Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Page 24
Svava hefur gert garðinn frægan ytra fyrir lík- amsræktarkerfi sitt, Víkingaaðferðina. Ljósmynd/Svala Ragnars Svava Sigbertsdóttir, líkamsræktarþjálfari og stofnandi The Viking Method æfingakerfisins, var í Tyrklandi á dögunum við myndatökur fyrir Hummel. Alþjóðlegi íþróttafatarisinn flaug með hana þangað til þess að taka mynd- ir af henni en Svava verður í forgrunni í næstu auglýsingaherferð fyrirtækisins í Tyrk- landi. Munu myndatökurnar hafa staðið yfir í fjóra daga. Teknar voru myndir af Svövu á Topkapi- brúnni, fyrir framan Hagia Sophia-safnið í Ist- anbúl, Bláu moskuna í sömu borg og á einka- strönd fyrir utan borgina. Svava fór einnig í viðtal hjá FHM Magazine, sem er mjög vin- sælt tímarit í Tyrklandi. VÍKINGAAÐFERÐIN Svava í herferð íþróttavörurisa Myndir af Svövu munu prýða auglýsingaskilti um allt Tyrkland . Fötin frá Hummel eru sambland af klassískri tísku og nýjum straumum. 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015 Heilsa og hreyfing I ðkendur og þjálfarar hjá Sparta heilsu- rækt og Training for Warriors Reykja- vík (TFW-Reykjavik) ætla föstudaginn 29. maí að hlaupa frá Nýbýlavegi 6, þar sem Sparta heilsurækt er staðsett, til Blönduóss og safna í leiðinni áheitum fyrir Umhyggju, styrktarfélag langveikra barna. Þeir Fannar Karvel Steindórsson og Jóhann Emil Elíasson halda utan um skipulag hlaupsins. Þeir eru jafnframt fram- kvæmdastjóri og rekstr- arstjóri Spörtu, auk þess að þjálfa á stöðinni. Að sögn Fannars er áætlað að hlaupið taki á bilinu 26-30 klukkustundir, eftir því hvernig hópnum gangi að hlaupa. Hlaupararnir verða 25 talsins en þeir munu skiptast á að hlaupa þannig að einn til þrír hlauparar hlaupa í einu. „Hver þeirra hleypur 3-5 kílómetra í einu áður en skipt er um hlaupara. Þeir sem hvíla sig geta þá lagt sig í rútunni sem ekur með okkur,“ útskýrir Fannar. Auk hlauparanna kemur einn bílstjóri með og tveir aðrir sem verða hópnum innan handar og sjá um að miðla upplýsingum á samfélagsmiðla. Nokkuð passleg vegalengd Leiðin sem hlaupin verður er um 244 kíló- metrar að lengd. Aðspurður hvers vegna Blönduós hafi orðið fyrir valinu sem áfanga- staður segir Fannar: „Í fyrstu stóð til að annar hópur frá Akureyri myndi hitta okkur á miðri leið, rétt hjá Blönduósi en hann varð að hætta við. Við ákváðum þá bara að lengja leiðina og fara sjálf. Auk þess eru margir í stöðinni okkar að norðan, þar á meðal konan mín. Loks þótti okkur þetta passleg vegalengd,“ segir hann og bætir við að hópurinn muni fara krókaleiðir eftir hlaupastígum út úr borginni en þegar í Mosfellsbæ sé komið verði hlaupið eftir þjóðveginum. Fannar vonar innilega að veðrið verði gott á leiðinni. „Ég hef þó vissar áhyggjur af ferðinni yfir Holtavörðuheiði. Við verðum þar seint að kvöldi eða jafnvel um miðja nótt og það gæti orðið mjög kalt þar. Það er þó það eina sem ég er hræddur við.“ Hann á svo von á því að einhverjir frá Blönduósi sláist í för á lokakílómetrunum og hlaupi með hópnum, enda stundi tiltekinn hópur metabolic-æfingar, rétt eins og Spart- verjar. Metabolic er hópþjálfun þar sem notast er við teygjur, kraftbolta, ketilbjöllur, kaðla, TRX bönd, eigin líkamsþyngd og fleira. Hugsunin er sú að iðkendur geti stýrt ákefðinni sjálfir. Yrði ánægður með að safna milljón Meðan á hlaupinu stendur mun hópurinn safna áheitum til styrktar langveikum börn- um. Allt sem safnast mun renna óskipt til þessa málefnis. „Ég yrði rosalega glaður ef okkur tækist að safna milljón,“ svarar Fannar þegar hann er spurður út í markmið með söfnuninni. Hægt verður að fylgjast með hlaupahópn- um á samfélagsmiðlunum Facebook, Twitter og Instagram. Fannar segir að unnið sé að því að setja upp beina útsendingu í gegnum GPS þannig að fylgjast megi með fram- göngu hópsins á korti. „Við verðum mjög dugleg á samfélagsmiðlunum við að dæla út myndum og myndböndum. Einhverjir hlaup- arar verða með GoPro vél á sér þannig að við ættum að geta tekið upp megnið af leið- inni,“ segir hann. ÁHEITASÖFNUN Hægt er að heita á hlauparana meðan á hlaupinu stendur. Allt sem safnast fer til Umhyggju. * Í fyrstu stóð til aðannar hópur frá Akureyri myndi hitta okkur á miðri leið, rétt hjá Blönduósi en hann varð að hætta við. Við ákváðum þá bara að lengja leiðina og fara sjálf. TUTTUGU OG FIMM SPARTVERJAR OG STRÍÐSMENN SKIPTAST Á AÐ HLAUPA Á LEIÐINNI FRÁ REYKJAVÍK TIL BLÖNDUÓSS. HÓPURINN LEGGUR AF STAÐ FÖSTUDAGINN 29. MAÍ NÆSTKOMANDI. Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Fannar Karvel Steindórsson Hlaupa 244 kílómetra fyrir langveik börn Þriðja og síðasta mótið í Þrekmótaröðinni fer fram laugardaginn 30. maí að Varmá í Mos- fellsbæ. Keppnin á sér stað úti og greinarnar eru m.a. réttstöðulyfta, hlaup, sandpokaburður, sleðahlaup og margt fleira. Keppt er í einstaklings-, para- og liðakeppni. Skráning og yfirlit yfir keppnisgreinar má finna á heimsíðu Þrekmótaraðarinnar, www.threkmot.is Útimót Þrekmótaraðarinnar Hægt er að styrkja málstaðinn með því að leggja inn á eftirfarandi reiking: 0307-13-110194 680510-1720

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.