Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 41
24.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 F yrir níu vikum hófst heilsuferðalag Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar. Fimm stelpur voru valdar úr stórum hópi fólks til þess að takast á við þá áskorun að breyta lífi sínu til góðs með hreyfingu og heilbrigðu mataræði. Öfgarnar voru skildar eftir heima og daglegri hreyfingu komið inn í dagskrána. Svona fyrst þær voru byrjaðar skoraði ég á þær að vera sykurlausar í 10 vikur. Ég veit nefni- lega af eigin raun hvað sykurleysi getur gert mikið fyrir mann. Stelpurnar fimm hafa aldeilis sýnt það og sannað að kraftaverkin geta gerst ef viljinn er fyrir hendi. Við þekkjum það örugglega allar hvað það er hryllilega auðvelt í glundroða tilverunnar að hreyfa sig ekki, borða „óvart“ eitthvert jukk á hlaupum og deyja svo rétt eftir kvöldmat í sófanum yfir sjónvarpinu – algerlega búnar á því. Það er allt í lagi að velta því fyrir sér, þegar glundroðinn nær yfirhöndinni, hvort það sé þess virði að draga andann ef maður ætlar að lifa lífi sínu algerlega meðvitundarlaus. Þegar við völdum í heilsu- ferðalagið fannst mér skipta máli að velja konur sem væru dæmigerðar íslenskar ofurkonur. Svona of- urkonur sem hugsa alltaf fyrst um aðra og láta sig sjálfar sitja á hakanum. Konur í fullri vinnu með börn og heimili. Þótt ég segi ofurkonur verð ég að játa að allt svona ofurkonutal fer í taug- arnar á mér. Ég veit nefnilega ekki bet- ur en íslenskar konur hafi alltaf unnið allan sólarhringinn, tekið ábyrgð á öll- um og öllu og verið hamhleypur til verka. Það að ætla að pikka út og flokka einhverjar sérstakar konur sem ofurkonur finnst mér alveg vera „last season“. Ég þekki nefnilega fá- ar konur sem eru ekki alltaf að sigra heiminn á hverjum degi – hver á sinn hátt. Því miður eru þær ekki allar á forstjóralaunum þótt þær ættu þau svo sannarlega skilið. Svo má ekki gleyma því að sumar eru betri í því en aðrar að koma sér á framfæri en það breytir því ekki að fæstum fellur nokkurn tímann verk úr hendi. Það að gefa sér tíma til að hreyfa sig ætti að vera jafnsjálfsagt og að tannbursta sig. Við hættum því ekki þótt við höfum engan tíma eða okkur finnist það drepleiðinlegt. Þegar ég tala um að konur eigi að hreyfa sig er ég ekki að tala um að allar konur eigi að vera eins og vanskapaðar Barbie-dúkkur í laginu heldur það hraustar og sterkar að þær geti hlaupið skammlaust á eftir strætó og flutt veraldlegar eigur sínar á milli húsa án þess að andast. Það að fá hjartað til að slá hraðar daglega gerir okkur gott. Allar fáum við verkefni sem virðast stundum vera óyfirstíganleg og þá er nú betra að hafa úthald og styrk til þess að geta tekist á við þau. Þótt það sé stundum freistandi að leggjast bara í gólfið og grenja þegar lífið er ekki alveg nógu hagstætt þá skilar það ósköp litlu – allavega ekki þegar til lengri tíma er litið. Dagleg hreyfing eykur líkurnar á því að við séum í essinu okkar og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er lífið bara allt of stutt til þess að vera það ekki alla daga – alltaf. martamaria@mbl.is Toppur frá Nike smellpassar í ræktina. Hann fæst í Air Smára- lind. Elín Lilja Ragnarsdóttir, Sigríður Lóa Sigurðardóttir, Unnur Elva Arn- ardóttir, Kristín J. Rögnvaldsdóttir og Sigríður Ásta Hilmarsdóttir. Í síðustu viku fór ég með stelp- urnar í heilsuferðalaginu í Bláa Lónið þar sem við nutum þess að slaka á, bera á okkur andlitsmaska og ræða um málefni líðandi stund- ar. Allar voru þær sammála um að þeim hefði sjaldan liðið betur bæði andlega og líkamlega. Lífið er of stutt til að vera með- vitundarlaus Skór frá Nike. Fást í Air Smáralind. Skræpóttar buxur eru möst. Þær fást í Air Smáralind. Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! HRINGDU NÚNA 820 8080 Sylvía Löggiltur fasteignasali sylvia@fr.is Brynjólfur brynjolfur@fr.is Sími 511 8090 • www.yndisauki.is Dukkah er frábært með brauði, salatinu, grillaða grænmetinu, á kjúklinginn og fiskinn og með nýgrilluðu lambakjöti Dukkah frá Yndisauka ómissandi í matargerðina Dukkah er blanda af möndlum, hnetum, sesamfræjum og sérvöldu kryddi. Blandan er upprunnin í Egyptalandi og var upphaflega notuð með brauði sem fyrst er dýft í góða ólí- fuolíu og svo í dukkah. Dukkah fæst íHagkaupum,Melabúðinni, Fjarðarkaupum, Mosfellsbakaríi, Kjöthöllinni,Nóatúni,Garðheimum, Þín verslunSeljabraut og Bakaríinu viðBrúnnaAkureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.