Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.05.2015, Blaðsíða 48
Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.5. 2015 var oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hanna Birna tók stökkið yfir í landsmálin og náði kjöri á þing í kosningunum 2013. Eftir að ný ríkisstjórn var mynduð með Hönnu Birnu sem innanríkisráðherra vorið 2013 bauð hún Þóreyju að vera aðstoðarmaður sinn sem ráðherra. Um hálfu ári síðar réði Hanna Birna Gísla Frey Valdórsson sem annan aðstoðarmann. „Það sem heillaði mig við Hönnu Birnu eru þessar hugmyndir sem hún hefur um að breyta stjórnmálunum og auka á þver- pólitíska sátt og samvinnu. Ég hef alltaf haft mikla trú á henni í stjórnmálum og hef enn, hún býr yfir því hugrekki sem þarf til að taka stjórnmálin á betri stað. Hún er hug- sjónamanneskja og ein heiðarlegasta mann- eskja sem ég hef kynnst.“ Þórey er vön að hafa marga bolta á lofti og erilsamt starf aðstoð- armanns ráðherra hent- aði henni því vel. „Það mæðir mikið á ráðherra sem kemur inn í ráðuneyti eins og þetta sem var þá með 56 und- irstofnanir og eitthvað um 40 málaflokka. Það þarf að passa upp á að fylgja eftir öllu sem er í stjórnarsáttmálanum og það þarf að vera á tán- um – alltaf. Það er gríð- arlegt álag á ráðherran- um og sem aðstoðarmaður reynir þú að taka allt á þig sem hægt er til að leysa úr málum. Við náðum að klára svo margt sem ég er virkilega stolt af þrátt fyrir allan storminn í kringum lekamálið. Við fækkuðum t.d. stofn- unum um 22 með sameiningu sýslumanns- og lögreglustjóraembætta, fórum norsku leiðina til að stytta biðtíma hælisleitenda nið- ur í 90 daga og settum á laggirnar sérstaka úrskurðarnefnd til að aftengja stjórnmálin alveg frá ákvörðunarferlinu í hælismálum. En almennt er starf aðstoðarmanns mjög fjölbreytt starf og skemmtilegt.“ Skipta ætti ráðuneytinu upp Eftir að hafa kynnst innviðum innanrík- isráðuneytisins segist Þórey vera á því að það hafi verið mistök að sameina ráðuneyti dómsmála og samgöngumála í eitt. „Innan- ríkisráðuneytið er allt of stórt ráðuneyti. Ég er sannfærð um að það hefði ekki átt að sameina þetta á sínum tíma. Þarna vinnur frábært fagfólk sem ég lærði mikið af. En eftir að hafa verið þarna innanhúss er ég al- veg viss um að það þarf að skipta ráðuneyt- inu upp. Verkefni innanríkisráðuneytisins eru einfaldlega of viðamikil fyrir eitt ráðu- neyti,“ segir Þórey. Það var þann 21. nóvember 2014, þegar Þórey hafði starfað í ráðuneytinu í eitt og hálft ár og eitt ár var liðið frá því að umtöl- uðu minnisblaði var lekið úr innanríkisráðu- neytinu, að Hanna Birna Kristjánsdóttir baðst lausnar sem ráðherra. Þær Þórey gengu saman út úr ráðuneytinu þennan dag í kjölfar þess að Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður ráðherra, játaði að hafa lekið í fjölmiðla persónuupplýsingum um skjólstæðinga ráðuneytisins. Þegar blaðamaður ræddi fyrst um viðtal við Þóreyju í lok síðasta árs sagðist hún ein- faldlega ekki vera tilbúin að ræða þetta. Hún vildi halda sig fjarri fjölmiðlum eftir hvirf- ilvind síðasta árs. Það er fyrst núna að hún er reiðubúin að segja frá sinni upplifun af því sem reyndist verða eitt stærsta fréttamál síðasta árs, lekamálinu. Hafði áhyggjur af afdrifum mögulegs mansalsfórnarlambs Þann 20. nóvember 2013 birtist frétt á for- síðu Fréttablaðsins undir fyrirsögninni „Grunaður um aðild að mansali“ þar sem vís- að var í rökstuðning ráðuneytisins eins og það var kallað í fréttinni. Einnig var vísað í Facebook-síðu mótmæla sem skipulögð höfðu verið gegn sundrun flóttafjölskyldu frá Níg- eríu og á henni birt mynd af konu sem í fréttinni var sögð mögulegt mansalsfórn- arlamb. Sama dag var birt frétt á Mbl.is um sama mál þar sem einnig vitnað til einhvers konar minnisblaðs sem virtist koma úr inn- anríkisráðuneytinu. „Þegar ég las fréttirnar þennan dag brá mér gríðarlega. Hafandi þessa reynslu af of- beldis- og jafnréttismálum vissi ég hvað það þýðir fyrir mögulegt fórnarlamb mansals að þurfa að þola umfjöllun um mál sitt í fjöl- miðlum. Ég vissi strax að þetta gæti verið mjög hættulegt fyrir viðkomandi,“ segir Þór- ey. Á þessum tíma hafði verið greint frá því að konan sem nefnd var í fréttinni væri mögulega fórnarlamb mansals og væri undir þrýstingi um að viðurkenna annan hælisleitanda sem föður barns síns. „Fyrst og fremst fannst mér þetta virkilega ömurlegt því það á auðvitað enginn sem er skjólstæðingur ráðuneytisins að eiga von á að mál hans sé á forsíðu dagsblaðs. Það er bara óviðunandi,“ segir Þórey. Efst í henn- ar huga á þessum tíma- punkti hafi verið að tryggt yrði af hálfu ráðuneytisins að konan væri örugg. Spurð að því hvað gerðist næst, hvernig næstu dagar hafi verið í ráðuneytinu segir Þórey að málið hafi frá upphafi verið mjög ruglingslegt. Málið var áberandi í fjölmiðlum næstu vik- ur á eftir, en Þórey bendir á að afar litlar upplýsingar hafi komið fram til að skýra málið og á þessum tíma sé enn allt á huldu um hvaðan minnisblaðið títtnefnda hafi kom- ið og hvers vegna upplýsingarnar hafi ratað í fjölmiðla. „Sjálf vissi ég hreinlega ekki alveg hvað var að gerast, en fljótt fórum við að finna að það var eitthvað mjög bogið við þetta allt.“ DV ætlar að fara „í hana“ ef ekki kemur afsökunarbeiðni Það er svo þann 17. janúar 2014 að Þórey fer í viðtal í Morgunútvarpi Rásar 2 þar sem hún lætur þau orð falla að hún telji að DV sé að ganga mjög hart fram gegn ráðherran- um í málinu. Eftir viðtalið fékk hún símtal frá Reyni Traustasyni, þáverandi ritstjóra DV, sem hún segir hafa hótað að fara „í hana“ ef hún bæði DV ekki afsökunar innan tveggja tíma. Hún ákvað að segja frá símtal- inu á Facebook-síðu sinni í stað þess að verða við þessu. Þórey rifjar þetta upp með blaðamanni. „Ég gat ekki setið undir þessu. En uppfrá þessu verð ég skotmark hjá DV. Í um fimm mánuði máluðu blaðamenn þar þá mynd af mér að ég hefði verið sú sem sendi minn- isblaðið. Það var mjög erfiður tími. Þegar fólk segir ósatt svona oft og svona markvisst þá verður það að sannleika í huga margra. Þetta endaði með því að birt er mynd af mér á forsíðu DV og þar segir að ég sé sá starfs- maður ráðuneytisins sem hafi lekið minn- isblaðinu til fjölmiðla,“ segir Þórey en sú frétt birtist á forsíðu DV þann 20. júní 2014 en var dregin til baka sama dag á fréttavef DV. „Þetta var ömurlegt en líka ákveðinn end- ir á þessu tímabili sem DV hafði verið að elt- ast við mig. Og DV birti aldrei leiðréttingu á þessari frétt í prentaða blaðinu, bara á net- inu,“ bendir Þórey á. Tók ákvörðun um að fara í mál eftir samtal við ömmu Hún segist hafa gefið sér mjög langan tíma í að hugsa um hvað hún ætlaði sér að gera í því að hafa verið ranglega sökuð um refsi- „Það var gríðarlegt áfall fyrir okkur báðar þegar Gísli játaði,“ segir Þórey. Hún og Hanna Birna Kristjánsdóttir gengu saman út úr innanríkisráðuneytinu 21. nóvember 2014, ári eftir að Gísli Freyr, samstarfsmaður þeirra, lak minnisblaði með persónuupplýsingum um hælisleitendur til fjölmiðla. Morgunblaðið/Golli * Amma mín er afþeirri kynslóðsem fer ekki á netið til að skoða fjölmiðla. Hún heyrði það í fréttum heilan morgun að ég, barnabarnið hennar, væri glæpa- maður. Hún heyrði það kannski í einum fréttatíma síðar um daginn að DV hefði beðið mig afsökunar en hún sá aldrei neina afsökunarbeiðni. Þórey tók við sem formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna í nóvember 2013. Hún hefur áhyggjur af stöðu kvenna og stuttum starfstíma þeirra í stjórnmálum. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.