Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2015, Blaðsíða 57
17.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 „Og þessi voðalega kona …“ Hvernig samtíminn brást (við) þremur konum á síð- ustu öld er yfirskrift fundar PEN á Íslandi sem fram fer í Borgar- bókasafni í dag, laugardag, kl. 15. Rædd verða verk Vigdísar Gríms- dóttur, Olgu Guðrúnar Árnadóttur og Elínar Thorarensen. 2 Þorsteinn Gíslason og Kristján Pétur Sigurðsson opna innsetninguna Wood you see Wood you listen í Verksmiðjunni á Hjalteyri í dag, laugarag, kl. 14. Sýningin er opin í Verksmiðjunni helgarnar 16.-17. maí og 23.-24. maí kl. 14-17. 4 Síðasta sýning vorsins á Ör- lagasögu Hallgríms og Guð- ríðar verður í Landnámssetr- inu í Borgarnesi á morgun, sunnudag kl. 16. Steinunn Jóhann- esdóttir, rithöfundur og leikkona, veitir innsýn í ævi og störf þessara stórbrotnu einstaklinga og hjóna. 5 Hjónin Paulius og Juventa Mudéniené opna sýninguna Lísa og undur engisins í Kaffi 111 á efri hæð Gerðu- bergs á morgun, sunnudag, kl. 14.30. Sérstök bókakynning hefst kl. 13.30 þar sem Juventa Mudéniené les upp úr litháísku úr bók sinni Sögur af Tay- or Silvestre. Sögurnar eru um skemmtilega kanínufjölskyldu og eru ætlaðar börnum á aldrinum 3-6 ára. 3 Náttúrusýn – Þar sem fjallið teygir kollinn mót himni nefn- ist myndlistarsýning sem Guðmundur Ármann Sig- urjónsson opnar í Mjólkurbúðinni á Akureyri í dag, laugardag, kl. 15. Sýn- ingin stendur til 25. maí. MÆLT MEÐ 1 Stórsveit Reykjavíkur heldur lokatónleika starfsársins í Silfurbergi í Hörpu á morgun, sunnudag, kl.16. Á tónleikunum verða frum- fluttar nýjar útsetningar Kjartans Valde- marssonar á verkum eftir Jóel Pálsson saxó- fónleikara og tónskáld. Báðir hafa þeir verið meðlimir sveitarinnar um árabil, en að þessu sinni mun Kjartan stíga upp af píanóstólnum og stjórna hljómsveitinni. „Þetta var í raun samstarfsverkefni okkar enda höfum við þekkst lengi,“ segir Jóel þegar spurt er um valið á lögunum sem Kjartan hefur útsett. „Ég hef spilað með Kjartani síðan ég var unglingur, leiðir okkar skarast oft, eins og gerist í litlu landi. Við erum báðir í Stórsveitinni svo það má segja að þetta sé innherjabrask!“ Hann hlær. Jóel hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum á ólíkum svið- um tónlistar. Eftir að hafa útskrifast frá Tónlistarskóla FÍH og Tónmenntaskóla Reykjavíkur hélt hann til náms við Berklee College of Music í Boston og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn árið 1994. Hann hefur leikið á yfir 100 hljómplötum og komið fram víða um lönd. Jóel hefur gefið út plöt- urnar Prím, Klif, Septett, Varp og Horn með frumsaminni tónlist auk platna sem hann hefur unnið í samstarfi við aðra, Stikur með Sigurði Flosasyni og Skuggsjá með Eyþóri Gunnarssyni. Tónlist Jóels hefur meðal ann- ars verið gefin út af Naxos hljómplötufyrir- tækinu í 40 löndum. Hann hefur hlotið ís- lensku tónlistarverðlaunin fimm sinnum, þar á meðal fyrir djasshljómplötu ársins fjórum sinnum og var tilnefndur til Tónlistar- verðlauna Norðurlandaráðs 2011. Jóel segir að þeir Kjartan hafi hist oft meðan hann vann að útsetningunum, þar sem þeir báru saman bækur sínar. „Þetta hefur verið skemmtilegt ferli og mér finnst hann fara með lögin leiðir sem mér hefði ekki endilega dottið í hug að fara.“ Hann bætir við að Kjartan hafi krukkað mismikið í lögin. „Sum hljóma í einskonar stærri útgáfum af frumgerðinni en öðrum snýr hann á hvolf. Kjartan er með svolítinn rómantískan og impressjónískan stíl, sem píanóleikari og út- setjari, en um leið ákveðið frjálsræði og áræðni. Sú blanda hugnast mér vel.“ Jóel tekur þátt í flutningi verkanna með sveitinni. „Ég sit á mínum stól eins og venjulega og blæs í hornið. Ég er vanur að vasast í ýmsu, er með marga bolta á lofti og vil gjarnan hafa stjórn á hlutunum, en það verður gaman að sleppa annarri hendinni af verkunum og leika þau svona með félögun- um,“ segir hann. STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR FLYTUR NÝJAR ÚTSETNINGAR LAGA EFTIR JÓEL PÁLSSON Innherjabrask í Stórsveitinni „ÉG SIT Á MÍNUM STÓL EINS OG VENJULEGA OG BLÆS Í HORNIÐ,“ SEGIR SAXÓFÓNLEIKARINN OG TÓNSKÁLDIÐ JÓEL PÁLSSON. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Jóel Pálsson blæs í saxófóninn. „Þetta hefur ver- ið skemmtilegt ferli,“ segir hann um samstarfið við útsetjarann Kjartan Valdimarsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg sig yfir sporin og tæknina í hreinni miðlun. Okkur Ernu finnst spennandi þegar dans- aranir ná að vera líkt og í leiðslu, en slíkt er aðeins hægt með mikilli sannfæringu og ótrúlegu úthaldi. Dans fyrir mér er ekki bara fagurfræði eða tækni heldur leið til að tengja við eldra sjálf, æðri vitund eða guð- legan kraft,“ segir Jalet og tekur fram að hann geri líka kröfur til áhorfenda. „Per- sónulega finnst mér mest spennandi að sjá átök á sviði sem birtast bæði sem innri og ytri átök. Markmið mitt er að verk mín krefjist 300% einbeitingar af hálfu áhorf- enda,“ segir Jalet. Misst tengslin við náttúruna Titillinn Black Marrow vísar með afgerandi hætti í jarðefnaeldsneyti á borð við olíu, en að sögn Jalets leggur hann mjög mikið upp úr hinu sjónræna. Leikmyndin er gerð úr svörtu plasti auk þess sem efnið þekur gólfið og bylgjast fyrir tilstilli blásturs. „Meðal hluta sem við notum á sviðinu eru styttur sem gerðar eru með því að þekja dýrabein með bráðnu plasti,“ segir Jalet og hand- leikur einn slíkan grip sem nýkominn var í hús þegar viðtalið fór fram. „Nútíminn eins og við þekkjum hann byggist nær alfarið á notkun jarðefnaelds- neytis á borð við olíu. Við erum háð olíu, en umgöngumst hana eins og óþrjótandi auð- lind. Fyrir hálfri öld sáu menn ekki fyrir þær aukaverkanir sem fylgja jarðefnaelds- neytisnotkuninni. Í dag stöndum við frammi fyrir því að maðurinn ógnar sinni eigin tilvist hér á jörðinni,“ segir Jalet og bendir á að slíkt sé afleiðing af því að maðurinn hafi misst tengslin við náttúruna og þann æðri mátt sem í henni búi. „Maðurinn hefur barist við náttúruna ár- þúsundum saman og því óhætt að segja að samband manns og náttúru sé býsna flókið. Við erum ávallt háð náttúrunni, en teljum okkur hafa fundið leið til að beisla hana. En slíkri beislun fylgir viss firring sem að lokum leiðir til dauða náttúrunnar sem óhjákvæmi- lega leiðir til endaloka mannsins,“ segir Jalet og ítrekar mikilvægi þess að manneskjan glati ekki tengslum sínum við náttúruna. „Ef við tilbæðum enn náttúruna, eins og mann- eskjan gerði til forna, væri staðan í heim- inum örugglega mun betri. Við hefðum því mjög gott af því að líta til baka og snúa aft- ur til rótanna,“ segir Jalet. Þess má að lokum geta að aðeins verða tvær sýningar auk frumsýningarinnar, en þær verða 25. og 28. maí. Damien Jalet danshöfundur handleikur hluta af leikmyndinni sem búinn er til úr dýrabein- um sem þakin hafa verið bráðnu plasti. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.