrásineiginleika. Hún nefnis pendýrum og fuglum, opaher mjög svipuð og í s um líkamann, m.a. með þvídreifir heitu blóðinu num. Fiskurinn getur, ólíktað veifa stöðugt uggu öðrum fiskum, notað eyruggana til að hreyfa sig í vatninu og þeir eru verndaðir fyrir kulda með þykku fitulagi. Átta mánaða rannsóknir sýndu að líkamshiti opah var ávallt fimm stigum lægri en í vatninu sem hann dvaldist í. INDLAND NÝJU-DELÍ Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, sem er í Kína í sinni fyrstu opinberu heimsókn til landsins, segir að tveggja daga viðræður hans við kínverska ráðamenn hafi verið gagnlegar, árangur hafi náðst í viðræðum um viðskipti og deilur um landamæri. Kínverj gertar hafa áratugum saman kröfu til landamærahéraða í Indlandi og Indverjar vilja að reynt verði að draga úr miklum halla sem er á viðskiptunum, þeim í óhag. Bæð ríkin reyna af kappi að auka áhrif sín í Asíu með ýmsum hætti, þau hafa m.a. veitt Nepal geysimikla aðstoð vegna jarðskjálftanna í landinu. INDÓNESÍA DJAKARTA Sjómenn í Indónesíu björguðu á föstudag um 1000 hælisleitendum frá Búrma en fólkið hafði verið á reki á þrem bátum í nokkra daga. Það er sagt vera orðið mjög veikburða, hungrað og þyrst. Daginn áður var liðlega hundrað manns bjargað af lítilli eyju við strönd Taílands. Mörg ríki í Suðaustur-Asíu, þar á meðal Taíland, Malasía og Indónesía, hafa agt að bátafólk sé ekki velkomið,s eimalönd þess verði sjálf að leysah vandann. Fyrr í vikunni björguðu flotar Malasíumanna og Indónesa um 1.600 manns en hafa síðan hrakið aðra báta á brott. Smygl á fólki er ein arðvæn- legasta grein afbrota í heim- inum og sums staðar er um að ræða öfluga smyglhringi. Liðsmenn þeirra fylgjast vel með, vita hvað ráða Evrópu- ríkin ætla að grípa til. Ef ráð- in virka mun fátt breytast, segja sumir, annað en verðið sem mun hækka. Fréttamenn BBC segja að helstu smyglar- arnir bjóði upp á far með sæmilega traustum bátum yf- ir Miðjarðarhaf en einnig skjalafals og fleira „nytsam- legt“. Og þeim er annt um orðsporið. Of mikil græðgi og grimmd keppinaut- anna skemmi fyrir öll- um. Margir hafa dáið, bestu vin-ir mínir og systur mínarog bræður mínir hafa dá- ið í þessari bylgju þeirra sem vilja komast til Ítalíu. Það eina sem ég get sagt við ykkur sem viljið koma er: í öllum bænum gerið það ekki, bræður mínir og systur, af því að það erfitt að kveðja.“ Þetta segir 12 ára stúlka frá Gambíu sem í apríl kom til Reggio di Calabria á Suður- Ítalíu. Henni var bjargað ásamt um 150 öðrum hælisleitendum en talið er að um 400 hafi farist með bátn- um. Sagt er frá bréfinu í alþjóðlega vefritinu The Local, fram kemur að stúlkan, sem í fyrstu gat lítið tjáð sig vegna áfallsins en ritaði dagbók, hafi óskað eftir því að bréf hennar yrði birt. En hún bætir við að hún hafi á ferðalaginu til Líbíu og þaðan yfir Miðjarðarhafið orðið vitni að mörgu sem hún geti ekki sagt frá. Sjálf var hún og systir hennar á þilfari, sem borgað var aukalega fyrir en foreldrarnir í lestinni. Bátnum hvolfdi, sennilega vegna þess að farþegarnir þyrptust allir í einu að sama borðstokknum þegar björgunarskip nálgaðist. Systir stúlkunnar bjargaði henni en drukknaði sjálf. Svipaðar hörmungasögur hafa heyrst mörgum sinnum síðustu mánuði og ár, bæði af Miðjarðarhafi og Indlandshafi þar sem margir reyna að komast til Ástralíu. Og að sjálfsögðu er sjaldnar sagt frá þeim mörgu sem deyja á ferðalagi um lítt byggð eyðimerkursvæði Sahara, komast ekki í neinar skýrslur. Hverfa. Hvers vegna leggur fólkið af stað? Sumir hafa flúið átök og borg- arastyrjaldir, það á t.d. við um marga Sýrlendinga. En yfirleitt er um að ræða fólk sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að komast til ríkra landa þar sem hægt er að fá vinnu og skapa börnunum, séu þau með í för, einhverja framtíð. Nóg er að ímynda sér að maður væri í sporum þeirra, hver myndi segja nei við slíkri framtíð? Velferðarkerfi og vinna Svo hefur auðvitað frést að þótt ekki fáist vinna geti flestir bjargað sér í Evrópu með aðstoð hjálpar- samtaka eða opinberra aðila. Eink- um ef flóttamaðurinn getur fært traust rök fyrir því að hann sé að flýja til að bjarga lífinu en sé ekki einfald- lega „efnahagslegur flóttamaður“. Viðbrögð stjórnvalda við þessum fólkstraumi hafa ver- ið margvísleg. Ástralar hafa tekið upp harða stefnu, þeir vísa bátum flóttafólks/ hælisleitenda á brott, senda það til Nýju-Gíneu eða smáeyja í Kyrrahafi. Alþjóðastofnanir segja að minnst ein milljón manna bíði þess nú í Líbíu og fleiri löndum Norður- Afríku að fá far til Evrópu, jafnvel í stórhættulegum lekabyttum. Fólkið veit af hættunni, jafnvel bláfátækt fólk í þróunarlöndunum á nú far- síma eða þekkir einhvern sem á slík tól. En flestir hugsa sem svo að þeir muni sleppa, einhverjir aðrir farast. Vandinn er orðinn slíkur að mörgum Vesturlandabúum fallast hendur. Er það ekki óafsakanleg sjálfselska að vísa burt þurfandi fólki sem hefur ekkert til saka unn- ið, bara fæðst á röngum stað? Sið- fræðireglur segja okkur að hjálpa eftir mætti þegar neyðin kallar. En getum við hjálpað öllum? er spurt. Ef menn segja að við getum ekki haldið áfram að horfa á fólk drukkna bókstaflega við fótskör Evrópu hlýtur næsta, rökrétta skrefið að vera að senda öflug far- þegaskip til Líbíu. Þá þarf enginn að treysta á vafasama smyglara og farkosti þeirra. Ekki hafa margir lagt það til. En stjórnmálaleiðtogar telja sig vita að svo róttækar lausn- ir myndu einfaldlega skapa annan vanda – og kjósendunum snar- fækka. Milljónir innflytjenda frá fátæk- um löndum hafa sest að í Evrópu og víða gengur þeim og afkom- endum þeirra illa að laga sig að ólíkum aðstæðum, siðum og trú. Þeim myndi á fáum árum fjölga um margar milljónir, jafnvel tugmillj- ónir ef allir Miðausturlandamenn og Afríkumenn sem vilja komast til Evrópu fengju ósk sína uppfyllta. Þess vegna ræða menn allar aðrar leiðir. Oft er sagt að ráða verði bót á því sem veldur fólksflutningum, útrýma fátækt og ófriði í heima- löndum hælisleitenda. Vafalaust er hægt að gera meira í þá veru en verkefnið er ólýsanlega stórt og flókið. Og verður ekki leyst á morg- un eða á þessari öld. Lífsháskinn ekki nógu mikil ógn FARSÍMAR OG ÖNNUR TÆKI GERA NÚ ÖLLUM JARÐAR- BÚUM KLEIFT AÐ FRÆÐAST UM LÍF Í ÖÐRUM LÖNDUM. VIÐ VITUM HVERJIR HAFA ÞAÐ GOTT. Í RÍKJUM FÁTÆKTAR OG STRÍÐA ER EIN AFLEIÐINGIN AÐ MARGIR HÆTTA LÍF- INU TIL AÐ KOMAST Á BROTT. FAGMENNSKA Ungir karlmenn frá Afríku sunnan Sahara bíða eftir atvinnutilboði í Tripoli. Vitað er að hælisleitendur sæta oft illri með- ferð í landinu, konum er nauðgað og verkamenn sviknir um laun. Átök og stjórnleysi hafa grafið undan samfélaginu. AFP * Það er einfaldlega skynsamlegt og hagkvæmt að setja ákveð-in takmörk við fólksflutningum en hvetja um leið til aðlög-unar og berjast gegn mismunun. Ayyan Hirsi Ali, flóttakona frá Sómalíu. Alþjóðamál KRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.