Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Síða 20
Hátíðin í ár er helguð sérstakri bragðtegund, í tilefni af heimssýn-
ingunni, Expo 2015, sem á sér stað í Mílanó. Sýningin stendur frá 1.
maí til 31. október. Þá sækir Gelato Festival borgina heim dagana 28.
maí til 7. júní og 3.-13. september. Ferðamenn geta því slegið tvær
flugur í einu höggi og heimsótt bæði Gelato Festival og Expo 2015 í
Mílanó í sumar.
Mezzalira og Giorgio, skipuleggjendur hátíðarinnar, búa til heimssýn-
ingarísinn. Grunnur íssins er vatn og ávextir og því hentar hann vel fyrir
fólk með mjólkuróþol. Ísinn verður í litum vörumerkis heimssýning-
arinnar sem eru gulur, bleikur, ljósblár, fjólublár, grænn og rauður. Þá er
Mílanó annáluð fyrir að vera háborg tískunnar. Þar er hægt að versla í
frægustu tískuhúsum Evrópu.
HEIMSSÝNING OG TÍSKA Í MÍLANÓ
U
nnendur ítalsks íss, eða gelato eins og hann heitir á frummálinu,
geta borðað fylli sína af honum á mismunandi stöðum Evrópu í
allt sumar. Árleg íshátið, Gelato Festival, á sér stað í Bretlandi,
Hollandi Þýskalandi, á Spáni og Ítalíu á tímabilinu 30. apríl til 4.
október en hún er nú haldin í sjötta skipti. Flestir viðkomustaðir hátíð-
arinnar verða á Ítalíu, í heimalandi gelato, en það eru borgirnar Flórens,
Róm, Torino, Mílanío, Katanía, Bari, Riccione og Viareggio.
Á Gelato Festival kennir ýmissa grasa. Gestir geta fylgst með ísgerðar-
mönnum að störfum búa til hágæðaís úr hráefnum beint úr héraði en lykil-
orð hátíðarinnar í ár eru gæði, ferskleiki, upprunaleiki, rekjanleiki og beint
frá býli. Ísinn í vinnustofunum ber keim af matarhefðum hvers og eins
svæðis á Ítalíu, þannig að sérkenni matvara frá hverju svæði eru dregin
fram. Sumar skrítnustu bragðtegundirnar í ár eru kirsuberjatómatar, hrogn
og ólífuolía.
Annar hluti af hátíðinni er keppni í ísgerð. Þeir sem kaupa sér sérstakt
gelato-kort geta kosið það bragð sem þeim líkar best. Þeir sem kjósa ávinna
sér rétt til að smakka eina tegund í viðbót. Hægt er að kaupa gelato-kortið
á heimasíðu hátíðarinnar, http://www.gelatofestival.it/, fyrir aðeins 5 evrur,
til kl. 22.30 daginn áður en hátíðin byrjar á hverjum viðkomustað. Einnig er
hægt að kaupa kort á staðnum en það mun vera dýrara.
Eitt ískort veitir manni rétt til að smakka fimm tegundir íss
sem taka þátt í ísgerðarkeppninni. Hver skammtur er 50
grömm.
Dæmi um bragðtegundir á hátíðinni eru: nutella ís,
Amor Pernigotti (vanilla með súkkulaði, súkkulaðisósu,
heslihnetur og kex), Buoantalenti (sérréttur Badiani
ísbúðarinnar í Flórens), bragð Expo-sýningarinnar
(mangó sorbet með kíví og jarðarberjum).
Þá fá handhafar gelato-kortanna ótakmarkaðan að-
gang að námskeiðum í Slow Cooking með stórum nöfn-
um í ítalskri matargerð. Þeir læra þar að búa til ge-
lato, uppgötva leyndardóma hágæða framleiðslu og
læra að þekkja nýjustu landamæri gelato og mest
ögrandi samsetningarnar.
GELATO HÁTÍÐ
Eltu ísinn um
alla Evrópu
ÍSHÁTÍÐIN THE GELATO FESTIVAL STENDUR YFIR
Í NÆR 100 DAGA Í SUMAR OG Á SÉR STAÐ
Í FIMMTÁN BORGUM, Í FIMM LÖNDUM.
Brynja Björg Halldórsdóttir, brynja@mbl.is
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015
Ferðalög og flakk
Íshátíðin kemur við í Cataníu á
Sikiley dagana 30. júlí til 2. ágúst.
Helsta kennileiti borgarinnar er
Fílabrunnurinn, Fontana dell’Elefante,
sem finna má í miðborginni. Vert er
að sjá Benedettini-klaustrið sem er
næststærsta benediktínaklaustur í Evr-
ópu og stríðsminjasafnið Museo Sto-
rico dello Sbarco. Sikiley er þekkt fyrir
góða fiskrétti og sæta eftirrétti á borð
við cannoli rúllur. Margir mæla með við-
komu á fiskmarkaði borgarinnar en þar í
nágrenninu má finna nær allt sem notað er
í ítalskri matargerð; grænmeti, ávexti,
brauð, olíuolíur, kjöt, osta og krydd.
KLAUSTUR, FISKUR OG KJÖT
Ljósmynd/Paolo Piscolla
Cannoli eru fyllt-
ar með rjóma og
ricotta.
Ferðalangar í Amsterdam
geta dagana 9.-12. júlí gætt
sér á ljúffengum gelato ís í
staðinn fyrir hráa síld og ost-
bita.
Heimsókn til borgarinnar
býður upp á siglingar um
skipaskurði, heimsóknir í
fjölmargar vindmyllur, van
Gogh-safnið, Önnu Frank-
safnið, ostasmökkun og
margt fleira. Amsterdam er
hjólaborg Evrópu og því er
ekki vitlaust að leigja sér
hjól, hjóla um borgina og
skoða sig um.
SKIPASKURÐIR,
VINDMYLLUR
OG HJÓLREIÐAR
Fyrir utan Rijks-
museum-safnið. Tré Lífsins, 35 metrahátt listaverk, á
heimssýningunni.