Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.5. 2015 Menning Við erum alltaf að vinna meðsömu persónur sem heitasömu nöfnum og við en búa í hliðstæðum raunveruleika og eru kannski aðeins meiri hálfvitar en við erum í raun og veru,“ segir Friðgeir Einarsson, meðlimur í leikhópnum Kriðpleir. Hópinn hef- ur ekki skort sýningargleðina síðan fyrsta sýning þeirra, Blokk, var sett upp fyrir þremur árum og stefnir nú á að sýna á hinni virtu nýlistahátíð Steirischer Herbst í Austurríki, fyrstur íslenskra leik- hópa. „Við erum semsagt nýbúnir með sýninguna Síðbúin rannsókn í Tjarnarbíó, þar sem sakamál hins meinta morðingja Jóns Hreggviðs- sonar var tekið upp á nýjan leik eftir 330 ára hvíld. Það hefur geng- ið vel þótt við séum enn ekki vissir hvort hann hafi drepið mann eða ekki,“ segir Friðgeir. Auk hátíðarinnar í Austurríki mun leikhópurinn troða upp á Cult- urescapes í Sviss með sýningu sína „Tiny Guy“, en hátíðin leggur sér- staka áherslu á íslenska list í ár. Í Tiny Guy reynir hópurinn að rann- saka hvaða ómeðvitaða starfsemi í heilanum hefur raunverulega stjórn á lífi okkar, og hvort unnt sé að beisla þessa heilastarfsemi, með gráthlægilegum niðurstöðum. Hópinn skipa auk Friðgeirs þeir Ragnar Ísleifur Bragason og Árni Vilhjálmsson, sem er e.t.v. best þekktur fyrir söng sinn í hljóm- sveitinni FM Belfast. Bjarni Jóns- son skrifar handrit. Getið þið aðeins sagt mér frá til- komu leikhópsins Kriðpleirs? Friðgeir: „Ég var semsagt að vinna verk árið 2012 fyrir sviðs- listahátíðina Lókal, sem hét Blokk og fjallaði um líf mitt í fjölbýlis- húsi. Ég bjó þá í fjölbýlishúsi og fannst það mjög einkennilega venjuleg upplifun. Á einhverjum tímapunkti ákvað ég að fá Ragnar með mér inn. Bjarni Jónsson var líka mikið að hjálpa mér með dramatúrgíu og textavinnslu og þá vorum við orðnir þrír. Í því verki vorum við byrjaðir að nota okkar eigin nöfn. Ég lék Friðgeir og hann var Ragnar og við vorum í hliðstæðum veruleika, svona alter ego persónur sem lifa sjálfstæðu lífi.“ Árni: „Má ég samt taka fram að ég fór sem áhorfandi á Blokk. Á ljósmyndarennslinu eru myndir af mér að hlæja.“ Uppúr þessu varð síðan samstarf í kringum næstu sýningu hópsins, Tiny Guy, og Árni fenginn í hlut- verk manns með alvarlega heilabil- un. Árni: „Í þeirri sýningu er ég með klút á höfðinu mestallan tím- ann en í Síðbúinni rannsókn tala ég aðeins meira. Þá er ég líka ekki al- veg með heilabilun þótt ég sé um margt ansi takmarkaður.“ Friðgeir: „Árni er alltaf með minni og minni heilabilun. Ég held hann verði orðinn bráðgáfaður í næstu sýningu.“ Hvað fleira einkennir sýningar Kriðpleirs? Ragnar: „Við erum að leika okk- ur með form sem er í grunninn fyrirlestur sem fer úr böndunum. Einskonar vandræðafyrirlestur. Til grundvallar liggur handrit en óvænt element koma alltaf fyrir og engar tvær sýningar eru eins.“ Friðgeir: „Það hefur líka verið einkennandi að persónurnar ætla sér um of. Við erum engir tauga- sérfræðingar, einsog við gefum okkur út fyrir að vera í Tiny Guy, og við erum þeim mun síður sér- fræðingar í málum Jóns Hregg- viðssonar. Persónurnar skortir hæfileika og áhöld til að takast á við verkefnið hverju sinni.“ Hvernig gekk ykkur þá að rann- saka mál Jóns Hreggviðssonar? Friðgeir: „Við erum náttúrlega engu nær um hvort hann hafi verið sekur eða saklaus, en við lærðum heilan helling og fengum marga góða menn með okkur í lið, til dæmis Má Jónsson hjá Árna- stofnun.“ Árni: „Það er mjög áhugavert að ímynda sér hvernig týpa hann hef- ur verið.“ Ragnar: „Hann var annars vegar algjör fauti og mjög viðskotaillur þegar hann var kominn í glas en hefur líka haft einhverja samúð með sér í liði. Þetta fræga orðalag: „hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ finnst okkur mjög lýsandi um við- leitni hans.“ Hvað er á döfinni hjá Kriðpleir? Friðgeir: „Við erum með nýja sýningu í bígerð sem ber vinnutit- ilinn Krísufundur. Hópurinn er í því verki kominn í krísu með hvert hans næsta verkefni verður.“ Ragnar: „Við fáum það á heilann að samfélagið sé í stöðugri þróun en við séum að dragast aftur úr. Krísufundur verður vandræðafyr- irlestur þar sem við leitum að hug- mynd að næsta verki, en fer að snúast um okkar eigin krísur og þá sjálfsvinnu sem við erum í.“ Leikhópurinn Kriðpleir. Myndina prýða þeir Bjarni Jónsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Friðgeir Einarsson og Árni Vilhjálmsson. Hópinn hefur ekki skort sýningargleðina á þriggja ára ferli sínum. Morgunblaðið/Styrmir Kári PERSÓNUR SEM ÆTLA SÉR UM OF MEÐ GRÁTBROSLEGUM NIÐURSTÖÐUM Fyrsti íslenski leikhópurinn á virtri hátíð MIKIL GRÓSKA HEFUR ÁTT SÉR STAÐ UNDANFARIN ÁR HJÁ SJÁLFSTÆÐUM ÍSLENSKUM LEIKHÓPUM OG HÓPURINN KRIÐPLEIR ER ENGIN UNDANTEKN- ING ÞAR Á. BRÁÐFYNDNIR „VANDRÆÐAFYRIRLESTRAR“ HÓPSINS HAFA VAKIÐ LUKKU HÉRLENDIS OG ERU NÚ KOMNIR Í ÚTRÁS ÚT Í EVRÓPU. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is Hópurinn er engu nær um sekt eða sakleysi Jóns Hreggviðssonar. Morgunblaðið/Styrmir Kári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.