Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Page 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015 Þ ú getur ímyndað þér að þú sért í grunnskóla að setja saman lið í leikfimi, þetta er pínu þannig, nema hérna ertu að tína saman eins gott lið og þú getur héðan og þaðan úr kvikmyndageiranum.“ Þannig lýsir Grímar Jónsson hlutverki kvikmynda- framleiðandans í spjalli við Sunnudagsblaðið. „Mínir hæfileikar snúa ekki endilega að því að búa til góða sögu eða sannfærandi per- sónur, en ég er góður í að finna rétt lið og leiða saman alla þessa snillinga til að búa til kvikmynd.“ Myndin Hrútar, sem var heimsfrumsýnd á Cannes-kvikmyndahátíð- inni á dögunum, er annað tveggja fyrstu framleiðslu- verkefna Netop Films, fyr- irtækis Grímars. Hann hætti í vinnu sinni hjá Nor- ræna kvikmynda- og sjón- varpssjóðnum, sem honum var boðið fyrstum Íslend- inga, til að koma fyrirtæk- inu í gang. „Auðvitað er mikil áhætta fólgin í þessari ákvörðun. Ég var að gefa upp á bátinn góða vinnu og fjárhagslegt öryggi til að draga eigið fyrirtæki upp úr skúffunni, en draumurinn er að framleiða myndir og ég elti hann. Í rauninni er hann að vissu leyti búinn að vera að rætast hérna í Cannes.“ Köllunin að framleiða kvikmyndir Grímar nefnir að í lista yfir aðstandendur og leikara myndarinnar Hrúta komi fyrir hundruð nafna. „Þetta byrjar allt einn dag- inn þegar ég fæ símtal frá Grími Hákonar- syni. Hann var búinn að vera að skrifa handritið í tvö ár og sagðist vera að leita að framleiðenda. Ég les handritið og finnst það magnað, og þannig fór boltinn að rúlla. Eitt af því fallega við þennan geira er að oft og iðulega eignast maður vini á leiðinni. Við Grímur vissum kannski hvor af öðrum þar áður en urðum virkilega góðir vinir í gegn- um vinnuna við Hrúta.“ Grímar segir að einn áhugaverðasti hluti kvikmyndaferlisins sé þróunarvinnan sem á sér stað fyrir tökur. „Það eru mörg stig og ferli fólgin í því að framleiða kvikmynd. Það átta sig ekki allir á því að það tekur að meðaltali þrjú til fjögur ár, að öllu með- töldu. Mér finnst skemmtilegast að vinna þróunarvinnuna sem á sér stað fyrir tökur. Að nostra við handritið og setja saman rétt lið. Þar liggur mín köllun.“ Þó séu fleiri hlutar ferlisins skemmtilegir. „Það er líka lúmskt gaman að fjármögn- unarferlinu og að hanga aðeins yfir excel- skjölunum,“ bætir Grímar við. Erfitt að halda gleðinni leyndri Grímar segir það hafa verið tilfinninga- þrungna stund þegar þeir Grímur fréttu að myndin hefði verið valin í flokkinn „Un Certain Regard“ á Cannes-hátíðinni. „Við Grímur fórum saman til Kaup- mannahafnar til að litgreina myndina 28. mars síðastliðinn. Mánudaginn 29. mars vaknaði ég frekar þreyttur og mitt fyrsta verk eins og oftast var að athuga tölvupóstinn. Þá sá ég póst frá Christian Jean, einum af yfirmönnum Cannes, um að myndin hefði verið valin í Official Selection, Un Certain Reg- ard, og að þeim þætti myndin æðisleg og hlökk- uðu til að fá okkur! Ég réð ekkert við tilfinn- ingarnar; gleðitárin spruttu fram og ég hringdi í Grím sem bjó á hóteli skammt frá. Ég hélt andliti í smá- stund og sagði honum að við hefðum verið að fá ömurlegar fréttir og hann ætti að at- huga tölvupóstinn sinn og skellti á. Fjórum mínútum síðar hringdi hann öskrandi eitt- hvert bull í gleði-geðshræringu. Þetta var góður dagur. Það erfiða var að það kom einnig fram í póstinum frá Christian að við yrðum að halda þessu algjörlega leyndu fram að blaðamannafundi í París sextánda apríl.“ Dæmi þekkist um að myndir hafi verið af- boðaðar þegar aðstandendur þeirra gátu ekki þagað yfir leyndarmálinu. „Það var ansi erfitt og skrítið að þurfa að halda þessu leyndu í tæpar þrjár vikur.“ Íslandsfrumsýning fyrir Bárðdælinga Grímar segir að eftir tveggja ára kynning- arstarf á myndinni víðsvegar um heiminn séu góðar móttökur á henni gríðarlega vel- komnar. „Ég er búinn að vera í sirka tvö ár að kynna myndina, bæði heima og erlendis, þannig að margir vissu af henni í brans- anum áður en hún var frumsýnd. Á mörgum hátíðum gefst manni tækifæri til að sýna brot úr verki í vinnslu.“ Myndin var heimsfrumsýnd í heild sinni á Cannes. Hins vegar verður Íslandsfrumsýn- ing á mánudaginn næstkomandi sérstaklega fyrir Bárðdælinga og aðra í Suður- Þingeyjarsýslu sem aðstoðuðu við tökur. „Íslandsfrumsýning verður á Laugum fyrir Bárðdælinga og allt frábæra fólkið sem hjálpaði okkur meðan á tökum stóð.“ Hérlend fjölmiðlafrumsýning myndarinnar verður á þriðjudaginn, hátíðarfrumsýning í Háskólabíói á miðvikudaginn og myndin komin í almennar sýningar á fimmtudaginn. „Við hlökkum hrikalega til að koma heim og fara með myndina beint í bíó.“ Guðfeður í íslenska bransanum „Nú eru liðin svona tólf ár síðan ég fór að vinna að því að láta þetta rætast,“ segir Grímar. „Ég held að þessi löngun hafi komið á menntaskólaárunum. Mig langaði til að vinna við að framleiða kvikmyndir en vissi varla hvað það fól í sér eða hvernig best væri að komast í þá vinnu. Ég fór að læra viðskiptafræði og þaðan í þverfaglegt tungu- mála-, viðskiptafræði- og menningarnám í Danmörku. Ég kláraði það reyndar ekki heldur fór að vinna. Ég vann meðal annars við kennslu hjá Nýja tölvu- og viðskiptaskól- anum, sem var rosalega gefandi.“ Samhliða kennslunni fór Grímar að prufa sig áfram í kvikmyndagerð. „Þá var ég að vinna heimildarmynd og stuttmynd og prufa mig áfram í þessu, eins og gengur og gerist. Fljótlega kynntist ég Þóri Snæ og Skúla hjá Zik Zak kvikmyndum, sem hafa náttúrlega gert fullt af myndum. Það má segja að þeir séu tveir af mínum helstu guðfeðrum í þess- um bransa. Ég framleiddi með þeim margar myndir, meðal annars kvikmyndina Brim, sem var fyrsta myndin sem ég framleiddi í fullri lengd.“ Eins og lítil fjölskylda Grímar segir fólk í íslenska kvikmyndageir- anum um margt líkjast einni fjölskyldu. „Fólk í íslenskri kvikmyndagerð og íslenskir kvikmyndaframleiðendur eru allir góðir vin- ir. Það er mikið af frábæru fólki og þetta verður svolítið eins og lítil fjölskylda. Marg- ar góðar manneskjur verða okkur eins kon- ar guðfeður. Friðrik Þór er til dæmis með alveg risastórt hjarta og Kjartan Kjart- ansson hljóðmaður og fleiri góðir menn og konur sem ég kynntist á mínum upphafs- árum. Þetta er mjög skemmtilegur geiri að vinna í. Það var svolítið skondið þegar þetta barst í tal þar sem ég sat í hádegismat með fram- leiðenda frá Kólumbíu. Ég var að lýsa mín- um raunveruleika, frá tæplega 350 þúsund manna landi, fyrir manni frá 50 milljón manna landi. Okkur fannst skemmtilegt að pæla í þessu saman.“ Kominn hinum megin við borðið Eftir fimm ára starf hjá Zik Zak kvikmynd- um bauðst Grímari starf hjá Norræna kvik- mynda- og sjónvarpssjóðnum. „Þar var ég kominn hinum megin við borðið, ef svo má segja. Ég var að lesa handrit frá hinum og þessum og fara yfir kostnaðaráætlanir og leggja mat á verkefni og hvort ætti að styrkja tiltekin verkefni. Það var langbesta vinna sem ég hef á æv- inni haft. Ég fékk að ferðast um heiminn og fara á kvikmyndahátíðir og allt mögulegt. Maður var líka ekki óvinsæll þegar maður sagði „já“ við umsóknum um styrkveitingu. Ég var byrjaður að gefa pening en ekki biðja um pening, sem var frábært. Það var náttúrlega mikill heiður að fá að vera fyrsti Íslendingurinn sem vinnur þarna.“ Stoltur af báðum verkefnum „Ég var nýkominn til Íslands og var í fæð- ingarorlofi þegar Grímur hafði samband við mig í leit að framleiðenda,“ segir Grímar. „Síðan þá hefur átt sér stað mögnuð vinna í kringum Hrúta og ég hef farið af stað með nýtt fyrirtæki.“ Grímar segist lengi hafa átt fyrirtækið, sem hann fékk að gjöf frá föður sínum, en hann gaf því nýtt nafn og kom því á blúss- Yfirgaf öryggið til að elta drauminn GRÍMAR JÓNSSON, FRAMLEIÐANDI MYNDARINNAR HRÚTA, SEM HLOTIÐ HEFUR EINRÓMA LOF GAGNRÝNENDA Á CANNES-KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI HEIMSFRÆGU, SEGIR LANGÞRÁÐAN DRAUM VERA AÐ RÆTAST. HANN GAF STARF HJÁ NORRÆNA KVIKMYNDA- OG SJÓNVARPSSJÓÐNUM UPP Á BÁTINN TIL AÐ KOMA EIGIN FRAMLEIÐSLU- FYRIRTÆKI Á SIGLINGU, EN HANN VAR FYRSTI ÍSLENDINGURINN SEM VANN HJÁ SJÓÐNUM. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is * Ekki átta sigallir á því aðþað tekur að með- altali fimm ár að framleiða kvik- mynd. Oft og iðu- lega eignast mað- ur vini á leiðinni. Viðtal

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.