Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Qupperneq 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Qupperneq 51
andi siglingu. „Fyrirtækið hét upphaflega Buri, en ég hafði lengi verið með það í skúffunni. Síðan ég hætti hjá Norræna kvik- myndasjóðnum höfum við framleitt tvö verk- efni.“ Fyrir utan Hrúta hefur Netop Films framleitt Óla prik, heimildarmynd um Ólaf Indriða Stefánsson handboltaleikmann. „Ég er mjög stoltur af Óla priki og finnst það vel unnin heimildarmynd. Síðan var Hrútar að sjálfsögðu mikill hvalreki fyrir svona lítið fyrirtæki. Þetta byrjar mjög vel.“ Aðspurður hvað sé á döfinni hjá Netop Films segir Grímar best að hugsa um eitt í einu. Mikil kynningarvinna og eftirmál séu í vændum í kringum Hrúta. Einn stærsti iðnaður landsins „Íslenskur kvikmyndaiðnaður, og skapandi greinar á Íslandi almennt, er einn stærsti iðnaðurinn á landinu,“ segir Grímar, að- spurður um framtíð íslensks kvikmyndaiðn- aðar, og bætir við að um 20 prósent ferða- manna sem koma til landsins nefni það sem ástæðu að hafa séð landið í kvikmyndum eða sjónvarpi. „Þetta er rosalega stór bransi. Hrútar er engan veginn einsdæmi. Við eigum fullt af góðum myndum og margt hæfileikaríkt fólk, hvort sem um ræðir leikara, leikstjóra, leik- myndahönnuði, tónlistarmenn eða hvað sem er. Ég spái því að skapandi greinar séu á uppleið á Íslandi, enda mikilvægur iðnaður og miklir hæfileikar á ferð. Við megum vera stolt af því.“ Grímar Jónsson skipti út góðri vinnu og fjárhagslegu öryggi til að elta drauminn um kvikmyndaframleiðslu. Ljósmynd/Halldór Kolbeins 24.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Hrútar fjallar um bræðurna Kidda og Gumma, sem báðir eru sauðfjárbændur og búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi. Þrátt fyrir að deila landi hafa þeir ekki talast við í fjóra áratugi, uns skæð riðuveiki kemur upp í dalnum. „Meginþemað í myndinni er þögnin milli bræðranna,“ segir Grímar Jónsson, „og þegar riðuveikin kemur neyðast þeir til að tala loksins saman. Það er líka ákveðin ástarsaga í myndinni, þeir þurfa nefnilega að snúa saman bökum til að bjarga því sem þeim er kærast, sem eru kindurnar þeirra.“ Mikil örvænting grípur um sig í dalnum. Bræðurnir standa frammi fyrir því að missa það sem þeim er kærast og grípa til sinna ráða. Myndin hefur hlotið gríðarlega jákvæð- ar viðtökur á Cannes-kvikmyndahátíðinni. Hún er ein af tuttugu myndum sem keppa um verðlaunin „Prix Un Certain Regard“ af um fjögur þúsund myndum sem sóttu um að vera í flokknum. Grímur Hákonarson fer með leikstjórn og skrifar handrit. Með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júl- íusson. Tökur fóru fram á bæjunum Mýri og Bólstað, sem eru hlið við hlið í Bárð- ardal á Norðurlandi. Bræðurnir snúa saman bökum Bræðurnir neyðast til að snúa saman bökum eftir áratuga þögn sín á milli. Myndinni hefur gengið sérlega vel á Cannes-kvikmyndahátíðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.