Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2015 F yrir rúmum fjörutíu árum lásu íslenskir laganemar um sifjarétt í námi sínu og studdust við ógleymanlega bók sem var fjölrituð í bland á dönsku og ís- lensku. Meðal þess sem ætlast var til að þeir lærðu út í hörgul voru „festar“ – trulovelse. Þau heit höfðu nefnilega áhrif að lögum. Festar leystar En það gat reynst snúið álitaefni að skera úr um hvort festar hefðu stofnast, ef ekki var tryggilega frá því fengið. Þá fór fram mat. Í þessari hálfdönsku bók, Familieretten, voru tekin dæmi úr dönskum dómum. Eftir minni mátti af þeim ráða að þótt parið hefði sest á bekk í almenningsgarði, haldist í hendur og sagt „Nu er vi to“ þá væri óvarlegt að álykta að festar hefðu stofnast. Og jafnvel þótt herrann á bekknum hefði notað tækifærið og gefið dömunni eintak af þeirri miklu bók Den Gyldne Danske Kogebog myndi það ekki duga til, þótt nærri stappaði. En hefði piltur í framhaldinu mætt í útför móður kærustunnar þyrfti ekki lengur að efast. Parið var trúlofað, festar höfðu stofnast og þýddi ekki fyrir herrann að reyna að komast skaðlaus frá því. Laganemarnir þurftu að hafa hraðar hendur við að setja sig vel inn í þennan dularheim lögfræðinnar því á Alþingi lá fyrir frum- varp, sem gert var ráð fyrir að yrði samþykkt, þar sem áhrif festa voru þurrkuð út úr lagasafninu. Ís- lendingar heyra sjaldan um festar núorðið. Það er helst þegar rifjað er upp að Ingibjörg, kona Jóns for- seta, sat í 12 ár í festum heima á Íslandi og beið hjónabandsins. Hætt er við því, að þeir sem lengst eru komnir í tölvuleikjunum gangi út frá því, að blessunin hún Ingibjörg hafi verið hlekkjuð við staur á Íslandi á meðan Jón naut lífsins í Kaupmannahöfn. Samkynhneigðir ekki til Aldrei var minnst á réttindi samkynhneigðra í þess- ari yfirferð um sifjaréttinn. Um þær mundir var loks verið að fella burtu refsinæmi fyrir samkynhneigð í Bretlandi. Að vísu var samkynhneigð karlmanna ein bönnuð að viðlagðri refsingu í Bretlandi, en ekki kvenna. Ástæðan var sú, að þegar frumvarpið var borið fyrir Viktoríu drottningu, rúmlega 100 árum áður, hafði hún bent forsætisráðherranum sínum á, að í því fælist broslegur misskilningur. Samkyn- hneigð ætti sér eingöngu stað á milli karlmanna, enda væri augljóst að eitt og annað vantaði upp á að verknaðurinn gæti átt sér stað þegar konur ættu í hlut. Málinu var frestað og haldinn fundur í ríkisstjórn- inni. En niðurstaðan varð sú að enginn karlanna þar treysti sér til að útskýra tæknilega þætti málsins frekar fyrir hennar hátign og var frumvarpið „lag- Hleypidómarar leita í fordóma til að tryggja að þeir komist örugglega að rangri niðurstöðu * En dettur nokkrum í hug í fullrialvöru, að hjón sem eru að fávígslu, vilji láta trúarlegt yfirvald framkvæma hana, ef vitað er eða grunsemdir eru um að það gerði það óljúft, þvingað og með sár í sálinni? Reykjavíkurbréf 15.05.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.