Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Síða 13
úar. Ótíðin þá var reyndar svo ferleg og frátafir miklar svo við voru 18 daga að ná fimm dögum á sjó,“ segir Alfons sem vinnur á dekkjaverkstæði þegar ekki gef- ur. Allir bátar settir á flot En nú eru allsráðandi strandveið- arnar sem hófust í maíbyrjun. Allir smábátar sem tiltækir eru hafa verið settir á flot og allir sem vett- lingi valda róa út á mið. Fjöldi strandveiðibáta er gerður út frá Ólafur Bjarnason SH er þekktur bátur í Ólafsvíkurflot- anum og hefur reynst eigendum og áhöfn vel í áranna rás. af Gufuskálum og Öndverðarnesi. Þangað er raunar ekki nema um klukkutími frá bryggju og þá er komið á fína fiskislóð. „Menn setja nótina út á sand- botninn skammt undan hraun- brúninni. Betra gerist það varla,“ segir Alfons sem í vetur tók nokkrar túra á Sveinbirni Jak- obssyni SH; velþekktum bát í Ólafsvíkurflotanum þar sem Egill Þráinsson skipstjóri stendur í brúnni. „Ég fór á sjóinn í þetta í febr- Ólafsvík sem fiska á svæði A, sem nær frá Snæfellsnesi og norður um Vestfirði. „Þessi veiði hefur hleypt alveg nýju lífi í útgerðina hér. Þetta minnir svolítið á þá sælutíma í gamla daga þegar hér voru kannski gerðir út 100 bátar á ver- tíðinni. Og þá voru hér myndefni á hverju strái og svo er raunar enn, bara ef maður hefur augun opin og leyfir hugmyndafluginu að njóta sín,“ segir Alfons Finnsson Mogga- maður í Ólafsvík að síðustu. Glaður er góður bátur og hefur komið með mikinn afla til hafnar í vetur - svo gjaldeyririnn fossar inn í landið. Landburður af fiski og köin full. Þegar líður á daginn er oft mikið umleikis á bryggjunni þegar aflinn er settur á bíla. Híft úr lestinni. Það er alltaf gaman þegar vel veiðist og því hafa sjómenn á Snæfellsnesi haft ástæðu til að brosa breitt. Fyrsta úthlutun úr hjá Gunnarsstofnun. Styrkþegar og fulltrúar þeirra. Helgi Gíslason, af Skógargerðisætt, formaður sjóðsstjórnar, er lengst til vinstri. Ljósmynd/SBG Nú í vikunni var í fyrsta sinn út- hlutað úr Menningarsjóði Gunn- arsstofnunar að Skriðuklaustri í Fljótsdal. Þetta var gert á fæðing- ardegi Gunnars Gunnarssonar rit- höfundar en starf stofnunarinnar er tileinkað starfi hins mikilvirka höf- undar. Sjóðnum er ætlað að styðja rithöf- unda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar auk þess að renna stoðum undir starf- semi stofnunarinnar. Sælir eru einfaldir Níu umsóknir bárust til sjóðs- stjórnar og fjögur verkefni fengu at- fylgi. Þrjú verkefni fengu 200 þús. kr. styrk: Hallveig K. Eiríksdóttir og Þorvaldur S. Helgason til að vinna leiksýningu eftir skáldsögu Gunnars Sælir eru einfaldir; Jón Hjartarson til að skrifa leikverk upp úr þremur smásögum Gunnars; Osk- ar Vistdal til að þýða Svartfugl á norsku. Hæsta styrkinn, 400 þús. kr., hlaut Sigurgeir Orri Sig- urgeirsson til að skrifa handrit að heimildarmynd um ævi og starf Gunnars. FLJÓTSDALUR Kvikmynd, þýðing og leikgerðir Húsið á Skriðuklaustri er óvenjulegt og setur afar sterkan svip á sveitina. 24.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Ísbúð hefur verið opnuð á Húsavík í fyrsta skipti. „Ég hef gengið með þennan draum í nokkur ár og við ákváðum að drífa loksins í þessu,“ segir Erna Björnsdóttir. Eigendur eru systkinin Börkur, Jónas og Guðrún Þórhildur Emils- börn, ásamt mökum. Erna er kona Barkar. Hún er lyfjafræðingur í Lyfju á Húsavík, hefur sinnt því starfi í nokkur ár, en er nú jafnframt farin að skipta sér aftur af fjöl- skyldufyrirtækinu Sölku, eins og hún orðar það. Fyrirtækið rekur samnefndan veitingastað og hvala- skoðunarfyrirtæki. „Við erum á þriðja ári með hvala- skoðun en höfum rekið Sölku síðan 2000. Við höfum verið viðloðandi ferðamannabransann í 20 ár; pabbi var með hótelið á sínum tíma, við vorum þar, og byrjuðum með veit- ingastaðinn Gamla Bauk.“ Ísbúðinni hefur verið vel tekið. „Fyrstu þrjá dagana var röð út úr dyrum og gott að gera síðan.“ Salka hefur rekið kaffihús í miðbæ Húsavíkur í tvö ár og ísbúðin er í sama húsnæði. „Við ákváðum að taka eitt skref í viðbót með því. Hér seljum við líka miða í hvalaskoð- unarbátinn okkar, Fanneyju.“ HÚSAVÍK Svilkonurnar Helena Ósk Ævarsdóttir og Erna Björnsdóttir, til hægri. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Apótekarinn selur ís Sveitarstjórn í Skagafirði ætlar að láta kanna launa- kjör Skagfirðinga með tilliti til launakjara á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta gerist í kjölfar könnunar þar sem leitað var skýringa á fólksfækkun á svæðinu. Skagafjörður Samþykkt var í Árborg í sl. viku að aðeins konur sitji reglulegan bæjarstjórnarfund í júní. Er það gert til að minnast 100 ára kosningaréttar kvenna. Arna Ír Gunn- arsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, átti tillöguna. Árborg Gæði og þægindi síðan 1926 Við tökum svefninn alvarlega. Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni, góðu handverki, stöðugum prófunum og vandlega völdum efnum. Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn á meira en 85 ára rannsóknum og þróun. duxiana.com DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950 D U X® ,D U XI AN A® an d Pa sc al ® ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d by D U X D es ig n AB 20 12 .

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.