Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Síða 34
Þessa himnesku spaghettísósu galdraði Cle- menza svo eftirminnilega fram í The Godfather. Ánægjan með matinn í myndinni leynir sér ekki og munnurinn fyllist óneitanlega af vökva í hvert skipti sem maður horfir á atriðið. Fyrir sex 2 msk ólífuolía 450 gr ítölsk pulsa, niðurskorin og afhýdd 1 msk saxaður hvítlaukur 1 ¼ bolli saxaður laukur 1 bolli þurrt rauðvín 1 dós niðursoðnir tómatar, heilir 1 dós tómat paste 1 msk þurrkuð basillauf örlítið salt örlítið sykur, ef vill Í stóran pott er ólífuolía hituð við miðlungs hita. Pulsunni bætt út í og elduð vel eða þar til hún er alveg brún á litinn. Bætið lauk og hvít- lauk saman við og hrærið þar til laukurinn er orðinn vel sveittur. Hrærið rauðvíninu þá út í. Bætið við tómötunum og tómat-paste út í pottinn og hrærið. Hreinsið það sem eftir var í dósunum úr með vatni og hellið í blönduna, þannig er allt úr dósunum nýtt og einnig er gott að bæta smá vatni við. Setjið síðan basillaufin út í og kryddið eftir smekk. Lækkið hitann í lægstu stillingu og hrærið af og til. Látið malla í um 2 og hálfan klukkutíma en bætið vatni út í ef blandan fer að þykkna mikið. Berið fram með spaghettí og ferskum par- mesanosti. Spaghettisósa à la Godfather THE GODFATHER 1972 Rómantík, pólitík og súkkulaðiseiðandi losti er einkennandi fyrir kvikmyndina Chocolat sem gerist árið 1959. Litla súkkulaðibúðin hennar Vianne og allt sælkeradekrið fær mann til að hrista hendur fram úr ermum og skella sér í bökunargallann. 16 msk mjúkt smjör ½ bolli hvítur sykur ½ tsk salt 60 gr. brætt dökkt súkkulaði 6 msk lífrænt kakó 2 msk uppáhellt espressó, við stofuhita 2 tsk vanilluduft 2 ½ bollar hafrar 1 bolli kókosmjöl Blandið smjöri, sykri og salti saman í hrærivél á miðlungshraða í um 1-2 mínútur eða þar til blandan verður ljós og létt. Bætið brædda súkkulaðinu saman við, kakóinu, kaffinu og vanilluduftinu þar til vel blandað saman. Setjið hafrana í mat- vinnsluvél (eða blender) þar til gróflega sax- aðir. Bætið höfrunum við út í súkku- laðiblönduna og blandið vel saman. Kælið í um klukkutíma. Skiptið blöndunni í 36 bita með því að nota tvær matskeiðar. Setjið kók- osmjölið á stóran disk. Rúllið blöndunni í litl- ar kúlur og veltið kúlunum upp úr kók- osmjölinu. Kælið aftur í um tvær klukkustundir áður en borið er fram. 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015 Matur og drykkir ELDAÐ Í BÍÓMYNDUNUM Fjórar ljúffengar af hvíta tjaldinu MATUR Í KVIKMYNDUM GETUR VERIÐ AFSKAPLEGA GIRNILEGUR. OFT FLÝGUR SÚ HUGSUN Í GEGNUM HUGANN Í MIÐRI MYND AÐ ÞAÐ VÆRI NÚ ÁGÆTT AÐ HAFA UPPSKRIFT AÐ HERLEGHEITUNUM SEM SITJA GJARNAN Í MANNI LÖNGU EFTIR ÁHORF. HÉR KOMA NOKKRAR GÓÐAR UPPSKRIFTIR ÚR SKEMMTILEGUM KVIKMYNDUM. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Atriðið þegar Django og félagi hans Dr. King Schultz snæða í höll Calvin’s Candie gleymist seint. Þar er borin á borð glæsileg hvít kaka. Hvít kaka er mjög vinsæl í suðurríkjunum í Bandaríkjunum, einmitt þar sem kvikmyndin á að gerast. KÖKUBOTN 1 bolli hvítur sykur ½ bolli smjör 2 egg 2 tsk vanilluduft 1 ½ bolli hveiti 1 ¾ tsk lyftiduft ½ bolli mjólk (sumir bæta við ¼ bolla mjólk svo botninn verði mýkri) Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið hringlaga kökuform vel að innan eða klippið til bök- unarpappír ofan í formið. Hrærið saman smjör og sykur. Færið eggin út í, eitt í einu og hrærið á meðan. Hellið vanilluduftinu út í. Hrærið saman hveiti og lyftidufti í skál og blandið við smjörblönduna. Hellið síðan mjólkinni út í og hrærið deigið vel þar til silki- mjúkt. Hellið síðan blöndunni í formið. Bakið í 30- 40 mínútur í ofninum og fylgist vel með á síð- ustu mínútum með því að stinga prjón/gaffli í kökuna. Athugið að kakan getur orðið þurr, svo mikilvægt er að fylgjast með. Uppskriftin passar fyrir einn botn. KÖKUKREM 1 bolli mjúkt smjör 3-4 bollar flórsykur, sigtaður 2 tsk van- illudropar salt á hnífsoddi 2-3 msk rjómi Hrærið smjörið þar til ljóst á litinn eða í um þrjár mínútur. Bætið flórsykrinum við, ½ bolla í einu. Eftir hvern bolla stillið þá hrærivélina í botn á milli í um 10 sekúndur. Bætið við van- illudropum og sykri og látið blandast vel sam- an. Hellið síðan rjómanum út í og hrærið þar til blandan hefur náð þéttleika. Til að gera kremið þykkara bætið flórsykri út í. Kremið er bæði notað ofan á kökuna og á milli botna. Franskar súkkulaði- kókoskúlur úr Chocolat CHOCOLAT 2000 Hvíta kakan úr Django DJANGO UNCHAINED 2012 Eitt af eftirminnilegustu atriðum í kvikmynd- inni um Julie og Julia er þegar Julie og eig- inmaður hennar elda saman ítalska brusc- hettu. Þetta er svona smáréttur sem líklega allir borða, enda algjörlega him- neskur. 1 hleifur af ítölsku brauði 1 hvítlauksgeiri 500 gr. þroskaðir tómatar 2 msk fersk basillauf 2 msk ólífuolía ¼ tsk salt pipar Hitið ofninn í 175°C og á meðan hann hitnar skerið brauðið í meðalþykkar sneiðar eða rúmlega 1 cm á þykkt. Tak- ið endana frá, hægt að nota þá sem brauðteninga út í salat síð- ar. Raðið brauðsneiðunum á ofnplötu og ristið í ofninum í um 15 mínútur eða þar til þær eru stökkar. Snúið við og endurtakið. Færið sneiðarnar síðan yfir í annað fat til að kólna. Þegar brauðið hefur kólnað skerið þá í hvítlauksgeir- ann og nuddið hon- um á aðra hlið hverrar sneiðar. Skerið tóm- atana í litla teninga og basillaufin í ræmur og hrærið saman við salt og pipar. Skammtið síðan á hverja sneið og gott er að setja jafnvel smá parmesan- ost yfir. En alls ekki nauðsynlegt. JULIE & JULIA 2007 Tómat- og basil- bruschetta eftir Júlíurnar tvær

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.