Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 15
Rakel Garðarsdóttir, leikkona, stofnaði ár- ið 2013 samtökin Vakandi til þess að hvetja fólk til þess að sóa minna af mat. Hún gaf ásamt Margréti Marteinsdóttur út bókina Vakandi veröld í fyrra en bókinni var ætlað að gera Íslendinga að betri og meðvitaðri neytendum sem sói minna. Í samtali við Sunnudagsblaðið sagðist Rakel hafa unnið verkefni með MPA- nemum úr HR sem hafi orðið að heimasíð- unni www.matarbankinn.is sem er í eigu Vakandi. „Grunnhugmyndin að matarbanka og vinnan því tengd er klár en núna þurfum við að útfæra bankann. Heimasíðan er hugsuð sem vettvangur fyrir fyrirtæki sem þurfa að losa sig við mat, sem skrá sig sem gefendur, og svo góðgerðarsamtök sem skrá sig sem þiggjendur. Þá fá þiggjendur til- kynningu um leið og matur kemur inn í kerfið, þannig að maturinn komist hratt í góðar hendur,“ segir Rakel og bætir við að henni hafi þótt vanta rafræna brú á milli þessara hópa. Hún segir síðuna líklega verða tekna í gagnið í haust. Matarbanki væntanlegur Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Mark- aðssviðs Myllunnar, segir fyrirtækið taka við ferskvörum á borð við samlokur til- baka frá verslunum á síðasta söludegi. Hins vegar sé engu hent heldur selt í svínafóður. „Í hverri viku, árið um kring, styrkjum við góðgerðarsamtök á borð við Hjálparstarf kirkunnar, Fjöl- skylduhjálp og Rauða krossinn með brauðsendingum. Í stuttu máli komum við nær öllu sem er skilað í nýtingu.“ Aðspurður segir hann umfang vöru- skila nema einhverjum tonnum árlega, sem sé alls ekki mikið. Þá bendir hann á, að vörurnar nýtist alltaf. „Auðvitað væri gott að hafa vöruskil sem minnst en við erum svo heppin að geta nýtt það sem skilað er. Ekki eru allir í þeirri stöðu. Við höfum náð miklum árangri í að ná niður rýrnun á vörum okkar á síðustu árum,“ segir Björn og bætir við að Myllan sé á réttum stað í rýrnuninni. Hún sé lítil en ekki svo lítil að það bitni á vöruúrvalinu. Hann segist ekki hafa kynnt sér frönsku lögin í þaula en bendir á að það hljóti alltaf að vera gott að gefa til nauð- þurftarmála það sem annars sé hent. „Við nýtum allan umframbakstur í góð- gerðarsamtök því það eru þær sam- félagsskyldur sem við teljum okkur skylt að gegna. Síðan bökum við líka ný og fersk brauð fyrir góðagerðarsamtökin, til dæmis þegar þau standa fyrir hátíð- um.“ Nýta megnið í svínafóður hefðu verið mjög jákvæð. Honum leist einnig mjög vel á frönsku lögin. „Ég er viss um að það er fullt af stofnunum á Ís- landi sem gætu nýtt sér þetta. Magnið hjá okkur er ekki nógu mikið til að hafa áhrif en magnið í stórverslunum getur eflaust breytt heilmiklu fyrir hjálparsamtök á Ís- landi. Ég sé ekkert nema jákvætt við þetta.“ Eiga bágstaddir betra skilið en útrunninn mat? Guðmundur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Bónuss, segir málaflokkinn í sífelldri endurskoðun hjá Bónus. „Við höfum sett okkur markmið til næstu tveggja ára sem miða að því að draga úr matarsóun og rýrnun enn frekar en nú er.“ Hann segir verð á almennri þurrvöru lækkað þegar síðasti söludagur nálgast, til þess að losa út og takmarka rýrnun, fersk- vöru á borð við ávexti og grænmeti sé pakk- að og selt með afslætti, ferskt kjöt sé ýmist afsláttarmerkt eða skilað en það sé samn- ingsatriði á milli seljanda og framleiðanda. Þá segir hann afföllin mismikil eftir eðli vörunnar. „Þurrvara er í flestum tilfellum með langan líftíma og því um mjög litla rýrnun eða sóun að ræða. Ferskvara er með stuttan líftíma og þar er hlutfallið hærra, en almennt er góður veltuhraði vara í Bónus svo sóun er í flestum tilfellum lítil.“ Honum líst vel á hugmyndir Frakka um skyldu stórverslana til að gefa gömul mat- væli en bendir á að það þurfi einnig við- horfsbreytingu. „Við gáfum ákveðnum hjálp- arsamtökum útrunnar vörur sem þau sóttu í okkar verslanir í dágóðan tíma en upp frá því hófst umræða um hvort okkur fyndist ekki óeðlilegt að gefa þeim sem illa væru staddir útrunninn mat og hvort þeir ættu ekki betra skilið.“ Gefa eða selja með afslætti Jón Björnsson, forstjóra Festa sem á Kaup- ás, segir útrunninn mat oft seldan á afslætti eða gefinn til góðgerðarsamtaka. Þá séu af- föllin misjöfn eftir árstíðum og tegundum matvæla. „Við hendum til dæmis ekki miklu af kjöti þar sem við erum með mjög stuttar boðleiðir og erum með kjötpökkun í búð- unum. Við getum því raðað mjög hratt í búð- irnar og þurfum ekki að panta langt fram í tímann. Þurrvaran rennur sjaldan út og hún er þá yfirleitt seld. Eftir standa ávextir og grænmeti en það veltur mikið til á gæðum vörunnar hverju sinni, sem geta verið árs- tíðabundin. Við pöntum svo inn alla ávexti sjálfir. Þetta eru ekki háar prósentur en há- ar krónutölur.“ Hann bendir á, að eldri ávextir séu seldir í verslunum Kaupáss á miklum afslætti til að koma í veg fyrir sóun. Auk þess sé boðinn góður afsláttur á kjöti á síðasta söludegi. Loks bendir hann á að Íslendingar eyði um 180 milljörðum árlega í mat, en 25% neyslunnar eigi sér stað á veitingahúsum. Þar af leiðandi þurfi fleiri en verslanir að sporna við sóun. Aðspurður um frönsku lögin segir hann: „Ég hef aldrei talið að opinberar reglur fái menn til að reka fyrirtækin sín betur. Ég held að neytandinn og kaupmaðurinn geti saman komist að betri niðurstöðu en stjórn- málamenn. Þú vilt tryggja kúnnanum sem mest gæði á sem lægstu verði og þjónusta hann. Það tryggir mun heilbrigðara umhverfi en að skylda verslanir til að gera eitthvað ákveðið við matinn.“ Vöruskil geta verið dýr Eiður Gunnlaugsson, stjórnarformaður Kjarnafæðis, sagði í samtali við Morg- unblaðið í mars síðastliðnum að fyrirtæki hans henti 20-25 tonnum af kjöti á ári, en það jafngildir til dæmis allt að 40 þúsund 600 gramma skinkupakkningum. Þá sagði Steinþór Skúlason, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands (SS), í sömu frétt, að vöruskil verslana kostuðu fyrirtækið um 100 milljónir króna á ári. Greindi hann frá því að 1,5-2% af sölu SS á kælivörum til verslana væri skilað. Hann gagnrýndi verulega það fyrirkomulag að henda vörum sem væru komnar fram yfir síðasta söludag enda væri oft um að ræða matvörur í góðu lagi. Samkeppniseftirlitið gagnrýnir skilarétt verslana til birgja Samningar um skilarétt dagvöruverslana á vörum til birgja voru einmitt gagnrýndar í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um dagvöru- markaðinn frá því í mars síðastliðnum en þar segir að vöruskil geti ýtt undir sóun á matvælum og þar með hækkað vöruverð. Lögð er til endurskoðun á núverandi fyr- irkomulagi, í því skyni að hvetja smásala til að stýra innkaupum sínum á sem hagkvæm- astan hátt. Þá útilokar Samkeppniseftirlitið ekki að skoða megi undanþágu á grundvelli 15. gr. samkeppnislaga frá banni við samráði, sem feli í sér útfærða heimild til handa birgjum og verslunum til að finna í sameiningu lausn- ir að þessu leyti sem dragi úr sóun við- kvæmra vara. Birgjar og smásalar geta þó óskað eftir undanþágu frá samkeppnislögum til að útfæra slíkt samstarf. Getty Images/iStockphoto * „Við nýtum allan umframbakstur í góð-gerðarsamtök því það eru þær sam-félagsskyldur sem við teljum okkur skylt að gegna.“ Björn Jónsson hjá Myllunni. 31.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Sem dæmi um aðgerðir til að spyrna við matarsóun má nefnda matarsóun- arverkefnið Zero Waste. Um er að ræða norræna samvinnu sem snýst um almenningsfræðslu og leit að lausnum gegn matarsóun. Rann- veig Magnúsdóttir hjá Landvernd er verkefnisstjóri sam- nefnds verkefnis en hún sat einnig í starfshópi um- hverfis- og auð- lindaráðherra um matarsóun. Matarsóun- arverkefninu er stýrt af Landvernd en unnið í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands, Vakandi, Stop spild af mad í Danmörku og Matvett í Noregi. Það fékk í fyrra styrk frá norrænu ráðherra- nefndinni. Að sögn Rannveigar var upphaf verk- efnisins á Íslandi markað með hátíð í Hörpu í september í fyrra sem nefndist „Saman gegn matarsóun“ (United Against Food Waste). „Þessi samvinna vinnur að því að minnka matarsóun á öllum stigum framleiðslunnar og neyslu og viðburðir undir þessum merkjum voru haldnir hjá öll- um Norðurlanda- þjóðunum í fyrra. Í kjölfarið var haldin ráðstefna um mat- arsóun í samstarfi við Norræna hús- ið.“ Aðrir verkþættir verkefnisins fela í sér gerð heim- ildamyndar, útgáfu matreiðslubókar, matreiðslunámskeiðin „Eldað úr öllu“ sem kokkurinn Dóra Svavarsdóttir heldur utan um og gerð myndskeiða. Zero Waste-verkefnið er rekið af Landvernd, Vakandi og Kvenfélagasambandi Íslands. Að auki eru Stop spild af mad- hreyfingin í Danmörku og Matvett í Noregi hluti af hópnum. Hvað hefur verið gert?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.