Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Page 40
Tíska Balmain fyrir HM AFP *Franska tískuhúsið Balmain tilkynnti samstarf við sænskukeðjuna H&M . Yfirhönnuður Balmain, Olivier Rousteing,mun hanna kven- og herrafatalínu ásamt skóm og auka-hlutum undir heitinu Balmain X H&M. H&M hefur veriðduglegt við að fá þekkt tískuhús í að hanna fatalínur en síð-ast var það hönnuðurinn Alexander Wang sem hannaðilínu fyrir keðjuna sem sló heldur betur í gegn síðasta haust. Lína Balmain og H&M er væntanleg í verslanir keðjunnar og á Hm.com þann 5. nóvember næstkomandi. E f þú fengir að eiga fataskáp einhvers, hver myndi það vera og af hverju? Það væri örugglega mjög skemmtilegt að eiga fataskápinn hjá hinni bandarísku Iris Apfel. Hún klæðir sig óvænt en á mjög lit- ríkan og fágaðan máta. Hún er 94 ára og er enn „fabulous“. Áttu þér uppáhaldsflík? Já, alveg nokkrar, en það sem kemur fyrst í huga minn eru leðurbuxur sem ég keypti í Danmörku þegar ég bjó þar fyrir 7 ár- um og þær eru ennþá flottar og hafa því enst vel, sem er merki um gæði og flotta hönnun sem ég pæli mikið í við fatakaup. Hver var fyrsta hönnunarflíkin sem þú keyptir þér? Svartir Acne-leðurskór. Áttu þér uppáhaldsfatahönnuð? Já, það er belg- íski fatahönnuðurinn Dries Van Noten. Hann er etn- ískur í sinni hönnun og er með mikið jafnvægi á kven- legu og karllægu. Hann gerir fallegar yfirhafnir og karlmannlega skó. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Já, ætli það hafi ekki verið buffalo- skórnir sem ég átti þegar ég var 12 ára, sem reynd- ar eru aftur komnir í tísku í nýjum búningi. Það er það sem er svo skemmtilegt að tískan gengur í hringi og kemur alltaf aftur inn í nýjum búningi. Hvað kaupir þú þér alltaf þó þú eig- ir nóg af því? Eiginlega er það ekki neitt sem mér finnst ég kaupa of mikið af því að ég reyni að hafa jafnvægi á því sem ég kaupi. Fyrir mér er mikilvægt að vita hvaðan varan kemur og hvaða efni er í henni. En ég viðurkenni þó að ég er veik fyrir fallegum skóm og yf- irhöfnum. Áttu eitthverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að nota? Nei, engin flík er þannig dýrmæt fyrir mér, ef hún er dýrmæt í mínum augum þá nota ég hana mikið. Hvað heillar þig við tísku? Það er hversu hröð hún er, sem gefur fatahönnuðum tækifæri til þess að hafa einhver skilaboð/„statement“ í fatalínum sínum sem tengjast því sem er að gerast í samfélaginu. Eins og t.d. belgíski hönnuður- inn Walter Van Beirendock gerði í fatalínu sinni fyrir Fall 2014, þá löbbuðu módelin niður sýningarpallana í flík- um sem stóð á „stop racism“. Einnig heilla mig þeir einstaklingar sem eru hug- rakkir og fara sínar eigin leiðir í klæðaburði og fylgja ekki tískustraumum heldur hjartanu og sínum per- sónulega stíl. Þess vegna fer ég oft á fatamarkaði þegar ég er erlendis og hérna heima í Kolaportið eða Góða hirðinn til þess að finna eitthvað sem er ekki endilega í tísku en er fallegt og hefur sögu að segja. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Ekki kaupa eins og „hinir“ eða það sem er endilega í tísku heldur það sem fylgir þínum persónulega stíl og þér finnst þægilegt að vera í. Ekki vera hrædd/hræddur við að klæðast litum því litir eru það sem gleður augað. Hvert er uppáhalds-„trendið“ þitt fyrir sumarið? Ég var að koma frá Boston úr fríi þar sem sumarfílingurinn var í hámarki, þar keypti ég laussn- iðinn denim-samfesting og hvíta sandala sem er alveg málið í sumar. Ég elska líka að klæðast buxum og er því mjög hrifin af þessu lausa útvíða bux- nasniði sem er mikið að koma. TÍSKAN GENGUR Í HRINGI Halldóra Sif Guðlaugs- dóttir í ofinni slá sem hún hannaði sjálf. Morgunblaðið/Eggert Hræðist ekki að klæðast litum HALLDÓRA SIF GUÐLAUGSDÓTTIR ER AÐ ÚTSKRIFAST ÚR FATAHÖNNUNARDEILD LISTAHÁSKÓLANS Í VOR. HALL- DÓRA HEFUR BRENNANDI ÁHUGA Á ÖLLU SEM VIÐ- KEMUR TÍSKU OG FINNST HENNI MIKILVÆGT AÐ VITA UPP- RUNA VÖRUNNAR OG HVAÐA EFNI ER Í HENNI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Úr sumarlínu Dries Van Noten 2015. Í vetrarlínu Walter Van Beirendock 2014 gengu módelin niður sýningarpallana í flík- um sem stóð á „stop racism“. Fataskápur Iris Apfel er eflaust með þeim áhugaverðustu. Halldóra keypti sér nýlega laus- sniðinn denim- samfesting sem er aðalmálið í sumar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.