Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Page 64
SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2015
Næstkomandi mánudag, annan í hvítasunnu, milli kl.
10:00 og 13:00 fer fram svokallað Stelpugolf á svæði Golf-
klúbbs Kópavogs og Garðabæjar, GKG, við Vífilsstaði.
Stelpugolf var fyrst haldið með sambærilegum hætti í
fyrra af nemum Golfkennaraskóla PGA og tókst virki-
lega vel til, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá
Golfsambandi Íslands, og ljóst að mikil eftirspurn er eft-
ir degi sem þessum á meðal kvenkylfinga á öllum aldri.
Síðast komu hátt í fimm hundruð konur og sóttu sér
ókeypis kennslu í íþróttinni. Útskriftarnemar Golfkenn-
araskólans ætla að halda uppteknum hætti og halda
verkefninu gangandi en markmið þess er að fjölga stelp-
um í golfi. Kennt verður á sex stöðvum, pútt, vipp,
innáhögg, fullt högg, spil og þrautir.
„Golfsamband Íslands hvetur stelpur á öllum aldri til
að koma við á Vífilsstaðavelli og nota þetta tækifæri til
að bæta tæknina undir traustri leiðsögn golfkennara og
jafnframt að bjóða vinkonum, dætrum eða mæðrum sem
ekki eru í golfklúbbi með sér á Stelpugolf 2015. Allir eru
velkomnir,“ segir ennfremur í fréttatilkynningunni.
Golf er fyrir stelpur
á öllum aldri.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
GOLFSAMBAND ÍSLANDS BREGST VIÐ EFTIRSPURN
Stelpugolf snýr aftur
Skoska poppstjarnan Rod Stewart
stal senunni þegar fegurðar-
drottning Íslands var krýnd á
veitingahúsinu Broadway í
Reykjavík í lok maí 1985. Stewart
var sérstakur gestur um kvöldið
en ekki stóð til að hann træði upp.
Þegar Björgvin Halldórsson byrj-
aði að syngja með hljómsveit
Gunnars Þórðarsonar stóðst kapp-
inn á hinn bóginn ekki mátið og
snaraði sér upp á svið. Tóku þeir
Björgvin lagið saman og ætlaði
allt um koll að keyra í húsinu, að
því er fram kom í Morgunblaðinu.
Mikið var lagt í skemmtiatriðin
þetta kvöld en Kristján Jóhanns-
son óperusöngvari kom líka fram.
Tvítug stúlka úr Reykjavík,
Halla Bryndís Jónsdóttir, var
kjörin fegurðardrottning Íslands
1985 og Helga Melsteð, sautján
ára, var við sama tækifæri krýnd
fegurðardrottning Reykjavíkur. Í
öðru sæti í keppninni Fegurðar-
drottning Íslands varð 22 ára göm-
ul stúlka úr Garðabæ, Hólmfríður
Karlsdóttir, sem síðar sama ár átti
eftir að hreppa titilinn Ungfrú
heimur.
GAMLA FRÉTTIN
Stewart
stal
senunni
Björgvin Halldórsson og Rod Stewart syngja saman lagið „Sweet Little
Rock & Roller“ á veitingastaðnum Broadway fyrir réttum þrjátíu árum.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Þröstur Emilsson
fjölmiðlamaður
J.K. Simmons
kvikmyndaleikari
Gunnar Guðjónsson
rafeindavirki
BAILEYS-TERTA
SÍMI: 588 8998
RÓSATERTA MEÐ
FRÖNSKU BANANA-SMJÖRKREMI
Kökur og kruðerí
að hætti Jóa Fel
GULRÓTARTERTA
BROSKALLAR