Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Qupperneq 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Qupperneq 59
24.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Í bókinni Ég á teppi í þúsund lit- um segir Anne B. Ragde sögu móður sinnar Birte sem lést eftir erfið veikindi árið 2012. Silja Aðalsteinsdóttir þýðir bókina. Í tilkynningu með bókinni segir að Birte eigi erfitt með að sýna væntumþykju en geti töfr- að fram mikilfenglegar máltíðir úr tómu búri. Þrátt fyrir að vera góðum gáfum gædd hafi hún ekki fengið að njóta hæfi- leika sinna í lífinu. Meðal þekktra bóka eftir sama höfund má nefna bæk- urnar Berlínaraspirnar og Kuð- ungakrabbarnir. Ný bók frá höf- undi Berlín- araspanna Meira en 150 rithöfundar hvaðanæva úr heiminum hafa bæst á lista fólks sem for- dæmir morð á þremur bloggurum í Bangla- dess það sem af er árinu. Stjórnvöld í landinu eru hvött til að tryggja að þessir hörmulegu atburðir muni ekki endurtaka sig og að ger- endurnir verði dregnir fyrir dóm. Í hópi höf- undanna eru Margaret Atwood, Salman Rushdie, Yann Martel og Colm Tóibín. Booker-verðlaunahafinn Martel kveðst í samtali við breska blaðið The Guardian bjartsýnn á að bréfið hafi áhrif enda sé sjald- gæft að skorað sé á stjórnvöld í Bangladess með þessum hætti. Bréf af þessu tagi séu stöðugt í umferð á Vesturlöndum og stjórn- málamenn löngu orðnir ónæmir fyrir þeim. „Ég bind vonir við að þetta bréf skjóti stjórn Sheikh Hasina raunverulega skelk í bringu,“ segir Martel. Booker-verðlaunahafinn Yann Martel hefur áhyggjur af málfrelsinu í Bangladess. Getty Images MÓTMÆLA MORÐ- UM Í BANGLADESS Drög að endurminningum eins af ris- um kvikmyndasögunnar, Orsons Welles, fundust á dögunum í skjölum sem sambýliskona hans til margra ára, Oja Kodar, sendi háskólanum í Michigan. Þrír áratugir eru síðan leik- stjórinn sálaðist. Titill téðra endurminninga mun vera Játningar eins manns bands (Confessions of a One-Man Band) en þar útskýrir Welles víst hvers vegna honum tókst ekki að ljúka við allmargar kvikmyndir á ferlinum en hann var löngum upp á kant við ráðamenn í Hollywood. Í endurminningunum, sem eru vélritaðar með handskrifuðum athugasemdum, fjallar Welles meðal annars um vin sinn og óvin á köflum, Ernest Hemingway, eiginkonu sína, Ritu Hayworth og kvikmyndagerðarmanninn D.W. Griffith. Að sögn þeirra sem skoðað hafa handritið er það hvergi nærri birtingarhæft enda aðeins um drög að ræða. Það breytir samt ekki því að fræðimenn sem hafa áhuga á lífi Welles þykjast hafa himin höndum tekið. JÁTNINGAR WELLES Orson Welles í sinni frægustu mynd, Citizen Kane. Íris Marelsdóttir, sjúkraþjálfari og leiðsögumaður, er höfundur bókarinnar Gönguleiðir að Fjallabaki sem er nýútkomin hjá Máli og menningu. Í bókinni er sagt frá 12 fjöl- breyttum og spennandi göngu- leiðum. Með hverri þeirra er birt kort og ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir ferðalanga. Leiðirnar í bókinni eru flestar tveggja daga gönguferðir og eiga það sameiginlegt að liggja um það svæði sem kallað er „að Fjallabaki“ sem er sá hluti hálendis Íslands sem er norðan Mýrdalsjökuls norður til Land- mannalauga og Hrauneyja. Á þessu svæði er fjölbreytni náttúrunnar engu lík. Bókin ætti að vera fengur fyrir nátt- úruelskandi fjallageitur sem vilja fá nýjar hugmyndir að helg- arferðum með fjölskyldu og vinum. Kærkomnar gönguleiðir Landmannalaugar eru nátt- úruperla. Í bókinni eru nokkrar gönguleiðir með viðkomu þar. Morgunblaðið/RAX Skutlur og spennandi göngur MAÍBÆKUR LÍNA LANGSOKKUR VARÐ SJÖTUG Í VIKUNNI EN ÞESSI SÍUNGA SÖGUPERSÓNA MUN GLEÐJA BÖRN OG FULLORÐNA UM ÓKOMIN ÁR. BÆK- URNAR UM LÍNU ERU EKKI NÝJAR AF NÁLINNI EN EIGA ALLTAF ERINDI. STERKAR KONUR HALDA ÁFRAM AÐ VERA YRKISEFNI, EINS OG BÓK ANNE B. RAGDE UM MÓÐUR SÍNA ER DÆMI UM. Út er komin á íslensku ný spennu- saga eftir norska metsöluhöfundinn Jo Nesbø. Sagan fjallar þó ekki um þekktustu persónu höfundar, lög- reglumanninn Harry Hole. Sögu- hetja þessarar nýútkomnu kilju, Blóð í snjónum, er leigumorðinginn Ólafur. Málin flækjast þegar hann verður ástfanginn af konu sem hon- um hefur verið falið að koma fyrir kattarnef. Bjarni Gunnarsson þýddi. Nýr spennu- tryllir frá Nesbø Skutlubók Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson inni- heldur eins konar uppskriftir að 17 skemmti- legum útgáfum af hinni klassísku skutlu sem hægt er að föndra úr einu blaði. Vísinda-Villi hefur verið óþreytandi undanfarin ár að leiða börn inn í heim vísinda með til- raunabókum sínum. Í þessari bók fá börnin að spreyta sig á því að brjóta blað til að úr verði skutla. Skutlurnar eru misflóknar. Hver skutla hefur sitt nafn og ljósmynd af henni fullgerðri er birt í bókinni ásamt skýrum leiðbeiningum. Fyrir þá sem vilja litríkar skutlur fylgir mynstraður pappír til skutlugerðar. Fyrsta kastið er þó kannski vissara að nota bara hvítan prent- arapappír, þar til skutlutæknin er komin á hreint. Misflóknar skutlur í fallegri bók BÓKSALA 13.-19 . MAÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Skutlubók VillaVilhelm Anton Jónsson 2 Ég á teppi í þúsund litumAnne B. Ragde 3 Ekki snúa afturLee Child 4 Sætmeti án sykurs og sætuefnaNanna Rögnvaldardóttir 5 Rachel fer í fríMarian Keyes 6 MörkÞóra Karítas Árnadóttir 7 Breyttur heimurJón Ormur Halldórsson 8 Iceland in a BagÝmsir 9 Iceland Small World- lítilSigurgeir Sigurjónsson 10 HilmaÓskar Guðmundsson Kiljur á íslensku 1 Ég á teppi í þúsund litumAnne B. Ragde 2 Ekki snúa afturLee Child 3 Rachel fer í fríMarian Keyes 4 HilmaÓskar Guðmundsson 5 Gleymdu stúlkurnarSara Blædel 6 Britt - Marie var hérFredrik Backman 7 AfturganganJo Nesbø 8 NáðarstundHannah Kent 9 BiðlundNora Roberts 10 Kamp KnoxArnaldur Indriðason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.