Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2015 Græjur og tækni Sýndarveruleikafyrirtækið Oculus Rift, sem er í eigu Facebook, hefur tilkynnt að sýndarveruleika- hjálmur þess, The Rift, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, muni koma á markað snemma árs 2016. Búist er við því að Morpheus- hjálmurinn frá Sony muni koma út um líkt leyti. Sýndarheimur stækkar Tölvusérfræðingar hafa nú uppgötvað nýjan tölvuvírus sem virkar þannig að hann reynir að viðhalda sjálfum sér með því að gera þá tölvu sem hann hýsir ónothæfa. Vírusinn hefur hlotið nafnið Rombertik og verði hann var við að einhver reyni að koma á hann böndum eyðir hann mikilvægum gögnum á tölvunni sem gerir að verk- um að hún endurræsir sig í sífellu. Greinendur segja jafnframt að Rombertik skeri sig úr hópi tölvuvírusa að því leyti að hann berjist hatramlega gegn hvers kyns til- raunum til að stöðva hann. Í raun má segja að hann fremji sjálfsmorð með því að eyðileggja sjálft tækið sem hann lifir og hrærist í. Á tölvum sem styðjast við Windows-stýrikerfi stelur vírusinn hægt og bítandi ýmsum gögnum svo lengi sem enginn hefur orðið var við hann. Hann ræðst yfirleitt á tölvur í gegnum viðhengi í svikatölvupóstum. Oft er um að ræða falska tölvupósta sem líta út fyrir að vera frá fyrirtækinu Microsoft. Það sem jafnframt gerir vírusinn einstakan er að hann bregst afar illa við komist hann á snoðir um að einhver reyni að átta sig á virkni hans. „Rombertik er ólíkur öðrum vírusum að því leyti að hann reynir að eyðileggja tölvuna ef hann telur að verið sé að reyna að greina hegðun hans. Hann framkvæmir reglu- lega athuganir á því hvort hann sé sjálfur sé undir eftir- liti,“ segja sérfræðingar frá öryggisfyrirtækinu Cisco. Þá lætur vírusinn ekki staðar numið við tilraunir til að eyðileggja tölvur heldur framkvæmir hann skipanir um að prenta úr háðsglósur til þeirra sem reyna að stöðva hann. Óvenjulegur sjálfsmorðsvírus Nýr vírus reynir að eyðileggja tölvuna sjálfa ef hann telur að verið sé að reyna að greina hegðun hans. Íbúar Lundúna þurfa oftar en ekki, eins og íbúar annarra stórborga, að sætta sig við samlífi við rottur, mýs og önnur meindýr. Erfitt getur verið að stemma stigu við slíkum plágum en dýragóðgerðarsamtökin Wood Green í borginni hafa nú sent frá sér nýtt smáforrit sem hefur það að markmiði að hjálpa fólki í London að flæma nagdýr burt frá heimilum sín- um og tryggja um leið umkomulaus- um köttum samastað um hríð. Not- endur forritsins geta kynnt sér ýmsa ketti í forritinu, lesið sér til um sögu þeirra og skoðað myndir, og að lok- um óskað eftir því að fá að hýsa einn þeirra að kostnaðarlausu. Juliette Jones, einn starfsmanna Wood Green, segir að um 200 ketti vanti húsaskjól. „Kettirnir okkar myndu njóta góðs af því að fá tímabundinn samastað þangað til þeir finna sér loks varanlegt aðsetur. Við vonumst til þess að þessi einstaka þjónusta verði til þess að hugur fólks opnist og það geri sér grein fyrir kostum þess að hafa elskulegan kött hjá sér.“ APPIÐ Bjarga köttum og flæma burt nagdýr A pple Watch-úrið er nú loks komið á markað og fyrstu eigendurnir um víða veröld ganga nú um götur með slíkt snjallúr um úlnliðinn. Eflaust verja þeir fyrstu dögunum í að dást að úrinu og prófa margvíslega möguleika þess en eins og á við um allar aðrar nýj- ungar í lífi fólks dvínar ljómi þess smám saman og þá öðlast fólk raunsærri mynd af því til hvers úrið nýtist því best. Í ljósi þess að flestir möguleikar úrsins eru nú þegar að- gengilegir í gegnum snjallsíma fólks er ekki úr vegi að velta því upp hvaða fólki úrið mun nýtast mest. CNN hefur fjallað um málið og hér að neðan er að finna nokkrar hugmyndir að því fyrir hvern úrið er í raun. * FYRIR ÞÁ NÝJUNGAGJÖRNUApple skortir ekki aðdáendur enda myndast oftar en ekki útihátíðarandrúmsloft fyrir utan verslanir fyrirtækisins þegar ný vara er væntanleg. Fyrir þá sem njóta þess að kynna sér nýjustu tækni og vera með á nótunum ætti Apple Watch því að vera tiltölulega aug- ljós kostur. Þá skemmir ekki fyrir að hafa vit á tækni og kippa sér ekki upp við einhverja galla sem kunna að gera vart við sig í fyrstu útgáfum úrsins. Snjallúr eiga án nokkurs vafa framtíðina fyrir sér, munu verða sífellt al- gengari sjón og nýjungagjarnt fólk mun án nokkurs vafa hafa gaman af því að kynna sér möguleika þeirra og getu. * FYRIR ÞÁ SEM VINNA LÍKAMLEGA VINNU Upphaflega voru það að mestu gagnrýn- endur í tæknigeiranum sem stýrðu umræðu og umfjöllun um úrið, en þeir eru upp til hópa fólk sem ver mestum tíma sínum sitj- andi við skrifborð, með snjallsíma sína innan seilingar. Staðreyndin er sú að við skrifborð kemur úrið ekki að miklum notum að þeim eiginleika undanskildum að það minnir not- andann reglulega á að standa upp og hreyfa sig. Það er jafnframt ekki hraðvirkasta leiðin til þess að komast að því hvað klukkan er í ljósi þess að það eru örlitlar tafir á því að klukkan sjálf birtist þegar hún er kölluð fram á skjáinn. Á hinn bóginn gæti úrið nýst þeim vel sem vinna á ferð. Fólk sem vinnur við kennslu, eða þjónustu- eða hjúkr- unarstörf gæti notið góðs af því að geta fyr- irvaralaust skoðað tilkynningar af ýmsum toga með því að líta snöggt á úlnliðinn. * FYRIR FORELDRAAð eiga börn er auðvitað líkamleg vinna í sjálfu sér og að hanga í símanum daginn út og inn getur framkallað samviskubit. Vilji fólk leitast við að takmarka tíma sinn fyrir framan skjá á hverjum degi gæti snjallúr — semsagt annar skjár til við- bótar í líf þess — hjálpað til, enda auð- veldara að halda sig frá snjallsímanum sem óneitanlega hefur meira aðdráttarafl. Eigi fólk jafnframt í fullu fangi með að sinna ýmsum heimilisstörfum og brauð- fæða afkvæmi sín getur úrið létt því lífið enda er hægt að svara símtölum eða lesa skilaboð með lítilli fyrirhöfn fyrir atbeina þess. * FYRIR ÞÁ SEM ERU HÁÐIRSNJALLSÍMANUM Ef iPhone-fíkn þín er á svo háu stigi að hún hefur slæm áhrif á samband þitt við fólkið í kringum þig vegna þess að þú getur ekki sleppt því að endurhlaða Facebook, eða Twitter eða Snapchat á tveggja mínútna fresti, mun þá Apple Watch gera illt vera eða hjálpa til? Það má ímynda sér að það að geta séð tilkynningar um leið og þær berast komi í veg fyrir að fólk hangi í 20 mínútur á samskiptamiðlum þegar það ætlaði bara að skoða símann til að kanna hvort einhver hefði hringt. * FYRIR ÞÁ SEM ÓTTAST AÐ HELTAST ÚR LESTINNI Óttinn við að heltast úr lestinni og vita ekki hvað vinir og kunningjar eru að gera á hverri stundu, eða jafnvel að vera ekki með á nótunum um hvað er vinsælt eða mik- ilvægt hverju sinni er raunverulegur og veld- ur því að margir snjallsímaeigendur gera ekki annað en að gaumgæfa símann sinn í tíma og ótíma. Apple Watch mun að sjálf- sögðu reynast þessu fólki vel enda munu því berast hvers kyns tilkynningar í rauntíma á skjá úrsins og hættan á því að viðkomandi missi af einhverju dvínar. * FYRIR ÞÁ GLEYMNU EÐA ÞÁ SEMGANGA MEÐ STÓRAR TÖSKUR Í sannleika sagt er einn nytsamlegasti eigin- leiki úrsins sá að með atbeina þess er um- svifalaust hægt að vita hvar snjallsími manns er niðurkominn. Þá kemur það einnig að góðum notum fyrir þá sem ganga með stórar töskur á sér og þurfa ítrekað að róta á botni þeirra eftir símanum svo hægt sé að svara símtali. Hver og einn verður hins vegar að ákvarða fyrir sjálfan sig hvort þessir mögu- leikar eru þess virði að reiða fram tugi þús- unda króna fyrir. * FYRIR ÞÁ SEM VILJA KOMA SKILABOÐUM Á FRAMFÆRI Apple Watch er lúxusvara, alveg eins og lúxusbílar og skór frá tískuhönnuðum. Það er glæsilega hannað, ekki síst dýrustu út- gáfurnar. Ákvörðunin um að fjárfesta í slíku úri getur því falið í sér yfirlýsingu um notandann sjálfan, það er að hann sé sú manngerð sem hiki ekki við að verja háum fjárhæðum í framúrstefnulega úlnliðs- græju. MARGIR MÖGULEIKAR ÚRSINS Eiginleikar Apple úrsins eru margvíslegir og hentar það ólíku fólki með ólíkar þarfir. APPLE WATCH-SNJALLÚRIÐ ER NÚ KOMIÐ Á ALMENNAN MARKAÐ. AÐDÁENDUR APPLE UM VÍÐA VER- ÖLD BÍÐA JAFNFRAMT HVERS KYNS NÝJUNGA FRÁ FYRIRTÆKINU MEÐ MIKILLI EFTIRVÆNTINGU EN FYRIR HVERN ER ÞETTA ÚR Í RAUN? Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Fyrir hvern er Apple Watch í raun?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.