Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015
ÁAlþingi hafa nú staðið deilur um það hvorttaka eigi tiltekna virkjunarkosti og setja þáí svokallaðan nýtingarflokk Rammaáætl-
unar. Þingmenn hafa deilt um lögformleg ferli í
þessu sambandi en minna um einstaka virkjanir.
Þetta er fullkomlega eðlilegt því fara ber að lögum.
Virkjanirnar sem um er að ræða eru Urriðafoss,
Hvamms- og Holtavirkjun í Þjórsá, Hagavatn við
Langjökul og Skrokkalda á ofanverðu vatnasvæði
Þjórsár.
Og Skrokkalda var það sem leiðarahöfundur
Morgunblaðsins gerði nýlega að umfjöllunarefni á
eftirminnilegan hátt.
Spurt var hve margir þingmanna þekktu til þess-
ara virkjunarkosta og tiltók hann sérstaklega
Skrokköldu.
Ekki hef ég verið sérlega kunnugur þessum virkj-
unarkosti en leiðarinn og umræðan í þinginu varð
mér tilefni til að leita upplýsinga um Skrokköldu.
Fyrir aldarfjórðungi fékk Hjörleifur Guttorms-
son samþykkta þingsályktunartillögu sem síðar átti
eftir að verða eins konar grunnur að vinnu og lögum
sem við nú kennum við Rammann. Lögin um vernd-
ar- og orkunýtingaráætlun, eins og hið formlega
heiti er, voru samþykkt í tíð síðustu ríkisstjórnar og
eru án efa ein mikilvægasta lagasetning þings-
ögunnar. Með lögunum var reynt að færa hin miklu
átök sem jafnan hafa fylgt ákvörðunum um virkj-
anir inn í yfirvegaðan skynsemisfarveg. Samkvæmt
lögunum eru einstakir kostir metnir af sérfræð-
ingum sem horfa til þeirra þátta sem deilt hefur
verið um og í kjölfarið setja þeir fram tillögur sam-
kvæmt ígrunduðu mati. Í kjölfarið tekur Alþingi
síðan ákvarðanir. Það er grundvallaratriði.
Þótt úr matsferli og innri málamiðlunum sér-
fræðinga komi tillaga um að ráðast megi í
Hvammsvirkjun, svo dæmi sé tekið, er ekki þar
með sagt að ég eða aðrir þingmenn myndu vilja
samþykkja þann kost. Það sem hefur hins vegar
áunnist er að umræðan og eftir atvikum deilur
manna í millum eiga nú að hafa mikilvægar rann-
sóknir að styðjast við.
Þetta ferli fríar okkur ekki frá ábyrgð á því að
kynna okkur málin hvert og eitt, og þá óháð því
hvort við sitjum innan veggja Alþingis eða utan,
því umræðan í þjóðfélaginu þarf að vera víðtæk.
Landið er okkar allra og þar með ábyrgðin á því
hvernig með það er farið. Og þótt sérfræðingar
kanni hina hlutlægu þætti þá eru þeir ekki alltaf
óumdeildir. Þar að auki vega hinir huglægu þættir
þungt – ef ekki þyngst.
Finnst okkur til dæmis í lagi að fórna hinum til-
komumikla Urriðafossi? Hvaða þýðingu hefði
Skrokkölduvirkjun og raflínur frá henni fyrir víð-
erni og verndarsvæði á hálendinu? Grundvallar-
atriði er að þekkja hvað um er að tefla.
Á ef til vill að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um
Skrokköldu? Kosturinn við þjóðaratkvæða-
greiðslu er sá að þá sjáum við okkur knúin til að
fara sjálf á stúfana.
Ef til vill væri ráð að kynna Skrokköldu fyrir
þjóðinni með þeim hætti.
Skrokkalda
* Finnst okkur til dæmis í lagi að fórna hinumtilkomumikla Urriðafossi?
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Vikan byrjaði
með skemmti-
legu tísti Braga
Valdimars
@BragiValdimar
um söngva-
keppnina sætu. „Í Eurovisionvik-
unni fögnum við því þegar Jesús
reis upp úr skápnum og breytti tár-
um verkalýðsins í glimmer,“ en
hann var einn þeirra fjölmörgu sem
notuðu #12stig til að merkja
færslur sínar.
Allra vinsælasta
færslan sem var
svona merkt var
eftir Ara Eld-
járn @arieldj-
arn: „Svíþjóð
svindlaði! Það voru miklu fleiri en 6
manns á sviðinu!“ Hann vísar þar til
Måns Zelmerlöw og sakleysislega
teiknimyndahers hans.
María Lilja
Þrastardóttir
@marialiljath
skrifaði hins veg-
ar „Stop, Wait,
Go home :( “.
Margir voru
skiljanlega svekktir yfir því að María
Ólafsdóttir skyldi ekki hafa komist í
úrslitin fyrir Íslands hönd og þá
brutust gagnrýnisraddirnar út.
BBC Eurovision á Twitter og
Facebook sagði atriði Íslands vera
algjört Eurodisney og fékk góð við-
brögð við þeirri athugasemd.
Helga Rut Guðmundsdóttir,
móðir Elínar Sifjar sem tók þátt í
undankeppninni hér heima með
góðum árangri, skrifaði um Euro-
vision á Facebook: „Mér fannst
ekki allir skilja hvað ég var að
meina þegar ég sagðist ekki hafa
áhuga á að horfa á 16 ára dóttur
mína stíga sem fulltrúi Íslands inn í
þann sirkus sem Eurovision-
keppnin er. En eftir gærdaginn, þarf
nokkuð frekari vitnanna við? Þetta
er hreinlega of mikið álag fyrir ung-
ar manneskjur. Sama hversu hæfi-
leikaríkar þær eru. Og ekki vantar
dómhörkuna úr öllum hornum
þegar heppnin er ekki með í för.“
Sigríður Ey-
rún Friðriks-
dóttir söng-
kona skrifaði í
athugasemd á
Facebook: „Ein
ljót athugasemd
æpir á mann eins og milljón þegar
eitthvað er sagt á netmiðlum um
mann.“
AF NETINU
Framleiðandi í Hollywood sagði leikkonunni Maggie Gyl-
lenhaal að hún, 37 ára að aldri, væri of gömul til að leika ást-
konu 55 ára leikara í kvikmynd. Gyllenhaal sagði í viðtali við
The Wrap að það hefði verið mikið áfall að heyra þetta en
síðan hefði henni þótt þetta hlægilegt. „Það eru margir hlut-
ir sem eru virkilega svekkjandi við að vera leikkona í Holly-
wood, sem koma mér stöðugt á óvart,“ sagði hún. „Mér leið
illa, síðan varð ég reið og svo fór ég að hlæja,“ sagði hún um
viðbrögðin við því að hún væri of gömul.
Það að fá yngri leikkonur til að leika á móti miklu eldri
mönnum hefur tíðkast lengi í Hollywood. Til dæmis var Kim
Novak helmingi yngri en hinn fimmtugi James Stewart í
Vertigo. Nýtt dæmi er úr mynd Woodys Allen frá 2014, Ma-
gic in the Moonlight, en 28 ára aldursmunur er á Emmu
Stone og Colin Firth sem leika aðalhlutverkin.
Undantekning í Spectre
Undantekningarnar eru til en nýju Bond-myndinni Spectre,
hefur verið hrósað fyrir að fara aðra leið, en þar leikur hin
fimmtuga Monica Bellucci á móti Daniel Craig, sem er 47
ára. Reyndar eru hinar Bond-stúlkurnar, Léa Seydoux and
Stephanie Sigman, tæplega þrítugar.
Á Cannes-kvikmyndahátíðinni kom í ljós að við gerð
spennumyndarinnar Sicario var mikill þrýstingur frá fram-
leiðendunum að breyta kyninu á aðalhlutverkinu, FBI-
fulltrúa, sem Emily Blunt leikur. Handritshöfundarnir náðu
að standast pressuna en segja að þrýstingurinn hafi verið
mikill.
Tölfræðin segir að konur voru aðeins í 12% aðalhlutverka
í 100 stærstu myndunum í Bandaríkjunum árið 2014. Til við-
bótar hafa aðeins 22% starfsfólks kvikmynda við 2.000
stærstu myndir síðustu 20 ára verið konur.
Gyllenhaal lét ekki uppi í viðtalinu um hvaða mynd eða
leikara var að ræða. Hún segist þó vona að smám saman sé
Hollywood að verða betri vinnustaður fyrir konur. „Margar
leikkonur eru að gera stórkostlega hluti núna, að leika al-
vöru, flóknar konur. Ég örvænti ekki og vonast eftir því að
spennandi hlutir gerist.“ Maggie Gyllenhaal er 37 ára en er gömul á Hollywood-mælikvarða.
AFP
Gyllenhaal of gömul til að leika
á móti 55 ára karlmanni
Vettvangur