Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 32
Döðlugott með bönunum 3 vel þroskaðir bananar 500 gr döðlur 10 dropar súkkulaði stevia 2 egg 1-2 tsk kanill 50 gr suðusúkkulaði Bananarnir stappaðir og öllu blandað saman í skál. Hrært saman og haframjöli og kókosmjöli bætt útí þannig að þetta verði eins og þykkur grautur. Því næst sett á plötu með bökunarpappír. Dreift yfir heila plötu. Bakað við undir- og yfirhita við 200°c í 30-40 mín. Skorið í bita. 50 gr suðursúkkulaði 100 gr hvítt súkkulaði Súkkulaðið brætt sitt í hvorum pottinum og sett yfir bitana. 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2015 Matur og drykkir Á dögunum bauð Guðbjörg María Gunnarsdóttir nokkrum vinkonum sínum í mat. Vinkonur hennar sem hún bauð þekkjast ekki allar innbyrðis en eiga það sameiginlegt að þykja gaman að hittast og gera eitthvað skemmtilegt. „Matarboðið heppnaðist virkilega vel, það er alltaf gaman að hitta vinkon- urnar og njóta góðs matar. Það var sko spjallað, slúðrað og dansað fram eftir nóttu. Maturinn heppnaðist líka mjög vel og við vorum allar í góðum gír,“ segir Guðbjörg María sem er Kópavogsmær í húð og hár. Hún hefur búið í Kópavogi frá blautu barnsbeini, á fjögur börn og starfar sem fjármálastjóri í litlu fjölskyldufyrirtæki. Guðbjörg María heldur reglulega matarboð en finnst ekki síðra að fá boð í slíkt sjálf. „Ég held alltaf annað slagið matarboð en mætti vissulega vera duglegri við það. Þótt mér þyki gaman að halda matarboð þá þykir mér enn skemmtilegra að fara í matarboð,“ segir Guð- björg María. „Það er alltaf gaman að sækja aðra heim og njóta góðs matar og félagsskapar.“ En þegar kem- ur að því að halda matarboð þá telur Guðbjörg María að aðalaðtriðið sé að bjóða skemmtilegu fólki og gleyma sér í gleðinni. „Ég held að fólk ætti ekki að stressa sig of mikið þegar á að halda matarboð. Þótt maður vilji vissulega að allir njóti matarins og að allt gangi smurt fyrir sig þá er það engu að síður félagsskapurinn sem skiptir höfuðmáli,“ segir Guðbjörg María. Notar sjaldan uppskriftir sjálf Guðbjörg María segist nánast aldrei notast við uppskriftir, ekki nema hún sé að prófa eitthvað nýtt. Hún smakki matinn bara til og hafi hann nákvæmlega eftir sínu höfði. „Það hefur ekki klikkað hingað til,“ segir hún. „En ég held að það sé best fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í eldhúsinu að fara eftir uppskriftum en fljótlega er tilvalið að setja sinn stíl á matinn með því að breyta uppskriftum eftir sínu höfði. Svo er bara um að gera að prófa sig áfram og vera óhrædd við að reyna eitthvað og leika sér í eldhúsinu.“ ALLTAF GAMAN AÐ HITTA VINKONURNAR Góður félags- skapur gulls ígildi Frá vinstir: Nanna Björns- dóttir, Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, Bentína Sigrún Tryggvadóttir, Guð- björg María Gunnarsdóttir, Lilja Huld Steinþórsdóttir, Steinunn M. Sig- urðardóttir og Ásdís Rósa Ás- geirsdóttir. GUÐBJÖRG MARÍA NÝTUR ÞESS AÐ ELDA. FÁTT ER BETRA EN AÐ BORÐA GÓÐAN MAT Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP ENDA VARLA ANNAÐ HÆGT Á STÓRU HEIMILI. HÚN BAUÐ NOKKRUM VINKONUM Í ÞRIGGJA RÉTTA OG SUMARKOKTEIL. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is * Maturinnheppnaðistlíka mjög vel og við vorum allar í góðum gír. Tvöfaldur Martini Bianco sódavatn smá lime kreist útí og sneið sett á glasið til skrauts Grenadine hellt rólega út í klakar Sumar- kokteill Snittubrauð ristað á pönnu með ólífuolíu og sjávarsalti stráð létt yfir. SÓSA Á SNITTURNAR 1/2 dós sýrður rjómi 1 msk majones 1 msk sítrónusafi 1/2 tsk hunang 1 msk sítrónubörkur Öllu hrært saman og smurt á snitturnar Var svo með tvær gerðir af snittum, annars vegar með káli, laxi, eggi, rauðlauk og rauðri papriku. Svo er kál, camembert-ostur, rifsberjahlaup, rauðlaukur og rauð paprika á snitt- unum. Tapassnittur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.